Jón Daði: Ekki til í víkingaklappið eftir tapleiki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júní 2017 14:00 Víkingaklappið er vinsælt hjá stuðningsmönnum Wolves. Vísir/Getty Jón Daði Böðvarsson er þokkalega sáttur við sitt fyrsta tímabil hjá enska B-deildarliðinu Wolves. Hann er nú að undirbúa sig fyrir landsleikinn gegn Króatíu á sunnudag og ræddi við Vísi fyrir æfingu í dag. „Þetta er beggja blands. Það er hlið á tímabilinu sem var mjög jákvæð og svo önnur sem var miður jákvæð,“ segir Jón Daði en Wolves hafnaði í 15. sæti deildarinnar. Jón Daði kom við sögu í flestum leikjum - 22 sinnum sem byrjunarliðsmaður en 20 sinnum sem varamaður. „Auðvitað hefði maður viljað gera meira. En þetta var lærdómsríkt og gott að hafa klárað sitt fyrsta tímabil á Englandi,“ segir hann.Jón Daði í góðum gír með stuðningmsönnum Wolves.Vísir/GettyVeist að þú ert að gera eitthvað rétt Jón Daða kom til Wolves frá Kaiserslautern í Þýskalandi en þar áður lék hann í Noregi. Selfyssingnum var afar vel tekið af stuðningsmönnum Wolves, sem tóku víkingaklappið óspart til heiðurs íslenska landsliðsmanninum sínum. „Það er alltaf gott að finna fyrir því að stuðningsmenn eru ánægðir með mann. Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt og vilt gera enn betur,“ segir Jón Daði sem var ósjaldan beðinn um að taka víkingaklappið eftir leiki Wolves í vetur. „Ég er alveg til í að gera það eftir góða sigurleiki. En stundum vilja þeir gera þetta eftir jafntefli og jafnvel töp. Það er ekki eitthvað sem maður er mikið til í að gera,“ segir Jón Daði í léttum dúr.Á landsliðsæfingu.Vísir/Ernir Engin skoðun á Bebe Wolves er kominn með nýjan stjóra, Portúgalann Nuno Espirito Santo sem var áður hjá Porto, og segir Jón Daði að það gæti haft áhrif á stöðu hans eins og allra leikmanna hjá liðinu. „Eins og er tel ég meiri líkur á því en minni að ég verði áfram hjá Wolves. Þetta kemur betur í ljós þegar maður mætir á svæðið og undirbúningstímabilið hefst,“ segir hann en nýlega bárust fregnir af því að Bebe gæti gengið í raðir Wolves og orðið nýr liðsfélagi Jóns Daða. „Ég hef ekkert heyrt sjálfur af því og ekki myndað mér skoðun á því. Ef hann er leikmaður sem mun styrkja liðið er auðvitað hið besta mál að fá hann,“ segir Jón Daði. Bebe var á sínum tíma keyptur til Manchester United eins og frægt er en spilar nú með Eibar á Spáni. Hann skoraði þrjú mörk í 20 deildarleikjum með liðinu á síðustu leiktíð. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Fleiri fréttir Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson er þokkalega sáttur við sitt fyrsta tímabil hjá enska B-deildarliðinu Wolves. Hann er nú að undirbúa sig fyrir landsleikinn gegn Króatíu á sunnudag og ræddi við Vísi fyrir æfingu í dag. „Þetta er beggja blands. Það er hlið á tímabilinu sem var mjög jákvæð og svo önnur sem var miður jákvæð,“ segir Jón Daði en Wolves hafnaði í 15. sæti deildarinnar. Jón Daði kom við sögu í flestum leikjum - 22 sinnum sem byrjunarliðsmaður en 20 sinnum sem varamaður. „Auðvitað hefði maður viljað gera meira. En þetta var lærdómsríkt og gott að hafa klárað sitt fyrsta tímabil á Englandi,“ segir hann.Jón Daði í góðum gír með stuðningmsönnum Wolves.Vísir/GettyVeist að þú ert að gera eitthvað rétt Jón Daða kom til Wolves frá Kaiserslautern í Þýskalandi en þar áður lék hann í Noregi. Selfyssingnum var afar vel tekið af stuðningsmönnum Wolves, sem tóku víkingaklappið óspart til heiðurs íslenska landsliðsmanninum sínum. „Það er alltaf gott að finna fyrir því að stuðningsmenn eru ánægðir með mann. Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt og vilt gera enn betur,“ segir Jón Daði sem var ósjaldan beðinn um að taka víkingaklappið eftir leiki Wolves í vetur. „Ég er alveg til í að gera það eftir góða sigurleiki. En stundum vilja þeir gera þetta eftir jafntefli og jafnvel töp. Það er ekki eitthvað sem maður er mikið til í að gera,“ segir Jón Daði í léttum dúr.Á landsliðsæfingu.Vísir/Ernir Engin skoðun á Bebe Wolves er kominn með nýjan stjóra, Portúgalann Nuno Espirito Santo sem var áður hjá Porto, og segir Jón Daði að það gæti haft áhrif á stöðu hans eins og allra leikmanna hjá liðinu. „Eins og er tel ég meiri líkur á því en minni að ég verði áfram hjá Wolves. Þetta kemur betur í ljós þegar maður mætir á svæðið og undirbúningstímabilið hefst,“ segir hann en nýlega bárust fregnir af því að Bebe gæti gengið í raðir Wolves og orðið nýr liðsfélagi Jóns Daða. „Ég hef ekkert heyrt sjálfur af því og ekki myndað mér skoðun á því. Ef hann er leikmaður sem mun styrkja liðið er auðvitað hið besta mál að fá hann,“ segir Jón Daði. Bebe var á sínum tíma keyptur til Manchester United eins og frægt er en spilar nú með Eibar á Spáni. Hann skoraði þrjú mörk í 20 deildarleikjum með liðinu á síðustu leiktíð.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Fleiri fréttir Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sjá meira