Guðni Th. um atburðinn í Manchester: Hryðjuverkamönnum má ekki takast ætlunarverk sitt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2017 20:50 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi Bretadrottningu samúðarkveðjur vegna hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í dag en hann segir mikilvægt að hryðjuverkamönnum takist ekki ætlunarverk sitt, sem er að skapa glundroða, ógn og ótta. Þetta kemur fram í viðtali við Guðna í kvöldfréttum Stöðvar 2 en sjá má viðtalið í spilaranum hér að ofan þegar rúmar sex og hálf mínúta er liðin af myndbandinu. Guðni segir að hugur allra hljóti að vera hjá þeim sem misst hafi ástvini og berjist nú fyrir lífi sínu í kjölfar árásarinnar en ekkert geti réttlætt slíkan atburð. „Eins og ég sagði í minni kveðju fyrir hönd íslensku þjóðarinnar tökum við fram að ekkert geti réttlætt hryðjuverk af þessu tagi og enginn sem reyni að réttlæta verknað af þessu tagi eigi skilið skjól í okkar samfélagi.“ „Svo sáum við líka hugrekki þeirra sem komu slösuðum til bjargar á svipstundu. Fólk sem opnaði heimili sín fyrir þeim sem þurftu á því að halda.“ „Ég held það sé mjög mikilvægt að við látum ekki það ætlunarverk hryðjuverkamanna takast að skapa glundroða, ógn og ótta. Það er markmiðið. Það er markmiðið að trufla hið daglega líf. Það er markmiðið að riðla samfélaginu og það megum við ekki láta gerast. Guðni segir að mikilvægt sé að tilfinningar sem upp komi í kjölfar slíkra árása ráði ekki för þegar ákveðið sé hvernig brugðist skuli við. Hafa verði í huga að réttindi borgara séu tryggð. „Maður fyllist reiði og vanmætti. En þannig tilfinningar mega ekki ráða gerðum okkar í framhaldinu. Við verðum að vera staðföst. Við verðum að leita allra leiða til þess að standa saman í því mikilvæga hlutverki að koma í veg fyrir að svona atburðir endurtaki sig. Hvað sem við gerum verðum við líka alltaf að hafa í huga að við eigum að virða mannréttindi þeirra sem hafa ekkert til saka unnið og hafa ekkert illt í hyggju.“ Forseti Íslands Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi Bretadrottningu samúðarkveðjur vegna hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í dag en hann segir mikilvægt að hryðjuverkamönnum takist ekki ætlunarverk sitt, sem er að skapa glundroða, ógn og ótta. Þetta kemur fram í viðtali við Guðna í kvöldfréttum Stöðvar 2 en sjá má viðtalið í spilaranum hér að ofan þegar rúmar sex og hálf mínúta er liðin af myndbandinu. Guðni segir að hugur allra hljóti að vera hjá þeim sem misst hafi ástvini og berjist nú fyrir lífi sínu í kjölfar árásarinnar en ekkert geti réttlætt slíkan atburð. „Eins og ég sagði í minni kveðju fyrir hönd íslensku þjóðarinnar tökum við fram að ekkert geti réttlætt hryðjuverk af þessu tagi og enginn sem reyni að réttlæta verknað af þessu tagi eigi skilið skjól í okkar samfélagi.“ „Svo sáum við líka hugrekki þeirra sem komu slösuðum til bjargar á svipstundu. Fólk sem opnaði heimili sín fyrir þeim sem þurftu á því að halda.“ „Ég held það sé mjög mikilvægt að við látum ekki það ætlunarverk hryðjuverkamanna takast að skapa glundroða, ógn og ótta. Það er markmiðið. Það er markmiðið að trufla hið daglega líf. Það er markmiðið að riðla samfélaginu og það megum við ekki láta gerast. Guðni segir að mikilvægt sé að tilfinningar sem upp komi í kjölfar slíkra árása ráði ekki för þegar ákveðið sé hvernig brugðist skuli við. Hafa verði í huga að réttindi borgara séu tryggð. „Maður fyllist reiði og vanmætti. En þannig tilfinningar mega ekki ráða gerðum okkar í framhaldinu. Við verðum að vera staðföst. Við verðum að leita allra leiða til þess að standa saman í því mikilvæga hlutverki að koma í veg fyrir að svona atburðir endurtaki sig. Hvað sem við gerum verðum við líka alltaf að hafa í huga að við eigum að virða mannréttindi þeirra sem hafa ekkert til saka unnið og hafa ekkert illt í hyggju.“
Forseti Íslands Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira