Líkur á að samkomulag náist fyrir vikulok Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. maí 2017 12:39 Frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri. Vísir/Pjetur Meiri líkur en minni eru á að samkomulag náist í kjaradeilu sjúkraflutningamanna fyrir vikulok, segir Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Bundnar eru vonir við að hægt verði að ljúka við gerð nýs kjarasamning á fundi þeirra með samninganefnd ríkisins næsta föstudag. „Menn eru bara áfram að vinna og stefna að því að gera kjarasamning fljótlega. Fundur okkar í gær gekk vel og skriður eru kominn á viðræðurnar,“ segir Valdimar í samtali við Vísi. „Ég held að þetta sé dagaspursmál,“ bætir hann við, aðspurður.Hætta á frekari uppsögnum Sjúkraflutningamenn hafa verið óánægðir með kjör sín og sögðu nær allir sjúkraflutningamenn hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi upp störfum vegna vanefnda fjármála- og efnahagsráðuneytisins við að ljúka vinnu við endurskoðun kjarasamninga. Þeir frestuðu hins vegar gildistöku uppsagna um eina viku þann 18. maí síðastliðinn, en uppsagnarfrestur þeirra er 28 dagar. Valdimar segir að allt kapp verði lagt á að ná samkomulagi til þess að koma í veg fyrir uppsagnir. „Það er á hreinu að við verðum að semja. Það eru bara ekki þessar uppsagnir heldur er hætta á fleirum ef menn fá ekki betri kjör,“ segir hann.Alvarleg staða uppi Byggðarráð Blönduósbæjar lýsti í síðustu viku yfir miklum áhyggjum af þeirri alvarlegu stöðu sem upp sé komin í sjúkraflutningsmálum og skoraði á velferðar- og fjármálaráðuneytið að ljúka við gerð kjarasamninga. „Mikilvægi sjúkraflutninga á Blönduósi er öllum ljóst, svæðið er stórt frá Kili í suðri út á Skagatá í norðri og þjóðvegur 1 liggur í gegnum svæðið. Það er afar mikilvægt fyrir íbúa og gesti svæðisins að ljúka þessu máli án tafar til að tryggja öryggi á svæðinu,“ segir í ályktun byggðarráðs. Blönduós Tengdar fréttir Sprenging í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna Tíu ferðamenn slösuðust í tveimur umferðarslysum um kvöldmatarleytið í gær. Sprenging varð í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna á síðasta ári og viðbúið er að fleiri muni slasast í ár. 16. maí 2017 20:30 Sjúkraflutningamenn að bugast undan álagi og fást ekki lengur til starfa Erfiðlega gengur að manna vaktir sjúkraflutningamanna á Hvolsvelli og þá gengur illa að fá nýja menn til starfa vegna kaupa þeirra og kjara. 16. maí 2017 19:34 Engir sjúkraflutningamenn eru staðsettir á Ólafsfirði Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands óskaði eftir því á bæjarráðsfundi Fjallabyggðar að bærinn setti á laggirnar tíu manna viðbragðssveit til að bregðast við því að engir sjúkraflutningamenn eru í bænum. 20. maí 2017 07:00 Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Meiri líkur en minni eru á að samkomulag náist í kjaradeilu sjúkraflutningamanna fyrir vikulok, segir Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Bundnar eru vonir við að hægt verði að ljúka við gerð nýs kjarasamning á fundi þeirra með samninganefnd ríkisins næsta föstudag. „Menn eru bara áfram að vinna og stefna að því að gera kjarasamning fljótlega. Fundur okkar í gær gekk vel og skriður eru kominn á viðræðurnar,“ segir Valdimar í samtali við Vísi. „Ég held að þetta sé dagaspursmál,“ bætir hann við, aðspurður.Hætta á frekari uppsögnum Sjúkraflutningamenn hafa verið óánægðir með kjör sín og sögðu nær allir sjúkraflutningamenn hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi upp störfum vegna vanefnda fjármála- og efnahagsráðuneytisins við að ljúka vinnu við endurskoðun kjarasamninga. Þeir frestuðu hins vegar gildistöku uppsagna um eina viku þann 18. maí síðastliðinn, en uppsagnarfrestur þeirra er 28 dagar. Valdimar segir að allt kapp verði lagt á að ná samkomulagi til þess að koma í veg fyrir uppsagnir. „Það er á hreinu að við verðum að semja. Það eru bara ekki þessar uppsagnir heldur er hætta á fleirum ef menn fá ekki betri kjör,“ segir hann.Alvarleg staða uppi Byggðarráð Blönduósbæjar lýsti í síðustu viku yfir miklum áhyggjum af þeirri alvarlegu stöðu sem upp sé komin í sjúkraflutningsmálum og skoraði á velferðar- og fjármálaráðuneytið að ljúka við gerð kjarasamninga. „Mikilvægi sjúkraflutninga á Blönduósi er öllum ljóst, svæðið er stórt frá Kili í suðri út á Skagatá í norðri og þjóðvegur 1 liggur í gegnum svæðið. Það er afar mikilvægt fyrir íbúa og gesti svæðisins að ljúka þessu máli án tafar til að tryggja öryggi á svæðinu,“ segir í ályktun byggðarráðs.
Blönduós Tengdar fréttir Sprenging í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna Tíu ferðamenn slösuðust í tveimur umferðarslysum um kvöldmatarleytið í gær. Sprenging varð í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna á síðasta ári og viðbúið er að fleiri muni slasast í ár. 16. maí 2017 20:30 Sjúkraflutningamenn að bugast undan álagi og fást ekki lengur til starfa Erfiðlega gengur að manna vaktir sjúkraflutningamanna á Hvolsvelli og þá gengur illa að fá nýja menn til starfa vegna kaupa þeirra og kjara. 16. maí 2017 19:34 Engir sjúkraflutningamenn eru staðsettir á Ólafsfirði Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands óskaði eftir því á bæjarráðsfundi Fjallabyggðar að bærinn setti á laggirnar tíu manna viðbragðssveit til að bregðast við því að engir sjúkraflutningamenn eru í bænum. 20. maí 2017 07:00 Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Sprenging í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna Tíu ferðamenn slösuðust í tveimur umferðarslysum um kvöldmatarleytið í gær. Sprenging varð í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna á síðasta ári og viðbúið er að fleiri muni slasast í ár. 16. maí 2017 20:30
Sjúkraflutningamenn að bugast undan álagi og fást ekki lengur til starfa Erfiðlega gengur að manna vaktir sjúkraflutningamanna á Hvolsvelli og þá gengur illa að fá nýja menn til starfa vegna kaupa þeirra og kjara. 16. maí 2017 19:34
Engir sjúkraflutningamenn eru staðsettir á Ólafsfirði Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands óskaði eftir því á bæjarráðsfundi Fjallabyggðar að bærinn setti á laggirnar tíu manna viðbragðssveit til að bregðast við því að engir sjúkraflutningamenn eru í bænum. 20. maí 2017 07:00
Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00