Raggi Sig: Hef spilað á móti hrokafyllri og leiðinlegri mönnum en Mandzukic Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. júní 2017 12:45 Ragnar er klár fyrir glímuna við Mandzukic og félaga. vísir/getty Það var létt yfir varnarmanninum Ragnari Sigurðssyni fyrir æfingu landsliðsins í dag þó svo hann viðurkenni að vera orðinn svolítið þreyttur á spurningum um skort á leikformi hjá sér. „Ég get alveg viðurkennt að þetta er orðið svolítið pirrandi en ég skil það samt vel að fólk sé að spá í þessu. Ég hef engar áhyggjur af þessu persónulega,“ segir Ragnar sposkur. „Ég veit náttúrulega ekki hvernig standi ég er í fyrir 90 mínútna leik. Ég myndi viðurkenna ef ég væri ekki klár en mér finnst ég vera 100 prósent klár.“ Um helgina er enn einn stórleikurinn gegn frábæru liði Króata og Raggi hefur mjög gaman af þessum leikjum. „Þetta er mikil áskorun fyrir okkur enda hefur okkur ekki tekist að vinna þá. Við þolum ekki að tapa. Þetta verður hörkuleikur og við stefnum alltaf að því að vinna og höfum trú á því að við getum það,“ segir Ragnar en hann fær að glíma við Mario Mandzukic á nýjan leik. „Það er ekkert spes við hann þannig séð. Þetta er bara flottur, frægur og góður leikmaður. Ég hef nú alveg spilað á móti betri mönnum en honum. Ég hef oft spilað á móti hrokafyllri og leiðinlegri leikmönnum en honum. Þetta er bara keppnismaður og flottur leikmaður. Ég hef ekkert út á hann að setja enda hefur hann ekki verið með nein leiðindi í minn garð. Ég ber ágætis virðingu fyrir honum.“ Eins og áður segir er Ragnar bjartsýnn á að strákarnir geti gert góða hluti á sunnudag. „Við erum með lið sem getur unnið þá á góðum degi. Við höfum fundið í þessum leikjum að það er alveg séns á að skora og vinna þá. Þess vegna er pirrandi að hafa ekki náð því. Ef við vinnum þennan leik þá verður það klárlega einn af okkar stærstu sigrum.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Enginn Rakitic gegn Íslandi Strákarnir á miðjunni í íslenska landsliðinu munu sleppa við glímu gegn Ivan Rakitic, miðjumanni Barcelona, á Laugardalsvellinum um helgina. 6. júní 2017 15:21 Ég verð klár í Króataleikinn Birkir Bjarnason hefur ekki spilað fótboltaleik í rúma þrjá mánuði en verður tilbúinn fyrir stórleikinn gegn Króatíu um helgina. Hann spilar á Englandi en var í Sviss á dögunum að fagna meistaratitli með Basel. 7. júní 2017 06:00 Tveir af þekktustu króatísku landsliðsmönnunum þurfa að bera vitni í leiðindamáli Luka Modric og Dejan Lovren eru á leiðinni til Íslands til að spila leik í undankeppni HM en þeir eru líka báðir á leiðinni í réttarsal þar sem þeir eru vitni í spillingarmáli í heimalandi sínu. 8. júní 2017 07:45 Mætir Íslandi á sunnudag en orð hans á Instagram vöktu mikla athygli í dag Mario Mandzukic skoraði stórkostlegt mark í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn eða aðeins átta dögum áður en hann stígur inn á Laugardalsvöllinn til að mæta Íslandi í undankeppni HM. 7. júní 2017 15:30 Gylfi: Eina sem Jói hefur gert af viti fyrir landsliðið í fjögur ár Gummi Ben er með stjörnurnar í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í skemmtilegu spjalli í sérstökum hátíðarþætti af 1 á 1. 8. júní 2017 10:45 Kominn tími á að taka þá Emil Hallfreðsson segir að sjálfstraustið sé gott í íslenska liðinu fyrir leikinn gegn Króatíu. Miðjumaðurinn er ekki farinn að huga að heimferð eftir tæp tíu ár á Ítalíu og segir að hann verði alltaf með annan fótinn úti. 8. júní 2017 06:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Það var létt yfir varnarmanninum Ragnari Sigurðssyni fyrir æfingu landsliðsins í dag þó svo hann viðurkenni að vera orðinn svolítið þreyttur á spurningum um skort á leikformi hjá sér. „Ég get alveg viðurkennt að þetta er orðið svolítið pirrandi en ég skil það samt vel að fólk sé að spá í þessu. Ég hef engar áhyggjur af þessu persónulega,“ segir Ragnar sposkur. „Ég veit náttúrulega ekki hvernig standi ég er í fyrir 90 mínútna leik. Ég myndi viðurkenna ef ég væri ekki klár en mér finnst ég vera 100 prósent klár.“ Um helgina er enn einn stórleikurinn gegn frábæru liði Króata og Raggi hefur mjög gaman af þessum leikjum. „Þetta er mikil áskorun fyrir okkur enda hefur okkur ekki tekist að vinna þá. Við þolum ekki að tapa. Þetta verður hörkuleikur og við stefnum alltaf að því að vinna og höfum trú á því að við getum það,“ segir Ragnar en hann fær að glíma við Mario Mandzukic á nýjan leik. „Það er ekkert spes við hann þannig séð. Þetta er bara flottur, frægur og góður leikmaður. Ég hef nú alveg spilað á móti betri mönnum en honum. Ég hef oft spilað á móti hrokafyllri og leiðinlegri leikmönnum en honum. Þetta er bara keppnismaður og flottur leikmaður. Ég hef ekkert út á hann að setja enda hefur hann ekki verið með nein leiðindi í minn garð. Ég ber ágætis virðingu fyrir honum.“ Eins og áður segir er Ragnar bjartsýnn á að strákarnir geti gert góða hluti á sunnudag. „Við erum með lið sem getur unnið þá á góðum degi. Við höfum fundið í þessum leikjum að það er alveg séns á að skora og vinna þá. Þess vegna er pirrandi að hafa ekki náð því. Ef við vinnum þennan leik þá verður það klárlega einn af okkar stærstu sigrum.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Enginn Rakitic gegn Íslandi Strákarnir á miðjunni í íslenska landsliðinu munu sleppa við glímu gegn Ivan Rakitic, miðjumanni Barcelona, á Laugardalsvellinum um helgina. 6. júní 2017 15:21 Ég verð klár í Króataleikinn Birkir Bjarnason hefur ekki spilað fótboltaleik í rúma þrjá mánuði en verður tilbúinn fyrir stórleikinn gegn Króatíu um helgina. Hann spilar á Englandi en var í Sviss á dögunum að fagna meistaratitli með Basel. 7. júní 2017 06:00 Tveir af þekktustu króatísku landsliðsmönnunum þurfa að bera vitni í leiðindamáli Luka Modric og Dejan Lovren eru á leiðinni til Íslands til að spila leik í undankeppni HM en þeir eru líka báðir á leiðinni í réttarsal þar sem þeir eru vitni í spillingarmáli í heimalandi sínu. 8. júní 2017 07:45 Mætir Íslandi á sunnudag en orð hans á Instagram vöktu mikla athygli í dag Mario Mandzukic skoraði stórkostlegt mark í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn eða aðeins átta dögum áður en hann stígur inn á Laugardalsvöllinn til að mæta Íslandi í undankeppni HM. 7. júní 2017 15:30 Gylfi: Eina sem Jói hefur gert af viti fyrir landsliðið í fjögur ár Gummi Ben er með stjörnurnar í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í skemmtilegu spjalli í sérstökum hátíðarþætti af 1 á 1. 8. júní 2017 10:45 Kominn tími á að taka þá Emil Hallfreðsson segir að sjálfstraustið sé gott í íslenska liðinu fyrir leikinn gegn Króatíu. Miðjumaðurinn er ekki farinn að huga að heimferð eftir tæp tíu ár á Ítalíu og segir að hann verði alltaf með annan fótinn úti. 8. júní 2017 06:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Enginn Rakitic gegn Íslandi Strákarnir á miðjunni í íslenska landsliðinu munu sleppa við glímu gegn Ivan Rakitic, miðjumanni Barcelona, á Laugardalsvellinum um helgina. 6. júní 2017 15:21
Ég verð klár í Króataleikinn Birkir Bjarnason hefur ekki spilað fótboltaleik í rúma þrjá mánuði en verður tilbúinn fyrir stórleikinn gegn Króatíu um helgina. Hann spilar á Englandi en var í Sviss á dögunum að fagna meistaratitli með Basel. 7. júní 2017 06:00
Tveir af þekktustu króatísku landsliðsmönnunum þurfa að bera vitni í leiðindamáli Luka Modric og Dejan Lovren eru á leiðinni til Íslands til að spila leik í undankeppni HM en þeir eru líka báðir á leiðinni í réttarsal þar sem þeir eru vitni í spillingarmáli í heimalandi sínu. 8. júní 2017 07:45
Mætir Íslandi á sunnudag en orð hans á Instagram vöktu mikla athygli í dag Mario Mandzukic skoraði stórkostlegt mark í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn eða aðeins átta dögum áður en hann stígur inn á Laugardalsvöllinn til að mæta Íslandi í undankeppni HM. 7. júní 2017 15:30
Gylfi: Eina sem Jói hefur gert af viti fyrir landsliðið í fjögur ár Gummi Ben er með stjörnurnar í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í skemmtilegu spjalli í sérstökum hátíðarþætti af 1 á 1. 8. júní 2017 10:45
Kominn tími á að taka þá Emil Hallfreðsson segir að sjálfstraustið sé gott í íslenska liðinu fyrir leikinn gegn Króatíu. Miðjumaðurinn er ekki farinn að huga að heimferð eftir tæp tíu ár á Ítalíu og segir að hann verði alltaf með annan fótinn úti. 8. júní 2017 06:00
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti