Viðskipti

Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna

Hagar, sem reka meðal annars Bónus, Hagkaup og Olís, högnuðust um 3.721 milljónir króna á fyrri helmingi yfirstandandi rekstrarárs. Það er umtalsverð aukning frá sama tímabili í fyrra þegar hagnaður nam 2.573 milljónum króna. Forstjóri segir reksturinn ganga vel auk þess sem tekjur og afkoma á öðrum ársfjórðungi hafi reynst umfram áætlanir.

Viðskipti innlent

Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play

Icelandair hefur bætt Faro í Algarve-héraði Portúgals við leiðakerfið sitt og hefur flug þangað 26. mars næstkomandi. Play hóf að fljúga þangað í apríl í fyrra og gerði þar til að félagið fór á hausinn á dögunum.

Viðskipti innlent

Gengi Icelandair hrapar

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur fallið um tíu prósent frá opnun markaða klukkan 09:30. Félagið sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gær.

Viðskipti innlent

Bæta meðgönguvernd við hefð­bundna sjúk­dóma­tryggingu

Vörður tryggingar hefur bætt meðgöngu-, fæðingar- og foreldravernd við hefðbundnar sjúkdómatryggingar án þess að hækka kostnað vegna tryggingarinnar. Í tilkynningu kemur fram að þessi nýja trygging hafi það markmið að styðja við foreldra. Bætur eru eingreiðslur og geta numið allt að einni milljón. Verndin gildir á meðan meðgöngu stendur, í fæðingu og þar til barn nær eins árs aldri.

Neytendur

Saga Fram­úr­skarandi fyrir­tækja er saga upp­risu ís­lensks at­vinnu­lífs

Verkefnið Framúrskarandi fyrirtæki sem Creditinfo stendur að hefur þróast úr einfaldri viðurkenningu fyrir góðan rekstrarárangur yfir í eitt helsta mælitæki á stöðugleika, þrautseigju og sjálfbærni íslenskra fyrirtækja. Að sögn Hrefnu Aspar Sigfinnsdóttur, framkvæmdastjóra Creditinfo á Íslandi, endurspeglar saga Framúrskarandi fyrirtækja á margan hátt endurreisn íslensks atvinnulífs eftir hrun.

Framúrskarandi fyrirtæki

Lands­bankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins

Landsbankinn telur að dómur Hæstaréttar í gær gefi tilefni til þess að fara yfir skilmála um breytilega vexti í nýjum íbúðalánum. Móttaka nýrra umsókna um íbúðalán verður því sett á bið fram yfir helgi, en unnið verður með viðskiptavinum að afgreiðslu þeirra lánsumsókna sem þegar eru í vinnslu hjá bankanum.

Viðskipti innlent

Segjast taka á­bendingum al­var­lega og hafa verð­lagningu til skoðunar

Rekstraraðili fríhafnarverslana í Keflavík, Ísland Duty Free, hafa verðlangingu á áfengi í verslunum félagsins í Keflavík til skoðunar í framhaldi af umfjöllun um verðlag. Ábendingunum sé tekið alvarlega og hyggst fyrirtækið skoða sérstaklega verðlagningu þeirra vara sem reynast dýrari í fríhöfninni en í verslunum innanlands. Vísir greindi í morgun frá úttekt Félags atvinnurekenda sem meðal annars leiddi í ljós að áfengi í fríhöfninni í Keflavík sé allt að 81% dýrara en í fríhafnarverslunum á vegum sama fyrirtækis annars staðar í Evrópu.

Neytendur

Sveitar­fé­lagið og út­gerðar­menn byggja nýjan mið­bæ á Höfn

Sveitarfélagið Hornafjörður og þróunarfélagið Landsbyggð hafa gert samkomulag um alhliða uppbyggingu á nýju miðbæjarsvæði á Höfn. Útgerðin Skinney-Þinganes hafði frumkvæði að því að kanna möguleika á uppbyggingu miðbæjarins og á nú í viðræðum við Landsbyggð um þátttöku í verkefninu. Landsbyggð er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, sem kenndur er við Samherja, og Leós Árnasonar.

Viðskipti innlent

Vara við sósum sem geta sprungið

Mjólkursamlag KS hefur ákveðið að innkalla fjórar tilteknar framleiðslulotur af pitsasósu, sem seldar eru undir merkjum IKEA, Bónus og E. Finnsson. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á seinni gerjun eftir framleiðslu, sem getur valdið því að flöskur bólgni og jafnvel springi.

Neytendur

Skil­málar Arion frá­brugðnir en á­hrifin væru ó­veru­leg

Arion banki bendir á að skilmálar íbúðalána bankans með ákvæðum um breytilega vexti séu frábrugðnir þeim sem fjallað er um í dómi Hæstaréttar í málinu gegn Íslandsbanka og því sé erfitt að meta nákvæm áhrif af dómnum á lán Arion banka með óverðtryggðum vöxtum. Að því gefnu að sambærileg niðurstaða fengist í ágreiningsmáli um lán Arion banka með óverðtryggðum vöxtum sé það bráðabirgðamat bankans að fjárhagsleg áhrif slíkrar niðurstöðu yrðu óveruleg.

Viðskipti innlent

Á­fengi um­tals­vert dýrara í ís­lensku frí­höfninni en öðrum og jafn­vel dýrara en í Ríkinu

Verðsamanburður Félags atvinnurekenda á nokkrum áfengistegundum sem seldar eru í fríhafnarverslunum Heinemann leiðir í ljós að mörg dæmi eru um að vörurnar séu umtalsvert dýrari á Keflavíkurflugvelli en í öðrum fríhafnarverslunum sem fyrirtækið rekur í Evrópu. Verðmunurinn nemur allt að 81% á ákveðnum tegundum en minnsti munur 22%. Í öllum tilfellum er áfengið dýrast í íslensku fríhöfninni. Dæmi eru einnig um að áfengi í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli sé dýrara en hjá ÁTVR.

Neytendur

Ómögu­legt að meta á­hrifin á bankana

Már Wolfgang Mixa, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir ómögulegt að meta niðurstöðu Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða í fljótu bragði. Fjárhagsleg áhrif á bankana séu hugsanlega ekki eins mikil og talið var mögulegt áður. Í framhaldinu þurfi fjármálastofnanir að hafa mun skýrari vaxtaviðmið í lánum með breytilegum vöxtum.

Viðskipti innlent

„Þeir sem stunda inn­brot í tölvu­kerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“

Í dag hættir Microsoft formlega að veita stuðning við Windows 10 stýrikerfið. Í tilkynningu frá tæknifyrirtækinu OK segir að samkvæmt mælingum í september á þessu ári séu allt að 40 prósent tölva með Windows stýrikerfið enn að keyra á Windows 10. Mælingar á Íslandi bendi til þess að um 37 prósent tölva séu með Windows 10 en var um 47 prósent í júní

Neytendur

Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu

Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm í Vaxtamálinu svokallaða. Tugmilljarða hagsmunir bankanna, og ekki síður neytenda, voru undir í málinu. Niðurstaðan var sú að umdeildir skilmálar í lánasamningi voru ógiltir en ekki var fallist á fjárkröfur á hendur bankanum. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.

Viðskipti innlent

Ríkis­stjórnin búin undir báðar niður­stöður

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að farið hafi verið vel yfir stöðu kerfislega mikilvægu bankanna í aðdraganda dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða, sem kveðinn verður upp í dag. Tugmilljarða hagsmunir bankanna, og ekki síður neytenda, eru undir í málinu.

Viðskipti innlent