Getur sagt að ritstjóri Morgunblaðsins sé með hala Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2017 22:00 Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins sem bera ábyrgð á ritstjórnargreinum blaðsins. Vísir/GVA Ritstjóri Kjarnans er ósáttur við að siðanefnd Blaðamannafélags Íslands (BÍ) hafi vísað frá kæru hans vegna ásakana í Morgunblaðinu um meint tengsl Kjarnans við kröfuhafa föllnu bankanna. Hann segir frávísunina þýða að hann geti fullyrt að ritstjóri Morgunblaðsins sé með hala og vísað í „þrálátan orðróm“ því til stuðnings. Forsaga málsins er sú að vísað var til „þráláts orðróms“ um að Kjarninn tengdist kröfuhöfum föllnu bankanna í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 20. maí. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, sagði við Vísi í síðasta mánuði að hann væri að skoða að leita réttar síns vegna þess sem hann kallaði „atvinnuróg“.Sjá einnig:Ritstjóri Kjarnans sakar Davíð Oddsson um atvinnuróg Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins er nafnlaust en Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen eru ritstjórar blaðsins og bera ábyrgð á ritstjórnarefni þess.Siðanefndin tekur ekki afstöðu til ritstjórnargreinaÍ framhaldinu sendi Þórður Snær kæru til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands og vildi vita hvort það væri í lagi að vísa í „þrálátan orðróm“ til að bera alvarlegar ávirðingar á fólk og fyrirtæki. Kæran varðar 3. grein siðareglna BÍ en þar segir: „Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu." Í úrskurði siðanefndarinnar kemur fram að hún telji ritstjórnarskrif utan verksviðs síns. Vísar nefndin til fyrri úrskurða, þess elsta frá árinu 1992. Þar voru ritstjórnarskrif talin falla undir persónlega skoðun eða tjáningu. Taldi siðanefndin að Reykjavíkurbréfið félli undir þá skilgreiningu.Segir siðareglurnar „gagnslausar“Í stöðuuppfærslu á Facebook skrifar Þórður Snær að siðanefndin hafi vísað kærunni frá á þeim forsendum að hún fjalli ekki um innihald ritstjórnargreina. „Þá vitum við það. Það má segja hvað sem er í ritstjórnargreinum og rökstyðja það með vísun í „þrálátan orðróm“, án þess að það brjóti í bága við þessar gagnslausu siðareglur. Ég gæti t.d. sagt að ritstjóri Morgunblaðsins væri með hala, samkvæmt „þrálátum orðrómi“ og það er bara allt í lagi. Prófessorar og stjórnmálamenn sem hafa tileinkað sér sömu umræðuhefð og ritstjórinn geta verið ánægðir með það,“ skrifar Þórður Snær. Fjölmiðlar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Ritstjóri Kjarnans er ósáttur við að siðanefnd Blaðamannafélags Íslands (BÍ) hafi vísað frá kæru hans vegna ásakana í Morgunblaðinu um meint tengsl Kjarnans við kröfuhafa föllnu bankanna. Hann segir frávísunina þýða að hann geti fullyrt að ritstjóri Morgunblaðsins sé með hala og vísað í „þrálátan orðróm“ því til stuðnings. Forsaga málsins er sú að vísað var til „þráláts orðróms“ um að Kjarninn tengdist kröfuhöfum föllnu bankanna í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 20. maí. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, sagði við Vísi í síðasta mánuði að hann væri að skoða að leita réttar síns vegna þess sem hann kallaði „atvinnuróg“.Sjá einnig:Ritstjóri Kjarnans sakar Davíð Oddsson um atvinnuróg Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins er nafnlaust en Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen eru ritstjórar blaðsins og bera ábyrgð á ritstjórnarefni þess.Siðanefndin tekur ekki afstöðu til ritstjórnargreinaÍ framhaldinu sendi Þórður Snær kæru til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands og vildi vita hvort það væri í lagi að vísa í „þrálátan orðróm“ til að bera alvarlegar ávirðingar á fólk og fyrirtæki. Kæran varðar 3. grein siðareglna BÍ en þar segir: „Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu." Í úrskurði siðanefndarinnar kemur fram að hún telji ritstjórnarskrif utan verksviðs síns. Vísar nefndin til fyrri úrskurða, þess elsta frá árinu 1992. Þar voru ritstjórnarskrif talin falla undir persónlega skoðun eða tjáningu. Taldi siðanefndin að Reykjavíkurbréfið félli undir þá skilgreiningu.Segir siðareglurnar „gagnslausar“Í stöðuuppfærslu á Facebook skrifar Þórður Snær að siðanefndin hafi vísað kærunni frá á þeim forsendum að hún fjalli ekki um innihald ritstjórnargreina. „Þá vitum við það. Það má segja hvað sem er í ritstjórnargreinum og rökstyðja það með vísun í „þrálátan orðróm“, án þess að það brjóti í bága við þessar gagnslausu siðareglur. Ég gæti t.d. sagt að ritstjóri Morgunblaðsins væri með hala, samkvæmt „þrálátum orðrómi“ og það er bara allt í lagi. Prófessorar og stjórnmálamenn sem hafa tileinkað sér sömu umræðuhefð og ritstjórinn geta verið ánægðir með það,“ skrifar Þórður Snær.
Fjölmiðlar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira