Sjáðu orrustuþotuna sem vakti mismikla lukku yfir borginni í dag Ásgeir Erlendsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 3. júní 2017 19:51 F18 orrustuþota kanadíska flughersins sýndi listir sínar á Reykjavíkurflugvelli ásamt tugum annarra flugvéla á hinum árlega flugdegi sem haldinn var hátíðlegur í dag. Drónar voru í fyrsta sinn hluti af deginum. Vélarnar á flugdeginum voru af öllum stærðum og gerðum. Þristurinn var á sínum stað, sem og vélar Landhelgisgæslunnar auk þess sem listflugvélar skemmtu gestum.Í ljósi vinsælda og fjölda dróna á landinu þótti skipuleggendum vel við hæfi að þeir væru með þátttökurétt á flugdeginum að þessu sinni. Í tilefni af 80 ára afmæli Icelandair í ár flaug Boeing 757 vél félagsins lágflug yfir völlinn við mikla ánægju viðstaddra en lokahnykkurinn á vel heppnuðum flugdegi var sýning F18 flugvélarinnar en þetta er í fyrsta sinn á þessari öld sem orrustuþota tekur þátt og það fór tæplega á milli mála hverslags flugvél var í loftinu yfir Reykjavík í dag, slíkar voru drunurnar. Þáttaka orrustuþotunnar í hinum árlega flugdegi vakti þó ekki lukku allra. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, furðaði sig á lágflugi vélarinnar og sagðist ekki kannast við að hafa gefið hafi verið leyfi fyrir komu orrustuþotunnar. „Ítrekað lágflug svo hávaðasamra véla einsog átti sér stað í dag yfir íbúðabyggð og friðlandi fugla á viðkvæmasta varptíma er jafnframt fáránlegt og án efa brot á starfsleyfi flugvallarins,“ skrifaði Dagur á Facebook-síðu sína. Tengdar fréttir Borgarstjóri furðar sig á lágflugi herflugvélar á Reykjavíkurflugvelli Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, furðar sig á lágflugi herflugvélar á Reykjavíkurflugvelli í dag og telur að það sé án efa brot á starfsleyfi flugvallarins. Kanadísk F-18 herþota tók á loft á flugvellinum í dag í tilefni flugdagsins 3. júní 2017 16:43 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
F18 orrustuþota kanadíska flughersins sýndi listir sínar á Reykjavíkurflugvelli ásamt tugum annarra flugvéla á hinum árlega flugdegi sem haldinn var hátíðlegur í dag. Drónar voru í fyrsta sinn hluti af deginum. Vélarnar á flugdeginum voru af öllum stærðum og gerðum. Þristurinn var á sínum stað, sem og vélar Landhelgisgæslunnar auk þess sem listflugvélar skemmtu gestum.Í ljósi vinsælda og fjölda dróna á landinu þótti skipuleggendum vel við hæfi að þeir væru með þátttökurétt á flugdeginum að þessu sinni. Í tilefni af 80 ára afmæli Icelandair í ár flaug Boeing 757 vél félagsins lágflug yfir völlinn við mikla ánægju viðstaddra en lokahnykkurinn á vel heppnuðum flugdegi var sýning F18 flugvélarinnar en þetta er í fyrsta sinn á þessari öld sem orrustuþota tekur þátt og það fór tæplega á milli mála hverslags flugvél var í loftinu yfir Reykjavík í dag, slíkar voru drunurnar. Þáttaka orrustuþotunnar í hinum árlega flugdegi vakti þó ekki lukku allra. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, furðaði sig á lágflugi vélarinnar og sagðist ekki kannast við að hafa gefið hafi verið leyfi fyrir komu orrustuþotunnar. „Ítrekað lágflug svo hávaðasamra véla einsog átti sér stað í dag yfir íbúðabyggð og friðlandi fugla á viðkvæmasta varptíma er jafnframt fáránlegt og án efa brot á starfsleyfi flugvallarins,“ skrifaði Dagur á Facebook-síðu sína.
Tengdar fréttir Borgarstjóri furðar sig á lágflugi herflugvélar á Reykjavíkurflugvelli Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, furðar sig á lágflugi herflugvélar á Reykjavíkurflugvelli í dag og telur að það sé án efa brot á starfsleyfi flugvallarins. Kanadísk F-18 herþota tók á loft á flugvellinum í dag í tilefni flugdagsins 3. júní 2017 16:43 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Borgarstjóri furðar sig á lágflugi herflugvélar á Reykjavíkurflugvelli Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, furðar sig á lágflugi herflugvélar á Reykjavíkurflugvelli í dag og telur að það sé án efa brot á starfsleyfi flugvallarins. Kanadísk F-18 herþota tók á loft á flugvellinum í dag í tilefni flugdagsins 3. júní 2017 16:43