Körfubolti

Riley: Magic er besti leikmaður allra tíma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Magic lék undir stjórn Rileys nær allan 9. áratug síðustu aldar.
Magic lék undir stjórn Rileys nær allan 9. áratug síðustu aldar. vísir/getty
Pat Riley segir að hans gamli lærisveinn, Magic Johnson, sé besti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar.

Magic lék undir stjórn Rileys hjá Los Angeles Lakers á árunum 1981-90. Á þessum tíma vann Lakers fjóra meistaratitla og Magic var þrisvar sinnum valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar.

„Hann er besti leikmaður allra tíma,“ sagði Riley og bætti því við að LeBron James sé sá leikmaður í sögu NBA sem sé líkastur Magic.

„Það er bara meiri pressa á honum að skora,“ sagði Riley um LeBron.

„Hann er með hugarfar skorarans. Magic hefði getað skorað 30 stig í leik ef hann viljað. Hann þurfti þess ekki vegna annarra leikmanna sem við vorum með.“

Magic varð fimm sinnum NBA-meistari á ferlinum auk þess sem hann vann Ólympíugull með bandaríska landsliðinu 1992.

Magic var með 19,5 stig, 7,2 fráköst, 11,2 stoðsendingar og 1,9 stolna bolta að meðaltali í leik á ferlinum. Hann var fjórum sinnum stoðsendingakóngur NBA-deildarinnar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×