9.300 starfsmenn Volkswagen taka snemmbúnu eftirlaunatilboði Finnur Thorlacius skrifar 9. júní 2017 10:54 Talsverð fækkun verður í fjölda starfsfólks Volkswagen í kjölfarið. Volkswagen hefur boðið því starfsfólki sínu sem fætt er á árunum 1955 til 1960 að hætta fyrr hjá fyrirtækinu og þiggja fyrir vikið betri eftirlaun. Er þetta liður í því að fækka starfsfólki og auka framleiðni hjá Volkswagen og hefur fyrirtækið nefnd áætlun sína “Transform 2025+”. Með þessari áætlun er meiningin að auka framleiðni um 25%. Nú þegar hafa 9.300 starfsmenn tekið þessu tilboði Volkswagen, en starfsfólk hefur frest til 31. júlí að taka þessu tilboði og því getur enn fjölgað verulega í þessum hópi. Þetta starfsfólk er á aldrinum 57 til 62 ára, svo í dæmi þeirra er um fremur snemmbúinn eftirlaunaaldur að ræða. Ekki er loku fyrir það skotið að sumir þeirra geti hugsað sér að ráða sig í önnur störf eftir starfið hjá Volkswagen og drýgja með því tekjurnar. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent
Volkswagen hefur boðið því starfsfólki sínu sem fætt er á árunum 1955 til 1960 að hætta fyrr hjá fyrirtækinu og þiggja fyrir vikið betri eftirlaun. Er þetta liður í því að fækka starfsfólki og auka framleiðni hjá Volkswagen og hefur fyrirtækið nefnd áætlun sína “Transform 2025+”. Með þessari áætlun er meiningin að auka framleiðni um 25%. Nú þegar hafa 9.300 starfsmenn tekið þessu tilboði Volkswagen, en starfsfólk hefur frest til 31. júlí að taka þessu tilboði og því getur enn fjölgað verulega í þessum hópi. Þetta starfsfólk er á aldrinum 57 til 62 ára, svo í dæmi þeirra er um fremur snemmbúinn eftirlaunaaldur að ræða. Ekki er loku fyrir það skotið að sumir þeirra geti hugsað sér að ráða sig í önnur störf eftir starfið hjá Volkswagen og drýgja með því tekjurnar.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent