Segir stofnun Framfarafélagsins merki um slæma stöðu Framsóknarflokksins Nadine Guðrún Yaghi og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 28. maí 2017 19:57 Stjórnmálafræðingur segir stofnun Framfarafélagsins vera enn eitt merki um slæma stöðu Framsóknarflokksins. Með stofnun félagsins opnist margar leiðir fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann þess. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra er formaður Framfarafélagsins en hann sagði í ræðu sinni í gær á fyrsta fundi félagsins að það eigi að stuðla að framförum á öllum sviðum samfélagsins og að félagsmenn komi víða að úr samfélaginu. Tilgangur með stofnun félagsins væri að búa til vettvang fyrir frjóa umræðu fyrir hugmyndir og hvernig væri best að leysa hin ýmsu mál sem samfélagið stendur frammi fyrir. Sigmundur sagði að allir flokkar ættu að geta nýtt sér starf félagsins. Á þriðja hundrað manns mætti á fyrsta fund félagsins en þangað mættu mótherjar Sigmundar Davíðs úr Framsóknarflokknum ekki. Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðingur, segir margar leiðir opnast fyrir Sigmund Davíð með stofnun félagsins.Þetta gæti verið ansi klókur leikur hjá honum og ég er ekki sú fyrsta sem segir það. Hann er bæði að sýna hver hans staða er í dag og jafnframt er hann að búa til umræðuvettvang og mögulega vettvang sem gæti orðið einhverskonar stjórnmálaflokkur í framtíðinni. Þannig sé stofnun félagsins mögulega vettvangur fyrir sérframboð Sigmundar í framtíðinni. „Átökin innan Framsóknarflokksins hefur ekkert að gera með málefnin heldur fyrst og fremst persónur og leikendur eða hver á að leiða flokkinn. Þannig maður veit svo sem ekki ef að þetta verður mögulega framboð einhverntímann í framtíðinni hversu frábrugðið það yrði til dæmis Framsóknarflokknum.“Helduru að þetta nýja félag eigi eftir að koma til með að veikja eða styrkja stöðu Framsóknarflokksins?„Ég held að þetta nýja félag sé bara mögulega enn eitt merkið um átökin sem eru innan flokksins. Staðan er frekar veik eins og er og þetta er klárlega ekki til að styrkja stöðu Framsóknarflokksins sem heildstæð flokks sem kemur fram sameinaður en við eigum eftir að sjá hvernig þetta spilast út.“ Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Stjórnmálafræðingur segir stofnun Framfarafélagsins vera enn eitt merki um slæma stöðu Framsóknarflokksins. Með stofnun félagsins opnist margar leiðir fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann þess. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra er formaður Framfarafélagsins en hann sagði í ræðu sinni í gær á fyrsta fundi félagsins að það eigi að stuðla að framförum á öllum sviðum samfélagsins og að félagsmenn komi víða að úr samfélaginu. Tilgangur með stofnun félagsins væri að búa til vettvang fyrir frjóa umræðu fyrir hugmyndir og hvernig væri best að leysa hin ýmsu mál sem samfélagið stendur frammi fyrir. Sigmundur sagði að allir flokkar ættu að geta nýtt sér starf félagsins. Á þriðja hundrað manns mætti á fyrsta fund félagsins en þangað mættu mótherjar Sigmundar Davíðs úr Framsóknarflokknum ekki. Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðingur, segir margar leiðir opnast fyrir Sigmund Davíð með stofnun félagsins.Þetta gæti verið ansi klókur leikur hjá honum og ég er ekki sú fyrsta sem segir það. Hann er bæði að sýna hver hans staða er í dag og jafnframt er hann að búa til umræðuvettvang og mögulega vettvang sem gæti orðið einhverskonar stjórnmálaflokkur í framtíðinni. Þannig sé stofnun félagsins mögulega vettvangur fyrir sérframboð Sigmundar í framtíðinni. „Átökin innan Framsóknarflokksins hefur ekkert að gera með málefnin heldur fyrst og fremst persónur og leikendur eða hver á að leiða flokkinn. Þannig maður veit svo sem ekki ef að þetta verður mögulega framboð einhverntímann í framtíðinni hversu frábrugðið það yrði til dæmis Framsóknarflokknum.“Helduru að þetta nýja félag eigi eftir að koma til með að veikja eða styrkja stöðu Framsóknarflokksins?„Ég held að þetta nýja félag sé bara mögulega enn eitt merkið um átökin sem eru innan flokksins. Staðan er frekar veik eins og er og þetta er klárlega ekki til að styrkja stöðu Framsóknarflokksins sem heildstæð flokks sem kemur fram sameinaður en við eigum eftir að sjá hvernig þetta spilast út.“
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira