„Það á að setja þöggunarnefnd yfir stjórnendur Landspítalans“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. maí 2017 11:28 Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. vísir/stefán Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG og fyrrverandi fjármálaráðherra, segir hugmyndir um að skipa stjórn yfir Landspítalann ógeðfellda aðför stjórnarliða að spítalanum og sakar þá um þöggunartilburði. Ljóst sé að nýrri ríkisstjórn hugnast ekki vinnubrögð stjórnenda spítalans. „Það er greinilegt að nýjum valdhöfum líkar ekki að Landspítalinn háskólasjúkrahús og stjórnendur hans hafa gert það sem þeim ber að gera, þeir hafa upplýst þing og þjóð um hina raunverulega stöðu Landspítalans,“ sagði Steingrímur í störfum þingsins í morgun.Kokkað saman þöggunarnefnd bak við tjöldin Unnið er að þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að kanna kosti þess að skipa stjórn yfir spítalann. Steingrímur sagði að með því hafi ríkisstjórnin „bak við tjöldin kokkað með sér hugmyndir um einhvers konar póltíska stjórn“. „Það á að setja þöggunarnefnd yfir stjórnendur Landspítalans og þeir eiga að hætta að koma og kynna sín mál fyrir fjárveitingarvaldinu og svo framvegis,“ sagði hann. Þá sé það galið af fjármálaráðherra að líkja Landspítalanum við fyrirtæki. „Er Landspítalinn bara eitthvað hf. úti í bæ? Bara fyrirtæki? Nei, Landspítalinn er móðurstöð í íslenska heilbrigðiskerfinu.Eðlilegt að ræða málin og óþarfi að fara á taugum Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagðist sjá ástæðu til þess að bregðast við ummælum Steingríms og sagði eðlilegt að þessi mál séu rædd. Þá sé óþarfi að fara á taugum. „Ég held að stjórnir yfir opinberar stofnanir geti verið gagnlegar og orðið til þess að styrkja þær. Ég held að það verði að meta í hverju tilviki fyrir sig og ég held að við getum ekki útilokað umræður um það sérstaklega þegar um er að ræða jafn stóra stofnun sem gegnir jafn þýðingarmiklu hlutverki og Landspítali háskólasjúkrahús,“ sagði Birgir. Tengdar fréttir Stuðningur við tillögu um spítalastjórn Bæði fjármálaráðherra og formaður fjárlaganefndar telja æskilegt að skipa stjórn yfir Landspítalann. Formaður velferðarnefndar segir hugmyndina á frumstigi en að unnið sé að þingsályktunartillögu. 26. maí 2017 07:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG og fyrrverandi fjármálaráðherra, segir hugmyndir um að skipa stjórn yfir Landspítalann ógeðfellda aðför stjórnarliða að spítalanum og sakar þá um þöggunartilburði. Ljóst sé að nýrri ríkisstjórn hugnast ekki vinnubrögð stjórnenda spítalans. „Það er greinilegt að nýjum valdhöfum líkar ekki að Landspítalinn háskólasjúkrahús og stjórnendur hans hafa gert það sem þeim ber að gera, þeir hafa upplýst þing og þjóð um hina raunverulega stöðu Landspítalans,“ sagði Steingrímur í störfum þingsins í morgun.Kokkað saman þöggunarnefnd bak við tjöldin Unnið er að þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að kanna kosti þess að skipa stjórn yfir spítalann. Steingrímur sagði að með því hafi ríkisstjórnin „bak við tjöldin kokkað með sér hugmyndir um einhvers konar póltíska stjórn“. „Það á að setja þöggunarnefnd yfir stjórnendur Landspítalans og þeir eiga að hætta að koma og kynna sín mál fyrir fjárveitingarvaldinu og svo framvegis,“ sagði hann. Þá sé það galið af fjármálaráðherra að líkja Landspítalanum við fyrirtæki. „Er Landspítalinn bara eitthvað hf. úti í bæ? Bara fyrirtæki? Nei, Landspítalinn er móðurstöð í íslenska heilbrigðiskerfinu.Eðlilegt að ræða málin og óþarfi að fara á taugum Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagðist sjá ástæðu til þess að bregðast við ummælum Steingríms og sagði eðlilegt að þessi mál séu rædd. Þá sé óþarfi að fara á taugum. „Ég held að stjórnir yfir opinberar stofnanir geti verið gagnlegar og orðið til þess að styrkja þær. Ég held að það verði að meta í hverju tilviki fyrir sig og ég held að við getum ekki útilokað umræður um það sérstaklega þegar um er að ræða jafn stóra stofnun sem gegnir jafn þýðingarmiklu hlutverki og Landspítali háskólasjúkrahús,“ sagði Birgir.
Tengdar fréttir Stuðningur við tillögu um spítalastjórn Bæði fjármálaráðherra og formaður fjárlaganefndar telja æskilegt að skipa stjórn yfir Landspítalann. Formaður velferðarnefndar segir hugmyndina á frumstigi en að unnið sé að þingsályktunartillögu. 26. maí 2017 07:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Stuðningur við tillögu um spítalastjórn Bæði fjármálaráðherra og formaður fjárlaganefndar telja æskilegt að skipa stjórn yfir Landspítalann. Formaður velferðarnefndar segir hugmyndina á frumstigi en að unnið sé að þingsályktunartillögu. 26. maí 2017 07:00