Ísland aðili að 100 ríkja samningi um baráttu gegn skattaundanskotum Heimir Már Pétursson skrifar 7. júní 2017 19:45 Fjármálaráðherra undirritaði í París í dag fjölþjóðasamning sem miðar að því að stemma stigu við skattundandrætti og skattsvikum með misnotkun tvísköttunarsamninga. Samningurinn felur í sér fimmtán aðgerðir sem meðal annars eiga að koma í veg fyrir að alþjóðleg fyrirtæki komi sér undan skattgreiðslum. Hundrað ríki verða aðilar að samningnum sem gerður er á vettvangi Efnahags og framfarastofnunarinnar og G20 ríkjanna og undirritaði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra samnnginn á fundi OECD í dag ásamt fulltrúum 67 annarra ríkja. Hann segir að með þessari aðgerð verði tvísköttunarsamningum ríkja breytt í fjölþjóðasamninga. „Það þýðir að það verða sömu ákvæði sem gilda í öllum þessum tvísköttunarsamningum. Sem þýðir þá enn og aftur að það verður erfiðara fyrir menn að nýta þessa samninga til að fela peninga. Það var náttúrlega alls ekki hugmyndin með því að vera með tvísköttunarsamninga,“ segir Benedikt. Samningurinn muni gera alþjóðlegum fyrirtækjum sem starfa á Íslandi erfiðara að færa álagningu sína til landa þar sem skattbyrði er minni og koma sér þannig undan skatti á Íslandi. „Við getum kannski sagt það þannig að menn geta ekki fært skattbyrðina af starfseminni sinni á Íslandi á eitthvað auðveldara skattasvæði. ef við orðum það þannig. Menn verða að borga skattana þar sem uppruni teknanna er,“ segir fjármálaráðherra sem staddur er á fundi fjármálaráðherra OECD ríkjanna í París. Lágir skattar á Írlandi hafi meðal annars orðið til þess á undanförnum árum að mörg bandarísk fyrirtæki með starfsemi í Evrópu skráðu sig þar. „Það var dæmt ólöglegt í fyrra. Þannig að þau (fyrirtækin) fengu svaka háa bakreikninga,“ segir Benedikt. Þá segir fjármálaráðherra Ísland einnig orðið aðila að samningum sem tryggja skattalegar upplýsingar frá öðrum evrópuríkjum og fleiri ríkjum í framtíðinni. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Fjármálaráðherra undirritaði í París í dag fjölþjóðasamning sem miðar að því að stemma stigu við skattundandrætti og skattsvikum með misnotkun tvísköttunarsamninga. Samningurinn felur í sér fimmtán aðgerðir sem meðal annars eiga að koma í veg fyrir að alþjóðleg fyrirtæki komi sér undan skattgreiðslum. Hundrað ríki verða aðilar að samningnum sem gerður er á vettvangi Efnahags og framfarastofnunarinnar og G20 ríkjanna og undirritaði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra samnnginn á fundi OECD í dag ásamt fulltrúum 67 annarra ríkja. Hann segir að með þessari aðgerð verði tvísköttunarsamningum ríkja breytt í fjölþjóðasamninga. „Það þýðir að það verða sömu ákvæði sem gilda í öllum þessum tvísköttunarsamningum. Sem þýðir þá enn og aftur að það verður erfiðara fyrir menn að nýta þessa samninga til að fela peninga. Það var náttúrlega alls ekki hugmyndin með því að vera með tvísköttunarsamninga,“ segir Benedikt. Samningurinn muni gera alþjóðlegum fyrirtækjum sem starfa á Íslandi erfiðara að færa álagningu sína til landa þar sem skattbyrði er minni og koma sér þannig undan skatti á Íslandi. „Við getum kannski sagt það þannig að menn geta ekki fært skattbyrðina af starfseminni sinni á Íslandi á eitthvað auðveldara skattasvæði. ef við orðum það þannig. Menn verða að borga skattana þar sem uppruni teknanna er,“ segir fjármálaráðherra sem staddur er á fundi fjármálaráðherra OECD ríkjanna í París. Lágir skattar á Írlandi hafi meðal annars orðið til þess á undanförnum árum að mörg bandarísk fyrirtæki með starfsemi í Evrópu skráðu sig þar. „Það var dæmt ólöglegt í fyrra. Þannig að þau (fyrirtækin) fengu svaka háa bakreikninga,“ segir Benedikt. Þá segir fjármálaráðherra Ísland einnig orðið aðila að samningum sem tryggja skattalegar upplýsingar frá öðrum evrópuríkjum og fleiri ríkjum í framtíðinni.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira