Bein útsending: Tekist á um tillögur um skipun dómara við Landsrétt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. júní 2017 10:53 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. vísir/anton brink Alþingi kemur saman klukkan 11 í dag til þess að ræða tillögur Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. Málið hefur verið umdeilt en Sigríður vék frá áliti dómnefndar um hæfni umsækjenda við embættið. Tillagan var afgreidd úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gærkvöldi. Ágreiningur ríkir hins vegar í nefndinni því meirihluti hennar styður tillöguna en minnihlutinn vildi meiri tíma til þess að fara yfir málið. Þingflokkarnir náðu samkomulagi um miðnætti í gærkvöld um að fresta afgreiðslu málsins þar til klukkan ellefu í dag, en hægt verður að fylgjast með umræðunum í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Sigríður vill að skipaðir verði fjórir einstaklingar; tvær konur og tveir karlar, sem ekki voru á lista hæfnisnefndar um þá fimmtán hæfustu til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Þau eru öll héraðsdómarar og hefur ráðherra sagt að henni hafi ekki þótt hæfnisnefndin meta dómarastörf nægilega mikils þegar hún lagði mat á hæfi umsækjenda. Minnihlutinn vill að málinu verði vísað aftur til Sigríðar til þess að hún geti rökstutt tillögu sína á fullnægjandi hátt. Píratar hafa lýst því yfir að þeir muni að öðrum kosti leggja fram vantrauststillögu á ráðherrann. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ætlar að leggja fram vantraust á Sigríði fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ætla að leggja fram vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra áður en þing klárast fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur og álit sérfræðinga um skipan 15 dómara við Landsrétt. 31. maí 2017 14:51 Allar líkur á að Píratar leggi fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir allar líkur á að Píratar leggi fram vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, felli meirihlutinn á þingi tillögu minnihlutans um að vísa dómaramálinu svokallaða aftur til ráðherrans svo hann rökstutt á fullnægjandi hátt tillögu sína um skipan 15 dómara við Landsrétt. 31. maí 2017 23:40 Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00 Leki úr nefndinni sagður óheppilegur fyrir Alþingi Ganga þarf úr skugga um að það hafi ekki verið nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem létu fjölmiðlum í té upplýsingar um mat á hæfni umsækjenda um dómarastarf í Landsrétti. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Alþingi kemur saman klukkan 11 í dag til þess að ræða tillögur Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. Málið hefur verið umdeilt en Sigríður vék frá áliti dómnefndar um hæfni umsækjenda við embættið. Tillagan var afgreidd úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gærkvöldi. Ágreiningur ríkir hins vegar í nefndinni því meirihluti hennar styður tillöguna en minnihlutinn vildi meiri tíma til þess að fara yfir málið. Þingflokkarnir náðu samkomulagi um miðnætti í gærkvöld um að fresta afgreiðslu málsins þar til klukkan ellefu í dag, en hægt verður að fylgjast með umræðunum í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Sigríður vill að skipaðir verði fjórir einstaklingar; tvær konur og tveir karlar, sem ekki voru á lista hæfnisnefndar um þá fimmtán hæfustu til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Þau eru öll héraðsdómarar og hefur ráðherra sagt að henni hafi ekki þótt hæfnisnefndin meta dómarastörf nægilega mikils þegar hún lagði mat á hæfi umsækjenda. Minnihlutinn vill að málinu verði vísað aftur til Sigríðar til þess að hún geti rökstutt tillögu sína á fullnægjandi hátt. Píratar hafa lýst því yfir að þeir muni að öðrum kosti leggja fram vantrauststillögu á ráðherrann.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ætlar að leggja fram vantraust á Sigríði fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ætla að leggja fram vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra áður en þing klárast fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur og álit sérfræðinga um skipan 15 dómara við Landsrétt. 31. maí 2017 14:51 Allar líkur á að Píratar leggi fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir allar líkur á að Píratar leggi fram vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, felli meirihlutinn á þingi tillögu minnihlutans um að vísa dómaramálinu svokallaða aftur til ráðherrans svo hann rökstutt á fullnægjandi hátt tillögu sína um skipan 15 dómara við Landsrétt. 31. maí 2017 23:40 Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00 Leki úr nefndinni sagður óheppilegur fyrir Alþingi Ganga þarf úr skugga um að það hafi ekki verið nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem létu fjölmiðlum í té upplýsingar um mat á hæfni umsækjenda um dómarastarf í Landsrétti. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Ætlar að leggja fram vantraust á Sigríði fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ætla að leggja fram vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra áður en þing klárast fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur og álit sérfræðinga um skipan 15 dómara við Landsrétt. 31. maí 2017 14:51
Allar líkur á að Píratar leggi fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir allar líkur á að Píratar leggi fram vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, felli meirihlutinn á þingi tillögu minnihlutans um að vísa dómaramálinu svokallaða aftur til ráðherrans svo hann rökstutt á fullnægjandi hátt tillögu sína um skipan 15 dómara við Landsrétt. 31. maí 2017 23:40
Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00
Leki úr nefndinni sagður óheppilegur fyrir Alþingi Ganga þarf úr skugga um að það hafi ekki verið nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem létu fjölmiðlum í té upplýsingar um mat á hæfni umsækjenda um dómarastarf í Landsrétti. 1. júní 2017 07:00