Lögreglan var tilbúin að rýma hverfið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. maí 2017 09:57 Mikill eldur logaði, og sömuleiðis lagði mikinn reyk frá húsnæðinu. mynd/lögreglan á norðurlandi eystra Lögreglan var með mikinn viðbúnað við Goðanes á Akureyri í nótt vegna elds sem kom upp í stórri verksmiðju plastbátasmiðjunnar Seigs. Óttast var um tíma að rýma þyrfti Síðuhverfi þegar eitraðan reyk tók að leggja í átt að bænum, en reykurinn steig upp á við áður en til þess kom. Líklega er um altjón að ræða. Jóhannes Sigfússon, varðstjóri á Akureyri, segir að lögreglan hafi lokað öllum nærliggjandi götum í nótt og í framhaldinu búið sig undir rýmingu. Fyrsta skrefið var að tilkynna fólki á Facebook um eldsvoðann og hvetja það til þess að loka gluggum og hækka í kyndingu. „Síðan setti ég upp reykvakt þannig að það voru lögreglumenn á nokkrum stöðum í því hverfi bæjarins þar sem reykurinn fór yfir og gáði að því hvort reykurinn kæmi niður og legðist yfir íbúabúðina. Það lét nú nærri á tímabili,“ segir Jóhannes. Smáskilaboð hafi verið næsta skref. „Þá vorum við tilbúnir með það að senda neyðar-sms, þannig að það færi sama sms-ið á alla síma sem tengdust inn á viðkomandi möstur, og fólki ráðlagt þetta sama; að loka híbýlum sínum og auka kyndinguna.“ Lokaúrræðið hafi verið að vekja fólk með sírenum: „Til þrautavara vorum við tilbúnir til að keyra hreinlega um hverfið með sírenur og hátalarakerfi lögreglubílanna í gangi til þess að vekja fólkið, því klukkan var um eitt og flestir komnir til náða þegar þetta var.“ Húsið er hátt í tvö þúsund metrar og er í iðnaðarhverfinu við Goðanes 12. Útkallið barst laust fyrir klukkan eitt í nótt en þegar slökkvilið bar að garði var húsið nánast alelda en í því var mikið af eldfimum plastefnum og gaskútar. Jóhann Þór Jónsson slökkviliðsmaður segir slökkviliðið hafa verið meðvitað um hættuna á staðnum. „Þannig að við sendum enga reykkafara inn í húsið eða svoleiðis. Þetta var bara allt utan frá – slökkvistarf fór eingöngu fram utanhúss,“ segir hann. Eldsupptök eru enn sem komið er ókunn en lögreglan á Akureyri fer með rannsókn málsins.mynd/lögreglan á norðurlandi eystramynd/lögreglan á norðurlandi eystramynd/lögreglan á norðurlandi eystra Tengdar fréttir Mikið tjón í stórbruna á Akureyri Tugmilljóna tjón varð í nótt þegar tvö þúsund fermetra háreist verksmiðjuhús plastbátasmiðjunnar Seigs að Goðanesi 12 á Akureyri brann nánast til kaldra kola og eru slökkviliðsmenn enn að slökkva í glæðum. 31. maí 2017 07:07 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Lögreglan var með mikinn viðbúnað við Goðanes á Akureyri í nótt vegna elds sem kom upp í stórri verksmiðju plastbátasmiðjunnar Seigs. Óttast var um tíma að rýma þyrfti Síðuhverfi þegar eitraðan reyk tók að leggja í átt að bænum, en reykurinn steig upp á við áður en til þess kom. Líklega er um altjón að ræða. Jóhannes Sigfússon, varðstjóri á Akureyri, segir að lögreglan hafi lokað öllum nærliggjandi götum í nótt og í framhaldinu búið sig undir rýmingu. Fyrsta skrefið var að tilkynna fólki á Facebook um eldsvoðann og hvetja það til þess að loka gluggum og hækka í kyndingu. „Síðan setti ég upp reykvakt þannig að það voru lögreglumenn á nokkrum stöðum í því hverfi bæjarins þar sem reykurinn fór yfir og gáði að því hvort reykurinn kæmi niður og legðist yfir íbúabúðina. Það lét nú nærri á tímabili,“ segir Jóhannes. Smáskilaboð hafi verið næsta skref. „Þá vorum við tilbúnir með það að senda neyðar-sms, þannig að það færi sama sms-ið á alla síma sem tengdust inn á viðkomandi möstur, og fólki ráðlagt þetta sama; að loka híbýlum sínum og auka kyndinguna.“ Lokaúrræðið hafi verið að vekja fólk með sírenum: „Til þrautavara vorum við tilbúnir til að keyra hreinlega um hverfið með sírenur og hátalarakerfi lögreglubílanna í gangi til þess að vekja fólkið, því klukkan var um eitt og flestir komnir til náða þegar þetta var.“ Húsið er hátt í tvö þúsund metrar og er í iðnaðarhverfinu við Goðanes 12. Útkallið barst laust fyrir klukkan eitt í nótt en þegar slökkvilið bar að garði var húsið nánast alelda en í því var mikið af eldfimum plastefnum og gaskútar. Jóhann Þór Jónsson slökkviliðsmaður segir slökkviliðið hafa verið meðvitað um hættuna á staðnum. „Þannig að við sendum enga reykkafara inn í húsið eða svoleiðis. Þetta var bara allt utan frá – slökkvistarf fór eingöngu fram utanhúss,“ segir hann. Eldsupptök eru enn sem komið er ókunn en lögreglan á Akureyri fer með rannsókn málsins.mynd/lögreglan á norðurlandi eystramynd/lögreglan á norðurlandi eystramynd/lögreglan á norðurlandi eystra
Tengdar fréttir Mikið tjón í stórbruna á Akureyri Tugmilljóna tjón varð í nótt þegar tvö þúsund fermetra háreist verksmiðjuhús plastbátasmiðjunnar Seigs að Goðanesi 12 á Akureyri brann nánast til kaldra kola og eru slökkviliðsmenn enn að slökkva í glæðum. 31. maí 2017 07:07 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Mikið tjón í stórbruna á Akureyri Tugmilljóna tjón varð í nótt þegar tvö þúsund fermetra háreist verksmiðjuhús plastbátasmiðjunnar Seigs að Goðanesi 12 á Akureyri brann nánast til kaldra kola og eru slökkviliðsmenn enn að slökkva í glæðum. 31. maí 2017 07:07