Segist ekki vera að máta sig í borgarstjórastólinn Anton Egilsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 27. maí 2017 12:03 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Framfarafélagsins. Visir/Eyþór Stofnfundur Framfarafélagsins hófst nú klukkan ellefu í morgun en félaginu er ætlað að vera hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson greindi frá stofnun félagsins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á miðvikudag en hann er jafnframt formaður félagsins. „Tilgangurinn er sá að búa til vettvang fyrir frjóa umræðu fyrir hugmyndir og umræðu um það hvernig best megi leysa hin ýmsu mál sem að samfélagið stendur frammi fyrir,“ sagði Sigmundur í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Sigmundur segir umræðuna í pólitíkinni hafa verið að þrengjast, það er að menn séu farnir að tala á svipuðum nótum þó að þeir séu í ólíkum stjórnmálaflokkum og með ólíkar áherslur. „Hér er ætlunin að reyna að snúa þessari þróun við og draga sérstaklega fram fólk sem er með óvenjulegar, nýjar lausnir, geta hugsað út fyrir rammann og þá sem þekkja best til á hverju sviði.“ Stofnun félagsins hefur vakið mikla athygli og spurningin er hvort Sigmundur Davíð sé með þessu móti að máta fólk í nýtt stjórnmálaafl „Hugsunin með þessu er í rauninni sú að laða að fólk úr öðrum flokkum og úr engum flokkum til þess að taka þátt í umræðunni. Okkur er sama hvaðan hugmyndirnar koma, ef þær eru góðar eða umræðuverðar hugmyndir.“Muni ekki stuðla að frekari klofningiAðspurður segist Sigmundur ekki hafa áhyggjur af því að stofnun félagsins komi til með að auka þann klofning sem er innan Framsóknarflokksins. „Þetta ætti nú ekki að hafa áhrif á það vegna þess að með þessu er kominn vettvangur til þess að halda áfram þeirri nálgun sem ég reyndi að innleiða í Framsóknarflokknum. Það er allt gert með jákvæðum formmerkjum því að ég vona að það sem út úr þessu kemur nýtist flokknum öllum.“ Borgar- og sveitarstjórnarkosningar en Sigmundur segist ekki vera að máta sjálfan sig í borgarstjórastólinn með stofnun félagsins. „Nei ég hef nú ekki sett þetta í samhengi við það en eflaust verða ýmis mál sem falla undir borgar- og sveitarstjórnarmál rædd hjá þessu félagi líka.“ Sigmundur segist hafa fundið fyrir miklum meðbyr í aðdraganda stofnfundarins í dag. „Það er búið að vera alveg ótrúlega skemmtilegt að upplifa það. Margir eru hrifnir af þessari nálgun, þessari áherslu á hugmyndavinnuna og það að leita nýrra leiða. Vonandi skilar það sér fyrir félagið og þar af leiðandi fyrir samfélagið líka.“ Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Fleiri fréttir Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Stofnfundur Framfarafélagsins hófst nú klukkan ellefu í morgun en félaginu er ætlað að vera hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson greindi frá stofnun félagsins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á miðvikudag en hann er jafnframt formaður félagsins. „Tilgangurinn er sá að búa til vettvang fyrir frjóa umræðu fyrir hugmyndir og umræðu um það hvernig best megi leysa hin ýmsu mál sem að samfélagið stendur frammi fyrir,“ sagði Sigmundur í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Sigmundur segir umræðuna í pólitíkinni hafa verið að þrengjast, það er að menn séu farnir að tala á svipuðum nótum þó að þeir séu í ólíkum stjórnmálaflokkum og með ólíkar áherslur. „Hér er ætlunin að reyna að snúa þessari þróun við og draga sérstaklega fram fólk sem er með óvenjulegar, nýjar lausnir, geta hugsað út fyrir rammann og þá sem þekkja best til á hverju sviði.“ Stofnun félagsins hefur vakið mikla athygli og spurningin er hvort Sigmundur Davíð sé með þessu móti að máta fólk í nýtt stjórnmálaafl „Hugsunin með þessu er í rauninni sú að laða að fólk úr öðrum flokkum og úr engum flokkum til þess að taka þátt í umræðunni. Okkur er sama hvaðan hugmyndirnar koma, ef þær eru góðar eða umræðuverðar hugmyndir.“Muni ekki stuðla að frekari klofningiAðspurður segist Sigmundur ekki hafa áhyggjur af því að stofnun félagsins komi til með að auka þann klofning sem er innan Framsóknarflokksins. „Þetta ætti nú ekki að hafa áhrif á það vegna þess að með þessu er kominn vettvangur til þess að halda áfram þeirri nálgun sem ég reyndi að innleiða í Framsóknarflokknum. Það er allt gert með jákvæðum formmerkjum því að ég vona að það sem út úr þessu kemur nýtist flokknum öllum.“ Borgar- og sveitarstjórnarkosningar en Sigmundur segist ekki vera að máta sjálfan sig í borgarstjórastólinn með stofnun félagsins. „Nei ég hef nú ekki sett þetta í samhengi við það en eflaust verða ýmis mál sem falla undir borgar- og sveitarstjórnarmál rædd hjá þessu félagi líka.“ Sigmundur segist hafa fundið fyrir miklum meðbyr í aðdraganda stofnfundarins í dag. „Það er búið að vera alveg ótrúlega skemmtilegt að upplifa það. Margir eru hrifnir af þessari nálgun, þessari áherslu á hugmyndavinnuna og það að leita nýrra leiða. Vonandi skilar það sér fyrir félagið og þar af leiðandi fyrir samfélagið líka.“
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Fleiri fréttir Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira