Körfubolti

Þristaregn og sigurkarfa á ögurstundu hjá Boston | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Boston Celtics svaraði fyrir skellinn í leik tvö og vann leik þrjú á móti Cleveland Cavaliers í einvígi liðanna í úrslitum austurdeildar NBA í nótt. Boston hafði betur á heimavelli meistaranna, 111-108.

Boston-liðið var sjóðheitt fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum og skoraði í heildina 18 þriggja stiga körfur. Þær flestar gerði Marcus Smart sem setti sjö þrista í tíu tilraunum og skoraði í heildina 27 stig.

Mikilvægustu körfuna skoraði aftur á móti Avery Bradley. Hann setti niður sigurkörfu fyrir utan þriggja stiga línuna þegar 0,1 sekúnda var eftir af leiknum. Bradley setti þrjá þrista í átta tilranum og skoraði 20 stig.

Kyrie Irving var stigahæstur heimamanna með 29 stig en Kevin Love átti líka stórleik og skoraði 28 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst. LeBron James hafði hægt um stig og skoraði aðeins ellefu stig á 45 mínútum eftir að fara hamförum í leik tvö.

Sigurinn var augljóslega mikilvægur fyrir Boston-liðið sem flestir héldu að yrði sópað í sumarfrí eftir að tapa tvisvar sinnum illa á heimavelli í fyrstu tveimur leikjunum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×