Seðlabankinn ætti að fá nýtt markmið Lars Christensen skrifar 31. maí 2017 07:00 Í síðustu viku gagnrýndi ég harðlega þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti þar sem ég tel að það muni aðeins bæta olíu á eldinn í því sem gæti vel reynst vera ósjálfbær „bóla“. En þótt á því leiki enginn vafi að ég telji að þörf sé á hertari en ekki lausbeislaðri peningamálastefnu á Íslandi núna þá tel ég mikilvægara að ræða ramma peningamálastefnunnar. Ég er eindregið fylgjandi því að seðlabankar fylgi reglum í stað þess að framfylgja peningamálastefnu á ófyrirsjáanlegan og valkvæðan hátt. Ég hef hins vegar miklar efasemdir um að Seðlabankinn ætti að hafa verðbólgu sem markmið sitt. Frá mánuði til mánaðar eða frá ári til árs er verðbólgan knúin áfram af framboðsþáttum (til dæmis innflutningsverði eða framleiðni) og eftirspurnarþáttum. Seðlabankinn hefur í raun fulla stjórn á eftirspurnarhlið hagkerfisins (ef hann vill) en enga stjórn á framboðshlið hagkerfisins. Þar af leiðandi er það frekar heimskulegt að neyða Seðlabankann til að standa skil á markmiði sem hann hefur ekki fulla stjórn á – að minnsta kosti til skamms tíma. Með öðrum orðum hefur Seðlabankinn markmið um 2,5% verðbólgu sem er mæld með neysluverðsvísitölu. En vandamálið er að þar sem Íslendingar flytja inn mestan hluta neysluvara sinna er hætt við að verðbólgan, eins og hún mælist með neysluvísitölunni, sveiflist upp og niður með innflutningsverðinu og þar með genginu. Seðlabankinn getur í meginatriðum stjórnað því en ef hann gerði það myndi það þýða að bankinn þyrfti að bregðast við framboðsrykkjum, en það gæti varla talist góð stefna. Tillaga mín væri því að breyta markmiði Seðlabankans yfir í markmið um nafneftirspurn í hagkerfinu. Þetta gæti verið markmið um peningaframboð eða nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Báðar þessar leiðir hafa hins vegar sína vankanta og þess vegna myndi ég mæla með markmiði um nafnvirði launahækkana á Íslandi.Til meðallangs og lengri tíma yrði það það sama og verðbólgumarkmið en til skamms tíma væri það öðruvísi og myndi greinilega draga úr hættunni á bólumyndun. Ef allt væri eins og best yrði á kosið ætti Seðlabankinn að hafa markmið um nafnlaunahækkun sem væri summan af langtíma framleiðniaukningu og 2,5% verðbólgu. Ef við gerum ráð fyrir 2,5% framleiðniaukningu og 2,5% verðbólgu myndi það fela í sér markmið um 5% nafnlaunahækkun. Línuritið sýnir þessar mælingar síðan 2011 (tímabilið eftir kreppuna). Við sjáum að ef við lítum á verðstigið hefur Seðlabankinn skotið yfir markið hvað verðbólgumarkmiðið varðar síðan 2011. En það er jafnvel enn verra ef við lítum á nafnlaunastigið (leiðrétt miðað við 2,5% framleiðniaukningu á ári). Og þetta er það sem ég er að meina. Ef við lítum á neysluverðsvísitöluna þá getur verðbólgan enn verið undir markmiðinu á en eftirspurnarþrýstingurinn veldur meiri áhyggjum og hann segir okkur að skörp verðbólguhækkun gæti verið handan við hornið. En aðalmálið er ekki hvernig Seðlabankinn ætti að bregðast við þessu heldur það að við þurfum að breyta markmiði Seðlabankans og það fyrr en seinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Markaðir Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Í síðustu viku gagnrýndi ég harðlega þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti þar sem ég tel að það muni aðeins bæta olíu á eldinn í því sem gæti vel reynst vera ósjálfbær „bóla“. En þótt á því leiki enginn vafi að ég telji að þörf sé á hertari en ekki lausbeislaðri peningamálastefnu á Íslandi núna þá tel ég mikilvægara að ræða ramma peningamálastefnunnar. Ég er eindregið fylgjandi því að seðlabankar fylgi reglum í stað þess að framfylgja peningamálastefnu á ófyrirsjáanlegan og valkvæðan hátt. Ég hef hins vegar miklar efasemdir um að Seðlabankinn ætti að hafa verðbólgu sem markmið sitt. Frá mánuði til mánaðar eða frá ári til árs er verðbólgan knúin áfram af framboðsþáttum (til dæmis innflutningsverði eða framleiðni) og eftirspurnarþáttum. Seðlabankinn hefur í raun fulla stjórn á eftirspurnarhlið hagkerfisins (ef hann vill) en enga stjórn á framboðshlið hagkerfisins. Þar af leiðandi er það frekar heimskulegt að neyða Seðlabankann til að standa skil á markmiði sem hann hefur ekki fulla stjórn á – að minnsta kosti til skamms tíma. Með öðrum orðum hefur Seðlabankinn markmið um 2,5% verðbólgu sem er mæld með neysluverðsvísitölu. En vandamálið er að þar sem Íslendingar flytja inn mestan hluta neysluvara sinna er hætt við að verðbólgan, eins og hún mælist með neysluvísitölunni, sveiflist upp og niður með innflutningsverðinu og þar með genginu. Seðlabankinn getur í meginatriðum stjórnað því en ef hann gerði það myndi það þýða að bankinn þyrfti að bregðast við framboðsrykkjum, en það gæti varla talist góð stefna. Tillaga mín væri því að breyta markmiði Seðlabankans yfir í markmið um nafneftirspurn í hagkerfinu. Þetta gæti verið markmið um peningaframboð eða nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Báðar þessar leiðir hafa hins vegar sína vankanta og þess vegna myndi ég mæla með markmiði um nafnvirði launahækkana á Íslandi.Til meðallangs og lengri tíma yrði það það sama og verðbólgumarkmið en til skamms tíma væri það öðruvísi og myndi greinilega draga úr hættunni á bólumyndun. Ef allt væri eins og best yrði á kosið ætti Seðlabankinn að hafa markmið um nafnlaunahækkun sem væri summan af langtíma framleiðniaukningu og 2,5% verðbólgu. Ef við gerum ráð fyrir 2,5% framleiðniaukningu og 2,5% verðbólgu myndi það fela í sér markmið um 5% nafnlaunahækkun. Línuritið sýnir þessar mælingar síðan 2011 (tímabilið eftir kreppuna). Við sjáum að ef við lítum á verðstigið hefur Seðlabankinn skotið yfir markið hvað verðbólgumarkmiðið varðar síðan 2011. En það er jafnvel enn verra ef við lítum á nafnlaunastigið (leiðrétt miðað við 2,5% framleiðniaukningu á ári). Og þetta er það sem ég er að meina. Ef við lítum á neysluverðsvísitöluna þá getur verðbólgan enn verið undir markmiðinu á en eftirspurnarþrýstingurinn veldur meiri áhyggjum og hann segir okkur að skörp verðbólguhækkun gæti verið handan við hornið. En aðalmálið er ekki hvernig Seðlabankinn ætti að bregðast við þessu heldur það að við þurfum að breyta markmiði Seðlabankans og það fyrr en seinna.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun