Mætir Íslandi á sunnudag en orð hans á Instagram vöktu mikla athygli í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2017 15:30 Mario Mandzukic skorar hér markið sitt á móti Real Madrid. Vísir/Getty Mario Mandzukic skoraði stórkostlegt mark í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn eða aðeins átta dögum áður en hann stígur inn á Laugardalsvöllinn til að mæta Íslandi í undankeppni HM. Mandzukic skoraði markið með hjólhestaspyrnu eftir að hafa tekið boltann á brjóstkassann utarlega í vítateig Real Madrid. Mörkin verða varla fallegri en það sem hann skoraði í Wales. Markið hans Mandzukic dugði skammt í úrslitaleiknum á móti Real Madrid því Juventus tapaði leiknum 4-1. Eitthvað hefur Mandzukic heyrt af gagnrýni eftir tapið í Cardiff því hann þótti ástæða til að svara gagnrýnendum sínum á Instagram í dag. „Ljónið þarf ekki að hafa áhyggjur af skoðunum sauðkindanna,“ skrifaði Mario Mandzukic á Instagram-síðu sína. Það mætti helst álykta sem svo að einhver hafi verið að halda því fram að kappinn væri ekki sigurvegari. Mandzukic birti nefnilega í leiðinni mynd af sér og öllum titlinum sem hann hefur unnið á ferlinum en þeir eru orðnir þó nokkrir eins og sést hér fyrir neðan. A lion doesn't stress over the opinion of sheep. #neverstop #stepbystep #proud #lion #passion #mm17 A post shared by Mario Mandžukić MM 17 (@mariomandzukic_official) on Jun 7, 2017 at 2:13am PDT Mario Mandzukic var að klára sitt annað tímabil með Juventus og hefur unnið tvennuna á þeim báðum. Áður lék hann með Atlético Madrid og Bayern München þar sem hann vann tvennuna 2013 og 2014. Á fjórum af síðustu fimm tímabilum sínum hefur hann því unnið bæði deildina og bikarinn með liði sínu en því náði hann einnig tvisvar sem leikmaður Dinamo Zagreb í Króatíu. Mandzukic hefur skorað 29 mörk í 75 landsleikjum fyrir Króatíu þar af 1 mark í 3 landsleikjum á móti Íslandi. Mandzukic skoraði í seinni umspilsleik Íslands og Króatíu um sæti á HM 2014 en hann fékk þá einnig rauða spjaldið fyrir brot á Jóhanni Berg Guðmundssyni. Mandzukic tókst ekki að skora í fyrri leik þjóðanna í þessari undankeppni og var þá skipt útaf í uppbótartíma. Hann hefur hinsvegar skorað fimm mörk í hinum fjórum landsleikjunum sem Mandzukic hefur spilað frá því í október. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Formúla 1 Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Íslenski boltinn Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Íslenski boltinn Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira
Mario Mandzukic skoraði stórkostlegt mark í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn eða aðeins átta dögum áður en hann stígur inn á Laugardalsvöllinn til að mæta Íslandi í undankeppni HM. Mandzukic skoraði markið með hjólhestaspyrnu eftir að hafa tekið boltann á brjóstkassann utarlega í vítateig Real Madrid. Mörkin verða varla fallegri en það sem hann skoraði í Wales. Markið hans Mandzukic dugði skammt í úrslitaleiknum á móti Real Madrid því Juventus tapaði leiknum 4-1. Eitthvað hefur Mandzukic heyrt af gagnrýni eftir tapið í Cardiff því hann þótti ástæða til að svara gagnrýnendum sínum á Instagram í dag. „Ljónið þarf ekki að hafa áhyggjur af skoðunum sauðkindanna,“ skrifaði Mario Mandzukic á Instagram-síðu sína. Það mætti helst álykta sem svo að einhver hafi verið að halda því fram að kappinn væri ekki sigurvegari. Mandzukic birti nefnilega í leiðinni mynd af sér og öllum titlinum sem hann hefur unnið á ferlinum en þeir eru orðnir þó nokkrir eins og sést hér fyrir neðan. A lion doesn't stress over the opinion of sheep. #neverstop #stepbystep #proud #lion #passion #mm17 A post shared by Mario Mandžukić MM 17 (@mariomandzukic_official) on Jun 7, 2017 at 2:13am PDT Mario Mandzukic var að klára sitt annað tímabil með Juventus og hefur unnið tvennuna á þeim báðum. Áður lék hann með Atlético Madrid og Bayern München þar sem hann vann tvennuna 2013 og 2014. Á fjórum af síðustu fimm tímabilum sínum hefur hann því unnið bæði deildina og bikarinn með liði sínu en því náði hann einnig tvisvar sem leikmaður Dinamo Zagreb í Króatíu. Mandzukic hefur skorað 29 mörk í 75 landsleikjum fyrir Króatíu þar af 1 mark í 3 landsleikjum á móti Íslandi. Mandzukic skoraði í seinni umspilsleik Íslands og Króatíu um sæti á HM 2014 en hann fékk þá einnig rauða spjaldið fyrir brot á Jóhanni Berg Guðmundssyni. Mandzukic tókst ekki að skora í fyrri leik þjóðanna í þessari undankeppni og var þá skipt útaf í uppbótartíma. Hann hefur hinsvegar skorað fimm mörk í hinum fjórum landsleikjunum sem Mandzukic hefur spilað frá því í október.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Formúla 1 Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Íslenski boltinn Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Íslenski boltinn Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira