Skattstjórinn er enn í grunnskóla Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. maí 2017 20:00 Krakkar í sjötta og sjöunda bekk Salaskóla hafa stofnað bæjarfélag þar sem allir þurfa að fá sér vinnu, greiða skatta, kjósa og sinna daglegum störfum. Kaldur raunveruleikinn blasir snemma við krökkum í Salaskóla sem hafa komist að því að mishá laun fást fyrir misjöfn störf. Af laununum þarf að greiða skatta og hnippir lögreglan í óhlýðna. Í Bænum svokallaða hefur hver og einn sínu hlutverki að gegna. Bæjarstjórinn tekur á móti athugasemdum og passar að allir séu sáttir. Aron Jakobsson, bæjarstjóri, segir sitt hlutverk vera að sjá um bæinn, athuga hvort allt sé snyrtilegt og fínt, búa til hverfi og skoða pappíra. Hann segist vel geta hugsað sér að verða bæjarstjóri í framtíðinni. Þetta er í fyrsta skipti sem verkefnið er sett upp á Íslandi en hugmyndin kom upp eftir skólaheimsókn í Finnlandi. Undirbúningur hefur staðið yfir í fjórar vikur. „Þau eru búin að fara í gegnum hálfgert þema; námsefni núna í fjórar vikur sem undirbúning fyrir daginn. Fara yfir fjármálafræðslu, læra um mismunandi störf, reikna út hvað þau kosta, hvað séu skattar, hvað séu bankar, læra um mismunandi menntun fyrir mismunandi störf. Síðan sækja þau um starf og eru síðan mætt til að eyða deginum hér," segir Hrafnhildur Georgsdóttir, kennari sem meðal annars skipulagði daginn. Sum störf voru vinsælli en önnur og réðist áhuginn að miklu leyti eftir aldri. Peningarnir og góð laun virtust þó ekki heilla mest heldur hafði skemmtanagildið meiri áhrif. Höfðu krakkarnir í sjötta bekk mestan áhuga á þjónustustörfum líkt og vinnu í bakaríi eða Nettó þar sem auðvelt aðgengi er að namminu. Flestir í bænum virðast löghlýðnir borgarar en starfsmaður Ríkisskattstjóra segir þó einhverja mega standa sig betur. Aðspurð hvað verði um þá sem ekki greiði skatta segir Linda Björk skattstjóri að lögreglan muni eiga við þá orð. Krakkar Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Það er óákveðið“ Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Krakkar í sjötta og sjöunda bekk Salaskóla hafa stofnað bæjarfélag þar sem allir þurfa að fá sér vinnu, greiða skatta, kjósa og sinna daglegum störfum. Kaldur raunveruleikinn blasir snemma við krökkum í Salaskóla sem hafa komist að því að mishá laun fást fyrir misjöfn störf. Af laununum þarf að greiða skatta og hnippir lögreglan í óhlýðna. Í Bænum svokallaða hefur hver og einn sínu hlutverki að gegna. Bæjarstjórinn tekur á móti athugasemdum og passar að allir séu sáttir. Aron Jakobsson, bæjarstjóri, segir sitt hlutverk vera að sjá um bæinn, athuga hvort allt sé snyrtilegt og fínt, búa til hverfi og skoða pappíra. Hann segist vel geta hugsað sér að verða bæjarstjóri í framtíðinni. Þetta er í fyrsta skipti sem verkefnið er sett upp á Íslandi en hugmyndin kom upp eftir skólaheimsókn í Finnlandi. Undirbúningur hefur staðið yfir í fjórar vikur. „Þau eru búin að fara í gegnum hálfgert þema; námsefni núna í fjórar vikur sem undirbúning fyrir daginn. Fara yfir fjármálafræðslu, læra um mismunandi störf, reikna út hvað þau kosta, hvað séu skattar, hvað séu bankar, læra um mismunandi menntun fyrir mismunandi störf. Síðan sækja þau um starf og eru síðan mætt til að eyða deginum hér," segir Hrafnhildur Georgsdóttir, kennari sem meðal annars skipulagði daginn. Sum störf voru vinsælli en önnur og réðist áhuginn að miklu leyti eftir aldri. Peningarnir og góð laun virtust þó ekki heilla mest heldur hafði skemmtanagildið meiri áhrif. Höfðu krakkarnir í sjötta bekk mestan áhuga á þjónustustörfum líkt og vinnu í bakaríi eða Nettó þar sem auðvelt aðgengi er að namminu. Flestir í bænum virðast löghlýðnir borgarar en starfsmaður Ríkisskattstjóra segir þó einhverja mega standa sig betur. Aðspurð hvað verði um þá sem ekki greiði skatta segir Linda Björk skattstjóri að lögreglan muni eiga við þá orð.
Krakkar Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Það er óákveðið“ Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira