Innlent

Guðni sendir Vilborgu Örnu hamingjuóskir: "Staðfesta hennar og kraftur geti orðið öðrum fyrirmynd“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vilborg Arna komst upp á topp veraldar.
Vilborg Arna komst upp á topp veraldar. vilborg arna
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í dag hamingjuóskir til Vilborgar Örnu Gissurardóttir sem náð hefur því takmarki að klífa hæsta tind heims á Everestfjalli fyrst íslenskra kvenna.

Í kveðju sinni segir forseti meðal annars að með þessu mikla afreki hafi Vilborg Arna sýnt í verki hverju hægt sé að áorka með því að setja sér markmið og gefast ekki upp þótt á brattann sé að sækja. Staðfesta hennar og kraftur geti orðið öðrum fyrirmynd.

Vilborg Arna komst upp á topp Everest klukkan 3:15 að íslenskum tíma aðfaranótt sunnudags. Varð hún þar með sjöundi Íslendingurinn til þess að komast á topp hæsta fjall heims, og sem áður segir, fyrst íslenskra kvenna.

„Já, þetta er geðveikt, það er tryllt að vera hérna!“ var haft eftir Vilborgu Örnu, skömmu eftir að hún náði upp á topp.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×