„Þetta er ekki fíkniefnaskuld, það er alveg hundrað prósent“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júní 2017 16:02 Arnar Jónsson Aspar heitinn og Heiðdís Helga Aðalsteinsdóttir. Matarboð var á Æsustöðum í Mosfellsdal í gærkvöldi þegar gesti bar að garði. Um var að ræða sexmenningana sem nú eru í haldi lögreglu vegna manndrápsins í Mosfellsdal. Hinn látni, Arnar Jónsson Aspar, og Heiðdís Helga Aðalsteinsdóttir, unnusta hans, höfðu boðið afa Heiðdísar í mat. Hann missti eiginkonu sína fyrr á árinu og hefur verið hjartveikur. Afinn varð vitni að árásinni og fékk vægt hjartaáfall. Hann er nú undir eftirliti á sjúkrahúsi. Klara Ólöf Sigurðardóttir, móðursystir Heiðdísar Helgu, segir fjölskylduna í áfalli. Frá vettvangi í gærkvöldi.Vísir/Eyþór Tíu daga stelpan svaf „Þetta er bara helvítis hrottaskapur og viðbjóður,“ segir Klara Ólöf í samtali við Vísi. „Þeir börðu hann og keyrðu svo yfir lappirnar á honum.“ Auk þeirra Arnars, Heiðdísar og afa hennar var tíu daga gömul stúlka þeirra á heimilinu þegar árásarmennina bar að garði. Stúlkan svaf á meðan á árásinni stóð. Klara Ólöf segir Heiðdísi hafa farið til dyra og spurt hafi verið eftir Arnari. Í hópi gestanna var æskuvinur Arnar. Arnar fór til dyra þar sem ráðist var á hann. „Hann hleypur þarna út úr húsinu til að reyna að verja fjölskyldu sína,“ segir Klara Ólöf sem er mikið niðri fyrir vegna málsins. Eins og fjölskyldunni allri. Afinn hafi horft á atburðarásina og orðið vitni að öllu saman. Jón Trausti var handtekinn fyrir að ráðast á lögreglumenn í Leifsstöð árið 2003.Vísir/HARI Nýbúinn að missa eiginkonu sína „Áttræður maðurinn horfir á þetta allt saman,“ segir Klara. Allt frá því árásin átti sér stað og þar til lögreglumenn reyndu að hnoða lífi í Arnar. En það var um seinan. „Pabbi minn er nýbúinn að missa móður okkar. Þetta er alltof mikið áfall fyrir áttræðan mann,“ segir Klara. Þau systkinin standi nú vaktina ýmist hjá Heiðdísi og litlu stelpunni eða hjá föður sínum á spítalanum. „Maður er bara svo reiður. Þau eru nýbúinn að eignast litla yndislega stúlku og hann hverfur úr lífi hennar. Hann dáðist svo að barninu sínu. Þetta er hrikalegt áfall.“ Fjölskyldan skilji ekki hvers vegna ráðist hafi verið á Arnar. „Þetta er ekki fíkniefnaskuld. Það er alveg hundrað prósent,“ segir Klara. Orðrómur hefur verið hávær um að málið tengdist fíkniefnaheiminum. „Það er búið að blása það svolítið upp en þetta er ekki þannig. Rétt skal vera rétt.“ Bræðurnir á leið fyrir dóm í byrjun árs.VÍSIR/ANTON BRINK Náinn vinur einn hinna grunuðu Þá hafi fjölskyldunni ekki síst brugðið þar sem einn árásarmannanna hafi verið náinn vinur Arnars. „Þess vegna botna ég ekkert í þessu. Hann hefur oft komið á heimili þeirra.“ Klara segir prest væntanlegan að Æsustöðum en Heiðdís sé eðlilega í miklu áfalli með nýfædda dóttur sína. „Hún situr með tíu daga gamla dóttur sína og grætur.“ Þá þurfi faðir hennar einnig nauðsynlega á áfallahjálp að halda í framhaldinu. „Þeir voru bestu vinir, þeir Arnar heitinn. Hann reyndist honum ofboðslega vel.“ Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Matarboð var á Æsustöðum í Mosfellsdal í gærkvöldi þegar gesti bar að garði. Um var að ræða sexmenningana sem nú eru í haldi lögreglu vegna manndrápsins í Mosfellsdal. Hinn látni, Arnar Jónsson Aspar, og Heiðdís Helga Aðalsteinsdóttir, unnusta hans, höfðu boðið afa Heiðdísar í mat. Hann missti eiginkonu sína fyrr á árinu og hefur verið hjartveikur. Afinn varð vitni að árásinni og fékk vægt hjartaáfall. Hann er nú undir eftirliti á sjúkrahúsi. Klara Ólöf Sigurðardóttir, móðursystir Heiðdísar Helgu, segir fjölskylduna í áfalli. Frá vettvangi í gærkvöldi.Vísir/Eyþór Tíu daga stelpan svaf „Þetta er bara helvítis hrottaskapur og viðbjóður,“ segir Klara Ólöf í samtali við Vísi. „Þeir börðu hann og keyrðu svo yfir lappirnar á honum.“ Auk þeirra Arnars, Heiðdísar og afa hennar var tíu daga gömul stúlka þeirra á heimilinu þegar árásarmennina bar að garði. Stúlkan svaf á meðan á árásinni stóð. Klara Ólöf segir Heiðdísi hafa farið til dyra og spurt hafi verið eftir Arnari. Í hópi gestanna var æskuvinur Arnar. Arnar fór til dyra þar sem ráðist var á hann. „Hann hleypur þarna út úr húsinu til að reyna að verja fjölskyldu sína,“ segir Klara Ólöf sem er mikið niðri fyrir vegna málsins. Eins og fjölskyldunni allri. Afinn hafi horft á atburðarásina og orðið vitni að öllu saman. Jón Trausti var handtekinn fyrir að ráðast á lögreglumenn í Leifsstöð árið 2003.Vísir/HARI Nýbúinn að missa eiginkonu sína „Áttræður maðurinn horfir á þetta allt saman,“ segir Klara. Allt frá því árásin átti sér stað og þar til lögreglumenn reyndu að hnoða lífi í Arnar. En það var um seinan. „Pabbi minn er nýbúinn að missa móður okkar. Þetta er alltof mikið áfall fyrir áttræðan mann,“ segir Klara. Þau systkinin standi nú vaktina ýmist hjá Heiðdísi og litlu stelpunni eða hjá föður sínum á spítalanum. „Maður er bara svo reiður. Þau eru nýbúinn að eignast litla yndislega stúlku og hann hverfur úr lífi hennar. Hann dáðist svo að barninu sínu. Þetta er hrikalegt áfall.“ Fjölskyldan skilji ekki hvers vegna ráðist hafi verið á Arnar. „Þetta er ekki fíkniefnaskuld. Það er alveg hundrað prósent,“ segir Klara. Orðrómur hefur verið hávær um að málið tengdist fíkniefnaheiminum. „Það er búið að blása það svolítið upp en þetta er ekki þannig. Rétt skal vera rétt.“ Bræðurnir á leið fyrir dóm í byrjun árs.VÍSIR/ANTON BRINK Náinn vinur einn hinna grunuðu Þá hafi fjölskyldunni ekki síst brugðið þar sem einn árásarmannanna hafi verið náinn vinur Arnars. „Þess vegna botna ég ekkert í þessu. Hann hefur oft komið á heimili þeirra.“ Klara segir prest væntanlegan að Æsustöðum en Heiðdís sé eðlilega í miklu áfalli með nýfædda dóttur sína. „Hún situr með tíu daga gamla dóttur sína og grætur.“ Þá þurfi faðir hennar einnig nauðsynlega á áfallahjálp að halda í framhaldinu. „Þeir voru bestu vinir, þeir Arnar heitinn. Hann reyndist honum ofboðslega vel.“
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira