Útlit fyrir áframhaldandi fjölgun skemmtiferðaskipa til Íslands á næstu árum Heimir Már Pétursson skrifar 6. júní 2017 19:45 Ekkert lát er á fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins og er þegar byrjað að bóka komur allt fram til ársins 2026. Stærsta skemmtiferðaskip sumarins sigldi úr höf í Reykjavík í dag eftir viðkomu á Akureyri og Ísafirði. Farþegaskipið Preziosa er stærsta skemmtiferðaskipið sem kemur til Íslands á þessu sumri. Það getur tekið rúmlega fjögur þúsund farþega en í dag eru 3.500 farþegar um borð. Skipið kom til Reykjavíkurf rá Ísafirði þannig að íbúatalan þar ríflega tvöfaldaðist þegar þetta skip kom þangað. Flestir farþeganna að þessu sinni eru frá Þýskalandi en við rákust einnig á nokkra Ástrala á leiðinni um borð í dag. Skipið lagði upp frá Hamborg áður en það kom til Íslands með viðkomu í Reykjavík, Akureyri, Ísafirði og svo aftur í Reykjavík þaðan sem það hélt til Skotlands í dag. Gyða Guðmundsdóttir markaðsfulltrúi hjá Gáru sem sér um móttöku flestra erlendra skemmtiferðaskipa á Íslandi kvartar ekki undar verkefnaskorti. „Við hjá Gáru erum að taka á móti þessu skemmtiferðaskipi eins og svo mörgum örðum. Við erum með 650 komur í ár. Það er búið að vera gríðarleg aukning, stöðug aukning milli ára. Þetta er auðvitað gríðarlega spennandi þegar koma svona stór skip. En við sjáum líka mikla fjölgun í minni leiðangursskipum sem er líka mjög skemmtilegt að taka á móti,“ segir Gyða. Þegar Gyða nefnir 650 komur á hún við komur skipanna í allar hafnir. Þannig telst Preziosa hafa komið tvisvar til Reykjavíkur og einu sinni á Akureyri og Ísafjörð. Og þótt ekki væri sérstaklega sumarlegt veður í Reykjavík í dag voru hjónin Johannes og Ursula frá Þýskalandi hæst ánægð með dvölina og það sem þau sáu. „Firðirnir, jöklarnir og...Við fórum líka í Bláa lónið.Það var mjög gott fyrir húðina. Og hér í Reykjavík var athyglisvert að sjá hvernig gamli og nýi bærinn hafa vaxið saman,“ sögðu þau hjónin sem einnig voru mjög ánægð með heimsóknina til Ísafjarðar. Í fyrra komu tæplega 328 þúsund farþegar með skipum til Íslands og hefur bæði skipum og farþegum fjölgað mikið á undanförnum árum. Þannig segir Gyða að einungis ein manneskja hafi unnið á skrifstofu Gáru fyrir sjö árum en nú vinni þar fimmtán manns og ekki sjái fyrir endan á fjölguninni enda Ísland vinsælt og selji sig nánast sjálft. „En svo er líka búiið að bóka langt fram í tímann. Við erum að ganga frá bókunum fyrir 2019 núna og erum meira að segja komin með eina fyrir 2026. Þannig að það straumurinn er alla vega ekkert að fara að stoppa á næstunni hjá okkur,“ segir Gyða Guðmundsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Ekkert lát er á fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins og er þegar byrjað að bóka komur allt fram til ársins 2026. Stærsta skemmtiferðaskip sumarins sigldi úr höf í Reykjavík í dag eftir viðkomu á Akureyri og Ísafirði. Farþegaskipið Preziosa er stærsta skemmtiferðaskipið sem kemur til Íslands á þessu sumri. Það getur tekið rúmlega fjögur þúsund farþega en í dag eru 3.500 farþegar um borð. Skipið kom til Reykjavíkurf rá Ísafirði þannig að íbúatalan þar ríflega tvöfaldaðist þegar þetta skip kom þangað. Flestir farþeganna að þessu sinni eru frá Þýskalandi en við rákust einnig á nokkra Ástrala á leiðinni um borð í dag. Skipið lagði upp frá Hamborg áður en það kom til Íslands með viðkomu í Reykjavík, Akureyri, Ísafirði og svo aftur í Reykjavík þaðan sem það hélt til Skotlands í dag. Gyða Guðmundsdóttir markaðsfulltrúi hjá Gáru sem sér um móttöku flestra erlendra skemmtiferðaskipa á Íslandi kvartar ekki undar verkefnaskorti. „Við hjá Gáru erum að taka á móti þessu skemmtiferðaskipi eins og svo mörgum örðum. Við erum með 650 komur í ár. Það er búið að vera gríðarleg aukning, stöðug aukning milli ára. Þetta er auðvitað gríðarlega spennandi þegar koma svona stór skip. En við sjáum líka mikla fjölgun í minni leiðangursskipum sem er líka mjög skemmtilegt að taka á móti,“ segir Gyða. Þegar Gyða nefnir 650 komur á hún við komur skipanna í allar hafnir. Þannig telst Preziosa hafa komið tvisvar til Reykjavíkur og einu sinni á Akureyri og Ísafjörð. Og þótt ekki væri sérstaklega sumarlegt veður í Reykjavík í dag voru hjónin Johannes og Ursula frá Þýskalandi hæst ánægð með dvölina og það sem þau sáu. „Firðirnir, jöklarnir og...Við fórum líka í Bláa lónið.Það var mjög gott fyrir húðina. Og hér í Reykjavík var athyglisvert að sjá hvernig gamli og nýi bærinn hafa vaxið saman,“ sögðu þau hjónin sem einnig voru mjög ánægð með heimsóknina til Ísafjarðar. Í fyrra komu tæplega 328 þúsund farþegar með skipum til Íslands og hefur bæði skipum og farþegum fjölgað mikið á undanförnum árum. Þannig segir Gyða að einungis ein manneskja hafi unnið á skrifstofu Gáru fyrir sjö árum en nú vinni þar fimmtán manns og ekki sjái fyrir endan á fjölguninni enda Ísland vinsælt og selji sig nánast sjálft. „En svo er líka búiið að bóka langt fram í tímann. Við erum að ganga frá bókunum fyrir 2019 núna og erum meira að segja komin með eina fyrir 2026. Þannig að það straumurinn er alla vega ekkert að fara að stoppa á næstunni hjá okkur,“ segir Gyða Guðmundsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira