Manndráp í Mosfellsdal: Tveir bílar haldlagðir sem tengjast þeim handteknu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. júní 2017 00:37 Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni er rannsókn málsins umfangsmikil. Vísir/Eyþór Yfirheyrslur yfir þeim sex sem handtekin voru í kvöld vegna manndráps í Mosfellsdal eru hafnar, en karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás við bæinn Æsustaði. Lögreglan hefur nú þegar yfirheyrt vitni vegna málsins. Þá eru tveir bílar sem lögregla lagði hald á við handtökur til rannsóknar. „Það er verið að yfirheyra þetta fólk sem er handtekið og við erum búin að yfirheyra vitni. Við munum yfirheyra eitthvað fram eftir nóttu,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, í samtali við Vísi. Lögreglan fjarlægði pallbíl merktan fyrirtækinu Dogsledding Iceland af vettvangi í Mosfellsdal. „Hann tengist þessu fólki sem var handtekið,“ segir Grímur. Hluti fólksins var handtekið á vettvangi en aðrir á Vesturlandsvegi. Þar var lagt hald á annan bíl að sögn Gríms. Enn er ekki ljóst hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir sexmenningunum. Grímur sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að ákvörðun um það verði tekin í framhaldi af yfirheyrslum. Öll þau handteknu, fimm karlmenn og ein kona, hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Lögreglunni barst tilkynning um árásina klukkan 18:24 og fór fjölmennt lið lögreglu ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra, slökkviliði og sjúkraflutningafólki á vettvang. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni er rannsókn málsins umfangsmikil. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Yfirheyrslur fram eftir nóttu Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins segir að nú taki við yfirheyrslur sem búist er við að standi langt fram eftir nóttu. 7. júní 2017 22:56 Maður látinn eftir líkamsárás í Mosfellsdal Einn maður er látinn eftir líkamsárás við Æsustaði í Mosfellsdal í kvöld. 7. júní 2017 21:18 Sérsveit kölluð út vegna atviks í Mosfellsdal Töluverður viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs er vegna atviks í kringum Reykjadal í Mosfellsdal. 7. júní 2017 19:49 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Yfirheyrslur yfir þeim sex sem handtekin voru í kvöld vegna manndráps í Mosfellsdal eru hafnar, en karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás við bæinn Æsustaði. Lögreglan hefur nú þegar yfirheyrt vitni vegna málsins. Þá eru tveir bílar sem lögregla lagði hald á við handtökur til rannsóknar. „Það er verið að yfirheyra þetta fólk sem er handtekið og við erum búin að yfirheyra vitni. Við munum yfirheyra eitthvað fram eftir nóttu,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, í samtali við Vísi. Lögreglan fjarlægði pallbíl merktan fyrirtækinu Dogsledding Iceland af vettvangi í Mosfellsdal. „Hann tengist þessu fólki sem var handtekið,“ segir Grímur. Hluti fólksins var handtekið á vettvangi en aðrir á Vesturlandsvegi. Þar var lagt hald á annan bíl að sögn Gríms. Enn er ekki ljóst hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir sexmenningunum. Grímur sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að ákvörðun um það verði tekin í framhaldi af yfirheyrslum. Öll þau handteknu, fimm karlmenn og ein kona, hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Lögreglunni barst tilkynning um árásina klukkan 18:24 og fór fjölmennt lið lögreglu ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra, slökkviliði og sjúkraflutningafólki á vettvang. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni er rannsókn málsins umfangsmikil.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Yfirheyrslur fram eftir nóttu Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins segir að nú taki við yfirheyrslur sem búist er við að standi langt fram eftir nóttu. 7. júní 2017 22:56 Maður látinn eftir líkamsárás í Mosfellsdal Einn maður er látinn eftir líkamsárás við Æsustaði í Mosfellsdal í kvöld. 7. júní 2017 21:18 Sérsveit kölluð út vegna atviks í Mosfellsdal Töluverður viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs er vegna atviks í kringum Reykjadal í Mosfellsdal. 7. júní 2017 19:49 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Manndráp í Mosfellsdal: Yfirheyrslur fram eftir nóttu Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins segir að nú taki við yfirheyrslur sem búist er við að standi langt fram eftir nóttu. 7. júní 2017 22:56
Maður látinn eftir líkamsárás í Mosfellsdal Einn maður er látinn eftir líkamsárás við Æsustaði í Mosfellsdal í kvöld. 7. júní 2017 21:18
Sérsveit kölluð út vegna atviks í Mosfellsdal Töluverður viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs er vegna atviks í kringum Reykjadal í Mosfellsdal. 7. júní 2017 19:49