Veðurfræðingur um sumarbyrjun: „Það er enginn fimbulkuldi eða neitt þannig en það verður svolítið svalt norðan til“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 31. maí 2017 19:37 Sumar og sól í Nauthólsvík. Nú er bara að bíða og vona. Vísir/Anton Brink Fyrsti júní er handan við hornið og Íslendingar væntanlega farnir að grafa upp stuttbuxurnar, sundfötin og sólarolíuna. Vísir hafði samband við vakthafandi veðurfræðing, Hrafn Guðmundsson, og spurði hann út í sumarveðrið. Samkvæmt því samtali geta Norðlendingar lagt stuttbuxunum fyrstu vikuna í júní. „Það er enginn fimbulkuldi eða neitt þannig en það verður svolítið svalt norðan til,“ segir Hrafn og bendir jafnframt á að sunnlendingar sleppi þó vel við kuldann. Hrafn vill þó lítið tjá sig um sumarveðrið en segir þó að Veðurstofan geri yfirleitt árstíðarspá til að reyna að sjá fyrir komandi árstíð. Samkæmt árstíðarspá sem gerð var 12. maí síðastliðinn kemur fram að útlit sé fyrir að hiti verði yfir meðallagi yfir sumarmánuðina og úrkoma og loftþrýsingur verði nálægt meðaltali. Hrafn slær þó varnagla við þessa spá og segir að um grófa spá sé að ræða.Hungurdiskar og sumareinkunn maímánaðar„Fyrir nokkrum árum fór ég að búa til svona einkunn fyrir sumarið, gæðaeinkunn, sem byggist á hita, sólksyni og úrkomu og gef einkunn,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur þegar Vísir spyr hann út í sumarveðrið. Trausti er einn þeirra sem velt hefur veðurfari á Íslandi og sumarveðrinu fyrir sér og heldur hann úti blogginu Hungurdiskar. Á blogginu má finna nákvæmar greiningar og vangaveltur Trausta um íslenskt veðurfar. Trausti nefnir þó að ekki sé um spávettvang að ræða. Nýverið greindi Trausti frá sumareinkunn maímánaðar. Maí fær þar sjö stig af sextán og telst því í meðallagi góður. Trausti segir þó mikilvægt að muna að maí sé vormánuður en ekki sumarmánuður og því sé ekki hægt að búast við því að sumarið komi strax í maí. Aðspurður um nafnið á bloggsíðunni segir Trausti að Hungurdiskar sé vísun í ákveðna tekund af ís. „Það er ís sem lítur út eins og lummur eða pönnukökur og kemur þegar vatnsstraumur frýs. Matthías Jochumsson fann upp orðið og notaði það um hafísinn í almennari merkingu. Hafísinn er gjarnan tengdur hungri og vesæld. Ég nota það fyrst og fremst vegna þess að það er auðvelt að finna það á netinu og það er ekki notað yfir neitt annað,“ segir Trausti. Áhugasamir geta því fylgst með greiningu Trausta á sumarmánuðum inn á bloggi hans en einnig inn á facebookhópnum Hungurdiskar. Veður Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Fyrsti júní er handan við hornið og Íslendingar væntanlega farnir að grafa upp stuttbuxurnar, sundfötin og sólarolíuna. Vísir hafði samband við vakthafandi veðurfræðing, Hrafn Guðmundsson, og spurði hann út í sumarveðrið. Samkvæmt því samtali geta Norðlendingar lagt stuttbuxunum fyrstu vikuna í júní. „Það er enginn fimbulkuldi eða neitt þannig en það verður svolítið svalt norðan til,“ segir Hrafn og bendir jafnframt á að sunnlendingar sleppi þó vel við kuldann. Hrafn vill þó lítið tjá sig um sumarveðrið en segir þó að Veðurstofan geri yfirleitt árstíðarspá til að reyna að sjá fyrir komandi árstíð. Samkæmt árstíðarspá sem gerð var 12. maí síðastliðinn kemur fram að útlit sé fyrir að hiti verði yfir meðallagi yfir sumarmánuðina og úrkoma og loftþrýsingur verði nálægt meðaltali. Hrafn slær þó varnagla við þessa spá og segir að um grófa spá sé að ræða.Hungurdiskar og sumareinkunn maímánaðar„Fyrir nokkrum árum fór ég að búa til svona einkunn fyrir sumarið, gæðaeinkunn, sem byggist á hita, sólksyni og úrkomu og gef einkunn,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur þegar Vísir spyr hann út í sumarveðrið. Trausti er einn þeirra sem velt hefur veðurfari á Íslandi og sumarveðrinu fyrir sér og heldur hann úti blogginu Hungurdiskar. Á blogginu má finna nákvæmar greiningar og vangaveltur Trausta um íslenskt veðurfar. Trausti nefnir þó að ekki sé um spávettvang að ræða. Nýverið greindi Trausti frá sumareinkunn maímánaðar. Maí fær þar sjö stig af sextán og telst því í meðallagi góður. Trausti segir þó mikilvægt að muna að maí sé vormánuður en ekki sumarmánuður og því sé ekki hægt að búast við því að sumarið komi strax í maí. Aðspurður um nafnið á bloggsíðunni segir Trausti að Hungurdiskar sé vísun í ákveðna tekund af ís. „Það er ís sem lítur út eins og lummur eða pönnukökur og kemur þegar vatnsstraumur frýs. Matthías Jochumsson fann upp orðið og notaði það um hafísinn í almennari merkingu. Hafísinn er gjarnan tengdur hungri og vesæld. Ég nota það fyrst og fremst vegna þess að það er auðvelt að finna það á netinu og það er ekki notað yfir neitt annað,“ segir Trausti. Áhugasamir geta því fylgst með greiningu Trausta á sumarmánuðum inn á bloggi hans en einnig inn á facebookhópnum Hungurdiskar.
Veður Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira