Heildarfasteignamat íbúða fer í tæpa fimm þúsund milljarða á næsta ári Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2017 19:30 Fasteignamat hækkar að meðaltali um 13,8 prósent frá þessu ári. vísir/eyþór Fasteignamat íbúðar- og atvinnuhúsnæðis á Íslandi fyrir næsta ár er 7.300 milljarðar króna og hækkar að meðaltali um 13,8 prósent frá þessu ári. Hækkun á mati íbúðarhúsnæðis er mest á Húsavík af öllum bæjum landsins eða 42,2 prósent sem formaður Byggðaráðs bæjarins skrifar á aukna ferðaþjónustu og framkvæmdir á Bakka. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað mikið á undanförnum árum enda skortur á íbúðahúsnæði. Hækkun fasteignamats íbúðarhúsnæðis fyrir næsta ár á höfuðborgarsvæðinu er mest í Blesugróf eða 27,8 prósent og verður heildarfasteignamat íbúðarhúsnæðis á landinu á næsta ári rétt tæpar 5 billjónir eða 4.980 milljarðar króna.Hækkunin er örlítið minni utan höfuðborgarsvæðisins eða 12,2 prósent í sérbýli og 13,7 prósent í fjölbýli.Meðaltals hækkun fasteignamats íbúðarhúsnæðis á landinu öllu er 15,8 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu er meðaltalshækkun í sérbýli 17,5 prósent og 15,4 prósent í fjölbýli. Hækkunin er örlítið minni utan höfuðborgarsvæðisins eða 12,2 prósent í sérbýli og 13,7 prósent í fjölbýli. Húsavík sker sig hins vegar úr hvað varðar hækkun fasteignamats í einstökum bæjarfélögum en þar hækkar matið um hvorki meira né minna en 42,2 prósent og í sveitarfélaginu Kjósahreppi er hækkunin svipuð eða 41,3 prósent. Óli Halldórsson formaður Byggðaráðs Húsavíkur og Norðurþings segir uppbygginguna á Bakka hluta af skýringunni á mikilli hækkun fasteignamats. „Þá hefur ferðaþjónustan verið að eflast mjög hratta á Húsavík og það er alveg ljóst að þessir tveir þættir eru kannski mest afgerandi í þessari hækkun á húsnæðisverði. Þar sem ferðaþjónustan bæði fyrir starfsfólk og kúnna pressar á húsnæðismarkaðinn en einnig auðvitað þessi uppbyggingartími á Bakka,“ segir Óli. Af einstökum hverfum á höfuðborgarsvæðinu er hækkunin mest í Blesugróf eins og áður sagði eða 27,8 prósent og síðan í neðra Breiðholti 21,5 prósent og 20 prósent í Fellunum. Í miðborginni er meðaltalshækkunin í kring um 16 prósent, en getur þó farið vel yfir tuttugu prósent á einstökum svæðum miðborgarinnar. Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala segir hækkun fasteignamatsins, í takti við ástandið á markaðnum.Það eru búnar að vera miklar hækkanir mörg ár í röð, er það gott?„Það er alltaf betra að hækkanir séu jafnt og þétt. Í takti við kaupmátt og aðstæður í landinu. Þannig að þessar öru hækkanir frá síðasta ári; ég get ekki sagt að þær séu slæmar, en þær hefðu mátt vera jafnari.“Eftirspurnin er auðvitað gífurleg, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu? „Já, eins og staðan er í dag vantar okkur íbúðir inn á markaðinn. Í augnablikinu er lítið til sölu þótt við sjáum fram á að það eigi eftir að batna á næstu misserum,“ segir Kjartan Hallgeirsson. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Fasteignamat íbúðar- og atvinnuhúsnæðis á Íslandi fyrir næsta ár er 7.300 milljarðar króna og hækkar að meðaltali um 13,8 prósent frá þessu ári. Hækkun á mati íbúðarhúsnæðis er mest á Húsavík af öllum bæjum landsins eða 42,2 prósent sem formaður Byggðaráðs bæjarins skrifar á aukna ferðaþjónustu og framkvæmdir á Bakka. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað mikið á undanförnum árum enda skortur á íbúðahúsnæði. Hækkun fasteignamats íbúðarhúsnæðis fyrir næsta ár á höfuðborgarsvæðinu er mest í Blesugróf eða 27,8 prósent og verður heildarfasteignamat íbúðarhúsnæðis á landinu á næsta ári rétt tæpar 5 billjónir eða 4.980 milljarðar króna.Hækkunin er örlítið minni utan höfuðborgarsvæðisins eða 12,2 prósent í sérbýli og 13,7 prósent í fjölbýli.Meðaltals hækkun fasteignamats íbúðarhúsnæðis á landinu öllu er 15,8 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu er meðaltalshækkun í sérbýli 17,5 prósent og 15,4 prósent í fjölbýli. Hækkunin er örlítið minni utan höfuðborgarsvæðisins eða 12,2 prósent í sérbýli og 13,7 prósent í fjölbýli. Húsavík sker sig hins vegar úr hvað varðar hækkun fasteignamats í einstökum bæjarfélögum en þar hækkar matið um hvorki meira né minna en 42,2 prósent og í sveitarfélaginu Kjósahreppi er hækkunin svipuð eða 41,3 prósent. Óli Halldórsson formaður Byggðaráðs Húsavíkur og Norðurþings segir uppbygginguna á Bakka hluta af skýringunni á mikilli hækkun fasteignamats. „Þá hefur ferðaþjónustan verið að eflast mjög hratta á Húsavík og það er alveg ljóst að þessir tveir þættir eru kannski mest afgerandi í þessari hækkun á húsnæðisverði. Þar sem ferðaþjónustan bæði fyrir starfsfólk og kúnna pressar á húsnæðismarkaðinn en einnig auðvitað þessi uppbyggingartími á Bakka,“ segir Óli. Af einstökum hverfum á höfuðborgarsvæðinu er hækkunin mest í Blesugróf eins og áður sagði eða 27,8 prósent og síðan í neðra Breiðholti 21,5 prósent og 20 prósent í Fellunum. Í miðborginni er meðaltalshækkunin í kring um 16 prósent, en getur þó farið vel yfir tuttugu prósent á einstökum svæðum miðborgarinnar. Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala segir hækkun fasteignamatsins, í takti við ástandið á markaðnum.Það eru búnar að vera miklar hækkanir mörg ár í röð, er það gott?„Það er alltaf betra að hækkanir séu jafnt og þétt. Í takti við kaupmátt og aðstæður í landinu. Þannig að þessar öru hækkanir frá síðasta ári; ég get ekki sagt að þær séu slæmar, en þær hefðu mátt vera jafnari.“Eftirspurnin er auðvitað gífurleg, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu? „Já, eins og staðan er í dag vantar okkur íbúðir inn á markaðinn. Í augnablikinu er lítið til sölu þótt við sjáum fram á að það eigi eftir að batna á næstu misserum,“ segir Kjartan Hallgeirsson.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira