Einn hinna handteknu ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júní 2017 13:45 Frá vettvangi í Mosfellsdal á miðvikudagskvöld. vísir/eyþór Sveinn Gestur Tryggvason, einn hinna sex sem grunaðir eru um aðild að manndrápi í Mosfellsdal á miðvikudagskvöld, sætir ákæru vegna stórfellds fíkniefnabrots á árinu 2014. Ákæran var gefin út í október í fyrra en aðalmeðferð málsins mun fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember næstkomandi. Ákæran er ítarleg og í mörgum hlutum en alls voru níu manns ákærðir fyrir meðal annars stórfelld fíkniefnalagabrot og/eða brot á tolla-og lyfjalögum. Sveinn Gestur er ákærður í 3. og 4. hluta ákærunnar. Annars vegar sætir hann ákæru fyrir að hafa tekið við tæplega hálfu kílói af kókaíni á hóteli við Þórsgötu í miðbæ Reykjavíkur í nóvember 2014. Annar maður var einnig ákærður fyrir aðild að þessu broti, það er fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutninginn, en hann er látinn. Hins vegar er Sveinn Gestur ákærður fyrir fíkniefnalagabrot fyrir að hafa haft í fórum sínum 0,05 grömm af ecstacy og 0,06 grömm af kókaíni sem lögregla fann við húsleit á heimili hans daginn eftir að hann var handtekinn á hótelinu í miðbænum. Árið 2012 var Sveinn dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára fyrir tvær líkamsárásir sem hann framdi árið 2013. Sveinn Gestur var náinn vinur Arnars Jónssonar Aspar sem lést á miðvikudagskvöld eftir að hafa orðið fyrir hrottalegri árás af hendi Sveins og fimm annarra við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal.Frá því var greint í Fréttablaðinu í dag að Sveinn hafi hringt á Neyðarlínuna, kynnt sig með nafni og tilkynnt að senda þyrfti sjúkrabíl að Æsustöðum. Í símtalinu heyrist þegar Sveinn leggur símann frá sér og öskrar ókvæðisorð að Arnari um fíkniefnaskuld sem lá þá meðvitundarlaus á jörðinni. Sveinn Gestur var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. júní. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Kaldrifjuð líkamsárás endaði í morði Fjölskylda unnustu Arnars Jónssonar Aspar, sem var myrtur við heimili sitt á miðvikudag, gagnrýnir að hún hafi enga áfallahjálp fengið. Unnustan og aðrir fjölskyldumeðlimir urðu vitni að hrottafenginni árás sex manns sem leiddi til dauða Arnars. 8. júní 2017 23:45 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Sveinn Gestur Tryggvason, einn hinna sex sem grunaðir eru um aðild að manndrápi í Mosfellsdal á miðvikudagskvöld, sætir ákæru vegna stórfellds fíkniefnabrots á árinu 2014. Ákæran var gefin út í október í fyrra en aðalmeðferð málsins mun fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember næstkomandi. Ákæran er ítarleg og í mörgum hlutum en alls voru níu manns ákærðir fyrir meðal annars stórfelld fíkniefnalagabrot og/eða brot á tolla-og lyfjalögum. Sveinn Gestur er ákærður í 3. og 4. hluta ákærunnar. Annars vegar sætir hann ákæru fyrir að hafa tekið við tæplega hálfu kílói af kókaíni á hóteli við Þórsgötu í miðbæ Reykjavíkur í nóvember 2014. Annar maður var einnig ákærður fyrir aðild að þessu broti, það er fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutninginn, en hann er látinn. Hins vegar er Sveinn Gestur ákærður fyrir fíkniefnalagabrot fyrir að hafa haft í fórum sínum 0,05 grömm af ecstacy og 0,06 grömm af kókaíni sem lögregla fann við húsleit á heimili hans daginn eftir að hann var handtekinn á hótelinu í miðbænum. Árið 2012 var Sveinn dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára fyrir tvær líkamsárásir sem hann framdi árið 2013. Sveinn Gestur var náinn vinur Arnars Jónssonar Aspar sem lést á miðvikudagskvöld eftir að hafa orðið fyrir hrottalegri árás af hendi Sveins og fimm annarra við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal.Frá því var greint í Fréttablaðinu í dag að Sveinn hafi hringt á Neyðarlínuna, kynnt sig með nafni og tilkynnt að senda þyrfti sjúkrabíl að Æsustöðum. Í símtalinu heyrist þegar Sveinn leggur símann frá sér og öskrar ókvæðisorð að Arnari um fíkniefnaskuld sem lá þá meðvitundarlaus á jörðinni. Sveinn Gestur var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. júní.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Kaldrifjuð líkamsárás endaði í morði Fjölskylda unnustu Arnars Jónssonar Aspar, sem var myrtur við heimili sitt á miðvikudag, gagnrýnir að hún hafi enga áfallahjálp fengið. Unnustan og aðrir fjölskyldumeðlimir urðu vitni að hrottafenginni árás sex manns sem leiddi til dauða Arnars. 8. júní 2017 23:45 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Kaldrifjuð líkamsárás endaði í morði Fjölskylda unnustu Arnars Jónssonar Aspar, sem var myrtur við heimili sitt á miðvikudag, gagnrýnir að hún hafi enga áfallahjálp fengið. Unnustan og aðrir fjölskyldumeðlimir urðu vitni að hrottafenginni árás sex manns sem leiddi til dauða Arnars. 8. júní 2017 23:45