Fimmtíu verðlaunapeningar komnir í hús Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2017 11:00 Hrafnhildur vann tvenn gullverðlaun í gær. vísir/valli Íslensku keppendurnir unnu til níu verðlauna á Smáþjóðaleikunum í San Marinó í gær. Ísland er nú með 22 gull, 13 silfur og 15 brons og í 2. sæti á verðlaunatöflunni með samtals 50 verðlaunapeninga. Lúxemborg er í fyrsta sæti með 81 verðlaunapening.Sund Íslenska boðsundssveitin vann til gullverðlauna í 4x100 metra skriðsundi kvenna. Bryndís Rún Hansen, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Bryndís Bolladóttir syntu á tímanum 3:49,24 sekúndum. Hrafnhildur vann til gullverðlauna í 400 metra fjórsundi á tímanum 4:55,05 sekúndum. Davíð Aðalsteinsson, Kristófer Sigurðsson, Aron Stefánsson og Kristinn Þórarinsson unnu til silfurverðlauna í 4x100 metra skriðsundi karla. Þeir syntu á tímanum 3:27,39 sekúndum og settu þar með nýtt landsmet.Körfubolti Kvennalandsliðið í körfubolta tryggði sér silfurverðlaun með 59-44 sigri á Lúxemborg. Þetta er í fimmta sinn í röð sem íslenska kvennalandsliðið vinnur til silfurverðlauna á Smáþjóðaleikunum. Nánar má lesa um leikinn með því að smella hér.Bogfimi Helga K. Magnúsdóttir vann til gullverðlauna í bogfimi með trissuboga. Hún bar sigurorð af keppanda frá Lúxemborg í úrslitum, 140-129. Margrét Einarsdóttir vann brons í bogfimi með trissuboga. Hún vann keppanda frá San Marínó, 137-133. Tvær íslenskar bogfimisveitir, karlasveit og blönduð sveit, unnu til bronsverðlauna. Blandaða sveitin vann San Marínó 151-148 og karlasveitin vann Kýpur, 330-222.Hjólreiðar Erla S. Sigurðardóttir vann til bronsverðlauna í fjallahjólreiðum. Erla hjólaði á 64 mínútum. Erla vann til silfurverðlauna í götuhjólreiðum á þriðjudaginn og er því komin með tvenn verðlaun á Smáþjóðaleikunum. Íslenska karlaliðið, sem er skipað Bjarka Bjarnasyni, Gústaf Darrasyni og Ingvari Ómarssyni, vann til bronsverðlauna í liðakeppni í fjallahjólreiðum. Íslenska liðið kom í mark eftir fjórar klukkustundir, átta mínútur og 15 sekúndur og var 16 mínútum á eftir San Marínó sem vann keppnina. Ólympíuleikar Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Íslensku keppendurnir unnu til níu verðlauna á Smáþjóðaleikunum í San Marinó í gær. Ísland er nú með 22 gull, 13 silfur og 15 brons og í 2. sæti á verðlaunatöflunni með samtals 50 verðlaunapeninga. Lúxemborg er í fyrsta sæti með 81 verðlaunapening.Sund Íslenska boðsundssveitin vann til gullverðlauna í 4x100 metra skriðsundi kvenna. Bryndís Rún Hansen, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Bryndís Bolladóttir syntu á tímanum 3:49,24 sekúndum. Hrafnhildur vann til gullverðlauna í 400 metra fjórsundi á tímanum 4:55,05 sekúndum. Davíð Aðalsteinsson, Kristófer Sigurðsson, Aron Stefánsson og Kristinn Þórarinsson unnu til silfurverðlauna í 4x100 metra skriðsundi karla. Þeir syntu á tímanum 3:27,39 sekúndum og settu þar með nýtt landsmet.Körfubolti Kvennalandsliðið í körfubolta tryggði sér silfurverðlaun með 59-44 sigri á Lúxemborg. Þetta er í fimmta sinn í röð sem íslenska kvennalandsliðið vinnur til silfurverðlauna á Smáþjóðaleikunum. Nánar má lesa um leikinn með því að smella hér.Bogfimi Helga K. Magnúsdóttir vann til gullverðlauna í bogfimi með trissuboga. Hún bar sigurorð af keppanda frá Lúxemborg í úrslitum, 140-129. Margrét Einarsdóttir vann brons í bogfimi með trissuboga. Hún vann keppanda frá San Marínó, 137-133. Tvær íslenskar bogfimisveitir, karlasveit og blönduð sveit, unnu til bronsverðlauna. Blandaða sveitin vann San Marínó 151-148 og karlasveitin vann Kýpur, 330-222.Hjólreiðar Erla S. Sigurðardóttir vann til bronsverðlauna í fjallahjólreiðum. Erla hjólaði á 64 mínútum. Erla vann til silfurverðlauna í götuhjólreiðum á þriðjudaginn og er því komin með tvenn verðlaun á Smáþjóðaleikunum. Íslenska karlaliðið, sem er skipað Bjarka Bjarnasyni, Gústaf Darrasyni og Ingvari Ómarssyni, vann til bronsverðlauna í liðakeppni í fjallahjólreiðum. Íslenska liðið kom í mark eftir fjórar klukkustundir, átta mínútur og 15 sekúndur og var 16 mínútum á eftir San Marínó sem vann keppnina.
Ólympíuleikar Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira