Sjóðheitur á ísköldum toppi vinsældalista Benedikt Bóas skrifar 26. maí 2017 07:00 Kaleo, Jökull Júlíusson, Davíð Antonsson, Daníel Ægir Kristjánsson, Rubin Pollock „Þetta eru auðvitað frábærar fréttir og skemmtilegt þar sem ég samdi lagið einmitt á Spáni fyrir nokkrum árum,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo, en lagið Way down we go trónir núna í efsta sæti vinsældalistans á Spáni. Lagið hefur verið vinsælt víða um Evrópu en auk Spánar fór lagið í fyrsta sæti í Austurríki, Sviss og Grikklandi. Lagið hefur einnig verið í toppsætunum í Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Ástralíu. Á síðasta ári fór lagið í fyrsta sæti Billboard-listans í Bandaríkjunum í flokki „alternative“ tónlistar. Lagið náði gullsölu þar í landi eða yfir 500 þúsund seldum eintökum en það kom út í október í fyrra. Þá er lagið gríðarlega vinsælt í Úkraínu og hljómaði ótt og títt þegar Eurovisionkeppnin stóð þar yfir. Kaleo spilar á hinum ýmsu tónlistarhátíðum í Evrópu, Ameríku og Asíu þangað til Kaleo Express túrinn hefst seinna í haust. Dagskráin hjá bandinu er þétt skipuð og lítill tími til að gera annað en spila tónlist. Þó brá Jökull sér á Rammstein-tónleikana í Kórnum og skemmti sér vel. Hljómsveitin spilar í Bandaríkjunum á sex tónleikum áður en hún heilsar Evrópu þann 18. júní þegar Keleo spilar á Best kept secret hátíðinni í Hollandi. „Við verðum mikið að spila í Evrópu bæði í sumar og haust og mikil tilhlökkun í mönnum,“ segir Jökull. Birtist í Fréttablaðinu Kaleo Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Sjá meira
„Þetta eru auðvitað frábærar fréttir og skemmtilegt þar sem ég samdi lagið einmitt á Spáni fyrir nokkrum árum,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo, en lagið Way down we go trónir núna í efsta sæti vinsældalistans á Spáni. Lagið hefur verið vinsælt víða um Evrópu en auk Spánar fór lagið í fyrsta sæti í Austurríki, Sviss og Grikklandi. Lagið hefur einnig verið í toppsætunum í Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Ástralíu. Á síðasta ári fór lagið í fyrsta sæti Billboard-listans í Bandaríkjunum í flokki „alternative“ tónlistar. Lagið náði gullsölu þar í landi eða yfir 500 þúsund seldum eintökum en það kom út í október í fyrra. Þá er lagið gríðarlega vinsælt í Úkraínu og hljómaði ótt og títt þegar Eurovisionkeppnin stóð þar yfir. Kaleo spilar á hinum ýmsu tónlistarhátíðum í Evrópu, Ameríku og Asíu þangað til Kaleo Express túrinn hefst seinna í haust. Dagskráin hjá bandinu er þétt skipuð og lítill tími til að gera annað en spila tónlist. Þó brá Jökull sér á Rammstein-tónleikana í Kórnum og skemmti sér vel. Hljómsveitin spilar í Bandaríkjunum á sex tónleikum áður en hún heilsar Evrópu þann 18. júní þegar Keleo spilar á Best kept secret hátíðinni í Hollandi. „Við verðum mikið að spila í Evrópu bæði í sumar og haust og mikil tilhlökkun í mönnum,“ segir Jökull.
Birtist í Fréttablaðinu Kaleo Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Sjá meira