Ófært hefur verið á topp Everest vegna veðurs.
Þetta er í þriðja sinn sem Vilborg reynir að komast á fjallið en hún reyndi það fyrst vorið 2014 og svo aftur vorið 2015.
Hún var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku þar sem hún sagði Everest vera ástríðu sína og hún hefði hugsað um þetta fjall í fimmtán ár.
Á Facebook síðu Vilborgar kemur fram að verið sé að meta næstu skref.