Ragga Gísla semur og flytur Þjóðhátíðarlagið Stefán Þór Hjartarson skrifar 31. maí 2017 10:45 Ragga Gísla er fyrsta konan til að semja og flytja Þjóðhátíðarlagið og segir hún það mikinn heiður. Vísir/Eyþór Þjóðhátíðarlagið í ár semur og flytur engin önnur en Ragga okkar Gísla og er hún þar með fyrsta konan sem verður þess heiðurs aðnjótandi að semja þetta blessaða lag. Aðspurð segir Ragga þetta vera mikinn heiður og hún segist ákaflega stolt af verkefninu.En hvernig semur maður Þjóðhátíðarlag? „Ég hef náttúrulega svo oft verið á Þjóðhátíð – bæði sem gestur og skemmtikraftur. Þetta er auðvitað ákveðin stemming og lífsreynsla sem getur verið algjörlega guðdómleg, eins og til dæmis stemmingin í brekkunni á kvöldin þegar brekkudagskráin hefst, það er alveg eitthvað einstakt við það á þessum stað. Það er svolítið vandasamt að gera svona lag að því leyti að þetta þarf að vera lag sem fólk getur sungið með um leið og það heyrir það í fyrsta sinn. Það sem mér finnst mikilvægast í þessu er að það er gaman að gera þetta. Bræðurnir Logi og Unnsteinn [Stefánssynir] taka þetta upp og vinna þetta með mér og það er bara alveg einstaklega gott að vinna með þeim mönnum. Þeir eru alveg yndislegir frá a til ö og hrikalega flinkir. Þetta er bara gaman, eins og er algjörlega lýsandi fyrir Þjóðhátíð,“ segir Ragga. Auk þess að fá með sér Loga og Unnstein fékk hún Braga Valdimar Skúlason með sér til að semja textann við lagið, sem hún segir að sé alveg óborganlegur.Bragi Valdimar segir það mikilvægt að hægt sé að syngja textann við Þjóðhátíðarlag eftir nokkra. Vísir/Anton BrinkÓlgan í iðrum eyjunnar yrkisefnið „Ragga bað mig um að gera texta og ég var náttúrulega bara æstur í það, enda vil ég allt fyrir hana að gera – og Þjóðhátíð líka. Það voru nú engar djúpar ljóðrænar pælingar í gangi, en þetta er óður til eyjunnar. Þetta hefur nú oft verið ort til dalsins og tjaldanna en núna erum við kannski komin aðeins undir yfirborðið, þessi ólga sem er í iðrum jarðar og gefur kraftinn og allt þetta, svona ef maður á að vera með miklar meiningar. Annars er þetta bara svona hvatningaróp til að koma saman og hafa gaman,“ segir Bragi Valdimar textahöfundur um það hvað sé nú eiginlega meining ljóðsins sem hann sauð saman við þetta tilefni.Skyldi það vera eitthvað sérstakt sem þarf að hafa í huga þegar Þjóðhátíðarlag er samið? „Ég veit það ekki – maður setur sig náttúrulega í einhverjar ákveðnar stellingar og reynir að draga eitthvað út úr laginu. Þetta er blanda af angurværð og góðu stuði. Ég reyndi líka að forðast helstu klisjurnar og það er ekkert minnst á dalinn, ég biðst velvirðingar á því,“ segir Bragi. Hann segist ekki hafa sveipað sig regnkápu eða rifið í sig lunda á meðan hann ritaði þennan óð til Þjóðhátíðar en sagði þó að það ætti að vera hægt að syngja textann þó að maður væri búinn að fá sér nokkra, sem er jú mikilvægt í brekkunni. Tengdar fréttir Tveimur konum bætt við dagskrá Þjóðhátíðar í ár Sylvía Erlu og Röggu Gísla bætt við dagskránna. Það verða því þrjár konur sem verða á sviði Þjóðhátíðar í ár. 6. júlí 2016 14:53 „Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?“ Tvær konur hafa komið að því að semja þjóðhátíðarlag frá árinu 1933. Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir að leitað sé til vinsælustu listamanna hverju sinni. 25. febrúar 2016 14:15 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Þjóðhátíðarlagið í ár semur og flytur engin önnur en Ragga okkar Gísla og er hún þar með fyrsta konan sem verður þess heiðurs aðnjótandi að semja þetta blessaða lag. Aðspurð segir Ragga þetta vera mikinn heiður og hún segist ákaflega stolt af verkefninu.En hvernig semur maður Þjóðhátíðarlag? „Ég hef náttúrulega svo oft verið á Þjóðhátíð – bæði sem gestur og skemmtikraftur. Þetta er auðvitað ákveðin stemming og lífsreynsla sem getur verið algjörlega guðdómleg, eins og til dæmis stemmingin í brekkunni á kvöldin þegar brekkudagskráin hefst, það er alveg eitthvað einstakt við það á þessum stað. Það er svolítið vandasamt að gera svona lag að því leyti að þetta þarf að vera lag sem fólk getur sungið með um leið og það heyrir það í fyrsta sinn. Það sem mér finnst mikilvægast í þessu er að það er gaman að gera þetta. Bræðurnir Logi og Unnsteinn [Stefánssynir] taka þetta upp og vinna þetta með mér og það er bara alveg einstaklega gott að vinna með þeim mönnum. Þeir eru alveg yndislegir frá a til ö og hrikalega flinkir. Þetta er bara gaman, eins og er algjörlega lýsandi fyrir Þjóðhátíð,“ segir Ragga. Auk þess að fá með sér Loga og Unnstein fékk hún Braga Valdimar Skúlason með sér til að semja textann við lagið, sem hún segir að sé alveg óborganlegur.Bragi Valdimar segir það mikilvægt að hægt sé að syngja textann við Þjóðhátíðarlag eftir nokkra. Vísir/Anton BrinkÓlgan í iðrum eyjunnar yrkisefnið „Ragga bað mig um að gera texta og ég var náttúrulega bara æstur í það, enda vil ég allt fyrir hana að gera – og Þjóðhátíð líka. Það voru nú engar djúpar ljóðrænar pælingar í gangi, en þetta er óður til eyjunnar. Þetta hefur nú oft verið ort til dalsins og tjaldanna en núna erum við kannski komin aðeins undir yfirborðið, þessi ólga sem er í iðrum jarðar og gefur kraftinn og allt þetta, svona ef maður á að vera með miklar meiningar. Annars er þetta bara svona hvatningaróp til að koma saman og hafa gaman,“ segir Bragi Valdimar textahöfundur um það hvað sé nú eiginlega meining ljóðsins sem hann sauð saman við þetta tilefni.Skyldi það vera eitthvað sérstakt sem þarf að hafa í huga þegar Þjóðhátíðarlag er samið? „Ég veit það ekki – maður setur sig náttúrulega í einhverjar ákveðnar stellingar og reynir að draga eitthvað út úr laginu. Þetta er blanda af angurværð og góðu stuði. Ég reyndi líka að forðast helstu klisjurnar og það er ekkert minnst á dalinn, ég biðst velvirðingar á því,“ segir Bragi. Hann segist ekki hafa sveipað sig regnkápu eða rifið í sig lunda á meðan hann ritaði þennan óð til Þjóðhátíðar en sagði þó að það ætti að vera hægt að syngja textann þó að maður væri búinn að fá sér nokkra, sem er jú mikilvægt í brekkunni.
Tengdar fréttir Tveimur konum bætt við dagskrá Þjóðhátíðar í ár Sylvía Erlu og Röggu Gísla bætt við dagskránna. Það verða því þrjár konur sem verða á sviði Þjóðhátíðar í ár. 6. júlí 2016 14:53 „Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?“ Tvær konur hafa komið að því að semja þjóðhátíðarlag frá árinu 1933. Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir að leitað sé til vinsælustu listamanna hverju sinni. 25. febrúar 2016 14:15 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Tveimur konum bætt við dagskrá Þjóðhátíðar í ár Sylvía Erlu og Röggu Gísla bætt við dagskránna. Það verða því þrjár konur sem verða á sviði Þjóðhátíðar í ár. 6. júlí 2016 14:53
„Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?“ Tvær konur hafa komið að því að semja þjóðhátíðarlag frá árinu 1933. Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir að leitað sé til vinsælustu listamanna hverju sinni. 25. febrúar 2016 14:15