Þarf að vera svigrúm til mats Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. júní 2017 19:15 Allir þeir sem koma að skipan dómara ættu að hugsa sinn gang að sögn formanns Dómarafélags Íslands. Hann telur að ráðherra ætti að hafa svigrúm til mats þegar verið sé að skipa fimmtán nýja dómara. Mikill ófriður ríkir um skipan dómara í landsrétt og ætlar lögmaðurinn Ástráður Haraldsson að stefna dómsmálaráðherra og íslenska ríkinu vegna málsins. Ástráður var á lista hæfisnefndar og hefði fengið sæti í Landsrétti ef ráðherra hefði ekki skipt út fjórum dómurum. Formaður Dómarafélags Íslands, segir ráðherra hafa heimild til að víkja frá tillögum nefndarinnar. „Svo er það annað mál hvernig ráðherra ber að standa að slíku fráviki. Og hvort að þá mat ráðherra getur talist ólögmætt," segir Skúli. Hæfisnefndin tók til starfa árið 2010 og hefur skilað sextán umsögnum en þetta er í fyrsta sinn sem ekki er farið eftir matinu. Skúli bendir á að dómefndin hafi ítrekað verið gagnrýnd fyrir að raða umsækjendum of stíft upp á grundvelli matskenndra sjónarmiða. „Hér kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að þarna standi fimmtán umsækjendur framar öðrum og þegar um er að ræða skipan fimmtán nýrra dómara og það á að manna nýjan dómstól frá grunni hlýtur það óneitanlega að teljast umhugsunarefni," segir Skúli. Telur hann að í þessum aðstæðum þurfi ýmis sjónarmið sem tengjast fjölbreytileika að koma til skoðunar. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að endurskoða þurfi lög og reglur um dómaraskipan út frá reynslunni í þessu máli. Skoðunin sé hins vegar ekki hafin. Yfir þrjú þúsund manns hafa ritað undir áskorun til forseta um að skrifa ekki undir skipan dómaranna. Skúli segir að þeir verði ekki skipaðir án undirskriftar forseta. „Hitt er svo annað mál; hvort forseti Íslands og sá sem nú situr telji sér pólitískt fært að synja ráðherra staðfestingar á slíkri tillögu. Slíkt hefur aldrei gerst," segir Skúli. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Allir þeir sem koma að skipan dómara ættu að hugsa sinn gang að sögn formanns Dómarafélags Íslands. Hann telur að ráðherra ætti að hafa svigrúm til mats þegar verið sé að skipa fimmtán nýja dómara. Mikill ófriður ríkir um skipan dómara í landsrétt og ætlar lögmaðurinn Ástráður Haraldsson að stefna dómsmálaráðherra og íslenska ríkinu vegna málsins. Ástráður var á lista hæfisnefndar og hefði fengið sæti í Landsrétti ef ráðherra hefði ekki skipt út fjórum dómurum. Formaður Dómarafélags Íslands, segir ráðherra hafa heimild til að víkja frá tillögum nefndarinnar. „Svo er það annað mál hvernig ráðherra ber að standa að slíku fráviki. Og hvort að þá mat ráðherra getur talist ólögmætt," segir Skúli. Hæfisnefndin tók til starfa árið 2010 og hefur skilað sextán umsögnum en þetta er í fyrsta sinn sem ekki er farið eftir matinu. Skúli bendir á að dómefndin hafi ítrekað verið gagnrýnd fyrir að raða umsækjendum of stíft upp á grundvelli matskenndra sjónarmiða. „Hér kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að þarna standi fimmtán umsækjendur framar öðrum og þegar um er að ræða skipan fimmtán nýrra dómara og það á að manna nýjan dómstól frá grunni hlýtur það óneitanlega að teljast umhugsunarefni," segir Skúli. Telur hann að í þessum aðstæðum þurfi ýmis sjónarmið sem tengjast fjölbreytileika að koma til skoðunar. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að endurskoða þurfi lög og reglur um dómaraskipan út frá reynslunni í þessu máli. Skoðunin sé hins vegar ekki hafin. Yfir þrjú þúsund manns hafa ritað undir áskorun til forseta um að skrifa ekki undir skipan dómaranna. Skúli segir að þeir verði ekki skipaðir án undirskriftar forseta. „Hitt er svo annað mál; hvort forseti Íslands og sá sem nú situr telji sér pólitískt fært að synja ráðherra staðfestingar á slíkri tillögu. Slíkt hefur aldrei gerst," segir Skúli.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15
Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00