Svekktir með Sigríði og segja tillöguna minnka traust á nýjum dómstól Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2017 14:51 Reimar Pétursson er formaður Lögmannafélagsins sem fer hörðum orðum í áliti sínu um tillögu dómsmálaráðherra. Stjórn Lögmannafélagsins segir það vonbrigði að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu samanborið við reynslu af dómsstörfum og raun beri vitni. Þetta kemur fram í afstöðu Lögmannafélagsins til rökstuðnings ráðherra vegna tillagna um skipan dómara við Landsrétt. Telur stjórnin embættisfærsluna síst til þess fallna að skapa nýjum dómstól það traust og veganesti sem nauðsynlegt sé í lýðræðisþjóðfélagi. Ingimar Ingason, framvkæmdastjóri Lögmannafélagsins, skrifar undir afstöðu félagsins fyrir hönd stjórnar.Lögmannafélagið Fundir á fundi ofan Tillaga ráðherra um fimmán dómara við nýtt millidómsstig, Landsrétt, er nú til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Umdeild er ákvörðun ráðherra að nýta sér lagaheimild og hrófla við tillögum sérstakrar nefndar sem mat hæfni umsækjenda og gaf þeim einkunn. Lagði nefndin til að þeir fimmtán sem skoruðu hæst yrðu tilnefndir til starfans. Ráðherra fór að tillögum nefndarinnar í ellefu tilfellum en skipti út fjórum af þeim sem dómnefnd mat hæfasta. Nefndin fundaði með ráðherra, formann Lögmannafélagsins, sérfræðingum í stjórnsýslurétti og fleirum í gær. Er enn fundað í dag, síðasta dag þingsins, en stefnt hafði verið að því að greidd yrðu atkvæði um málið í dag. Sjá einnig: Vantraust á ráðherra í burðarliðnum Lögmannafélagið vísar í minnisblað ráðherra sem gerði „reynslu af dómarastörfum“ hærra undir höfði en dómnefndin gerði. Var vægi þess þáttar því aukið frá því sem var í heildarmati dómnefndar, án frekari útskýringa. Ráðherra virðist því ekki gera athugasemdir við niðurstöður dómnefndar að öðru leyti. Ekki hægt að útskýra Eftir breytingar ráðherra á listanum standa sumir dómarar, sem voru samkvæmt dómnefndinni hæfari en aðrir dómarar, öðrum dómurum að baki. Hvernig ráðherra komst að þessari niðurstöðu er óútskýrt, væntanlega af því það er ekki hægt að útskýra, segir Lögmannafélagið. „Enn síður, hvernig framangreind „breyta“ verður þess valdandi að umsækjandi, sem var í 30. sæti samkvæmt mati dómnefndar, standi skyndilega umsækjanda í 7. sæti framar, svo dæmi sé tekið.“ Vísar Lögmannafélagið þar í þá staðreynd að Jón Finnbjörnsson héraðsdómari, sem var í 30. sæti á lista dómnefndar, er tilnefndur af ráðherra til embættisins. Aftur á móti hefur Eiríkur Jónsson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands sem var í 7. sæti dómnefndar, fallið af listanum. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vill fresta skipan dómara við Landsrétt Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd mun funda fram á kvöld. 30. maí 2017 19:19 Davíð Þór, Sigurður Tómas og Ragnheiður hæfust að mati nefndarinnar Þau Davíð Þór Björgvinsson, Sigurður Tómasson og Ragnheiður Harðardóttir voru metin hæfust í embætti dómara við Landsrétt af sérstakri hæfnisnefnd. 30. maí 2017 23:59 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Stjórn Lögmannafélagsins segir það vonbrigði að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu samanborið við reynslu af dómsstörfum og raun beri vitni. Þetta kemur fram í afstöðu Lögmannafélagsins til rökstuðnings ráðherra vegna tillagna um skipan dómara við Landsrétt. Telur stjórnin embættisfærsluna síst til þess fallna að skapa nýjum dómstól það traust og veganesti sem nauðsynlegt sé í lýðræðisþjóðfélagi. Ingimar Ingason, framvkæmdastjóri Lögmannafélagsins, skrifar undir afstöðu félagsins fyrir hönd stjórnar.Lögmannafélagið Fundir á fundi ofan Tillaga ráðherra um fimmán dómara við nýtt millidómsstig, Landsrétt, er nú til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Umdeild er ákvörðun ráðherra að nýta sér lagaheimild og hrófla við tillögum sérstakrar nefndar sem mat hæfni umsækjenda og gaf þeim einkunn. Lagði nefndin til að þeir fimmtán sem skoruðu hæst yrðu tilnefndir til starfans. Ráðherra fór að tillögum nefndarinnar í ellefu tilfellum en skipti út fjórum af þeim sem dómnefnd mat hæfasta. Nefndin fundaði með ráðherra, formann Lögmannafélagsins, sérfræðingum í stjórnsýslurétti og fleirum í gær. Er enn fundað í dag, síðasta dag þingsins, en stefnt hafði verið að því að greidd yrðu atkvæði um málið í dag. Sjá einnig: Vantraust á ráðherra í burðarliðnum Lögmannafélagið vísar í minnisblað ráðherra sem gerði „reynslu af dómarastörfum“ hærra undir höfði en dómnefndin gerði. Var vægi þess þáttar því aukið frá því sem var í heildarmati dómnefndar, án frekari útskýringa. Ráðherra virðist því ekki gera athugasemdir við niðurstöður dómnefndar að öðru leyti. Ekki hægt að útskýra Eftir breytingar ráðherra á listanum standa sumir dómarar, sem voru samkvæmt dómnefndinni hæfari en aðrir dómarar, öðrum dómurum að baki. Hvernig ráðherra komst að þessari niðurstöðu er óútskýrt, væntanlega af því það er ekki hægt að útskýra, segir Lögmannafélagið. „Enn síður, hvernig framangreind „breyta“ verður þess valdandi að umsækjandi, sem var í 30. sæti samkvæmt mati dómnefndar, standi skyndilega umsækjanda í 7. sæti framar, svo dæmi sé tekið.“ Vísar Lögmannafélagið þar í þá staðreynd að Jón Finnbjörnsson héraðsdómari, sem var í 30. sæti á lista dómnefndar, er tilnefndur af ráðherra til embættisins. Aftur á móti hefur Eiríkur Jónsson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands sem var í 7. sæti dómnefndar, fallið af listanum.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vill fresta skipan dómara við Landsrétt Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd mun funda fram á kvöld. 30. maí 2017 19:19 Davíð Þór, Sigurður Tómas og Ragnheiður hæfust að mati nefndarinnar Þau Davíð Þór Björgvinsson, Sigurður Tómasson og Ragnheiður Harðardóttir voru metin hæfust í embætti dómara við Landsrétt af sérstakri hæfnisnefnd. 30. maí 2017 23:59 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Vill fresta skipan dómara við Landsrétt Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd mun funda fram á kvöld. 30. maí 2017 19:19
Davíð Þór, Sigurður Tómas og Ragnheiður hæfust að mati nefndarinnar Þau Davíð Þór Björgvinsson, Sigurður Tómasson og Ragnheiður Harðardóttir voru metin hæfust í embætti dómara við Landsrétt af sérstakri hæfnisnefnd. 30. maí 2017 23:59