Tillaga fjárlaganefndar Alþingis um að fresta fyrirhugaðri hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu og einnig hugmyndir að selja flugstöðina í Keflavík verða til umræðu í Víglínunni í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 12.20 í dag.
Einnig verður rætt um fund Ólafs Ólafssonar með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis auk fleiri mála.
Þá verður rætt um stöðuna á vinnumarkaði en umsóknum um atvinnuleyfi til útlendinga hefur fjölgað hratt og aldrei hafa verið jafn margar starfsmannaleigur hér á landi.
Gestir þáttarins verða Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar, Svandís Svavarsdóttir þingmaður Vinstri grænna, Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarflokks og Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður fjárlaganefndar Alþingis.
Innlent