Áfrýjun til Hæstaréttar ástæða þess að bræðurnir ganga lausir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júní 2017 14:41 Bræðurnir í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar mál þeirra var tekið fyrir þar. vísir/anton Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski sem eru í haldi lögreglu grunaðir um aðild að manndrápi í Mosfellsdal í gærkvöldi hlutu í febrúar dóm fyrir skotárás í Breiðholtinu í ágúst síðastliðnum. Þeir ganga hins vegar lausir þar sem ríkissaksóknari áfrýjaði dómi héraðsdóms til Hæstaréttar sem ekki hefur kveðið upp endanlegan dóm í málinu. „Það er þannig að ef þú ert ákærður og færð dóm í héraði þá annað hvort unir þú dómi og ákæruvaldið unir dómi og þá er næsta skref afplánun. Í hinn stað þá geta náttúrulega bæði þeir sem eru dæmdir og ákæruvaldið skotið dómnum til Hæstaréttar í áfrýjun og þá er beðið með afplánun refsingar þar til endanleg niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir þannig að réttaráhrif dómsins koma ekki fram,“ segir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi.Sýknaður af ákæru um tilraun til manndráps sem var grundvöllur varðhalds Annar bræðranna, Marcin, var í gæsluvarðhaldi frá 6. ágúst 2016 og þar til dómur féll þann 28. febrúar síðastliðinn. Hinn bróðirinn, Rafal, sat í gæsluvarðhaldi frá 8. ágúst 2016 til 30. nóvember 2016. Aðspurður hvort að alvarleiki brota skipti ekki máli í þessu samhengi, það er varðandi það hvort fólk hefji ekki afplánun fyrr en dómur Hæstaréttar gengur sé mál undir áfrýjun segir Ólafur: „Það er í einstaka tilvikum hægt að vista fólk í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna í allra alvarlegustu málunum þar til dómur gengur annað hvort í héraði eða Hæstarétti. Það var gert með annan af þessum aðilum fram að uppkvaðningu dóms í héraði vegna þess að hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann var svo sýknaður af því broti í dómi héraðsdóms sem var grundvöllurinn fyrir gæsluvarðhaldinu. Þar með voru forsendurnar brostnar fyrir því að hafa hann áfram í gæslu.“ Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast gæsluvarðhalds vegna manndráps í Mosfellsdal í gærkvöldi. 8. júní 2017 13:28 Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54 Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Sjá meira
Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski sem eru í haldi lögreglu grunaðir um aðild að manndrápi í Mosfellsdal í gærkvöldi hlutu í febrúar dóm fyrir skotárás í Breiðholtinu í ágúst síðastliðnum. Þeir ganga hins vegar lausir þar sem ríkissaksóknari áfrýjaði dómi héraðsdóms til Hæstaréttar sem ekki hefur kveðið upp endanlegan dóm í málinu. „Það er þannig að ef þú ert ákærður og færð dóm í héraði þá annað hvort unir þú dómi og ákæruvaldið unir dómi og þá er næsta skref afplánun. Í hinn stað þá geta náttúrulega bæði þeir sem eru dæmdir og ákæruvaldið skotið dómnum til Hæstaréttar í áfrýjun og þá er beðið með afplánun refsingar þar til endanleg niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir þannig að réttaráhrif dómsins koma ekki fram,“ segir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi.Sýknaður af ákæru um tilraun til manndráps sem var grundvöllur varðhalds Annar bræðranna, Marcin, var í gæsluvarðhaldi frá 6. ágúst 2016 og þar til dómur féll þann 28. febrúar síðastliðinn. Hinn bróðirinn, Rafal, sat í gæsluvarðhaldi frá 8. ágúst 2016 til 30. nóvember 2016. Aðspurður hvort að alvarleiki brota skipti ekki máli í þessu samhengi, það er varðandi það hvort fólk hefji ekki afplánun fyrr en dómur Hæstaréttar gengur sé mál undir áfrýjun segir Ólafur: „Það er í einstaka tilvikum hægt að vista fólk í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna í allra alvarlegustu málunum þar til dómur gengur annað hvort í héraði eða Hæstarétti. Það var gert með annan af þessum aðilum fram að uppkvaðningu dóms í héraði vegna þess að hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann var svo sýknaður af því broti í dómi héraðsdóms sem var grundvöllurinn fyrir gæsluvarðhaldinu. Þar með voru forsendurnar brostnar fyrir því að hafa hann áfram í gæslu.“
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast gæsluvarðhalds vegna manndráps í Mosfellsdal í gærkvöldi. 8. júní 2017 13:28 Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54 Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Sjá meira
Manndráp í Mosfellsdal: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast gæsluvarðhalds vegna manndráps í Mosfellsdal í gærkvöldi. 8. júní 2017 13:28
Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54
Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11