Bein útsending: Tekist á um tillögur um skipun dómara við Landsrétt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. júní 2017 10:53 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. vísir/anton brink Alþingi kemur saman klukkan 11 í dag til þess að ræða tillögur Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. Málið hefur verið umdeilt en Sigríður vék frá áliti dómnefndar um hæfni umsækjenda við embættið. Tillagan var afgreidd úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gærkvöldi. Ágreiningur ríkir hins vegar í nefndinni því meirihluti hennar styður tillöguna en minnihlutinn vildi meiri tíma til þess að fara yfir málið. Þingflokkarnir náðu samkomulagi um miðnætti í gærkvöld um að fresta afgreiðslu málsins þar til klukkan ellefu í dag, en hægt verður að fylgjast með umræðunum í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Sigríður vill að skipaðir verði fjórir einstaklingar; tvær konur og tveir karlar, sem ekki voru á lista hæfnisnefndar um þá fimmtán hæfustu til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Þau eru öll héraðsdómarar og hefur ráðherra sagt að henni hafi ekki þótt hæfnisnefndin meta dómarastörf nægilega mikils þegar hún lagði mat á hæfi umsækjenda. Minnihlutinn vill að málinu verði vísað aftur til Sigríðar til þess að hún geti rökstutt tillögu sína á fullnægjandi hátt. Píratar hafa lýst því yfir að þeir muni að öðrum kosti leggja fram vantrauststillögu á ráðherrann. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ætlar að leggja fram vantraust á Sigríði fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ætla að leggja fram vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra áður en þing klárast fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur og álit sérfræðinga um skipan 15 dómara við Landsrétt. 31. maí 2017 14:51 Allar líkur á að Píratar leggi fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir allar líkur á að Píratar leggi fram vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, felli meirihlutinn á þingi tillögu minnihlutans um að vísa dómaramálinu svokallaða aftur til ráðherrans svo hann rökstutt á fullnægjandi hátt tillögu sína um skipan 15 dómara við Landsrétt. 31. maí 2017 23:40 Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00 Leki úr nefndinni sagður óheppilegur fyrir Alþingi Ganga þarf úr skugga um að það hafi ekki verið nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem létu fjölmiðlum í té upplýsingar um mat á hæfni umsækjenda um dómarastarf í Landsrétti. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Alþingi kemur saman klukkan 11 í dag til þess að ræða tillögur Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. Málið hefur verið umdeilt en Sigríður vék frá áliti dómnefndar um hæfni umsækjenda við embættið. Tillagan var afgreidd úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gærkvöldi. Ágreiningur ríkir hins vegar í nefndinni því meirihluti hennar styður tillöguna en minnihlutinn vildi meiri tíma til þess að fara yfir málið. Þingflokkarnir náðu samkomulagi um miðnætti í gærkvöld um að fresta afgreiðslu málsins þar til klukkan ellefu í dag, en hægt verður að fylgjast með umræðunum í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Sigríður vill að skipaðir verði fjórir einstaklingar; tvær konur og tveir karlar, sem ekki voru á lista hæfnisnefndar um þá fimmtán hæfustu til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Þau eru öll héraðsdómarar og hefur ráðherra sagt að henni hafi ekki þótt hæfnisnefndin meta dómarastörf nægilega mikils þegar hún lagði mat á hæfi umsækjenda. Minnihlutinn vill að málinu verði vísað aftur til Sigríðar til þess að hún geti rökstutt tillögu sína á fullnægjandi hátt. Píratar hafa lýst því yfir að þeir muni að öðrum kosti leggja fram vantrauststillögu á ráðherrann.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ætlar að leggja fram vantraust á Sigríði fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ætla að leggja fram vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra áður en þing klárast fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur og álit sérfræðinga um skipan 15 dómara við Landsrétt. 31. maí 2017 14:51 Allar líkur á að Píratar leggi fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir allar líkur á að Píratar leggi fram vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, felli meirihlutinn á þingi tillögu minnihlutans um að vísa dómaramálinu svokallaða aftur til ráðherrans svo hann rökstutt á fullnægjandi hátt tillögu sína um skipan 15 dómara við Landsrétt. 31. maí 2017 23:40 Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00 Leki úr nefndinni sagður óheppilegur fyrir Alþingi Ganga þarf úr skugga um að það hafi ekki verið nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem létu fjölmiðlum í té upplýsingar um mat á hæfni umsækjenda um dómarastarf í Landsrétti. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Ætlar að leggja fram vantraust á Sigríði fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ætla að leggja fram vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra áður en þing klárast fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur og álit sérfræðinga um skipan 15 dómara við Landsrétt. 31. maí 2017 14:51
Allar líkur á að Píratar leggi fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir allar líkur á að Píratar leggi fram vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, felli meirihlutinn á þingi tillögu minnihlutans um að vísa dómaramálinu svokallaða aftur til ráðherrans svo hann rökstutt á fullnægjandi hátt tillögu sína um skipan 15 dómara við Landsrétt. 31. maí 2017 23:40
Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00
Leki úr nefndinni sagður óheppilegur fyrir Alþingi Ganga þarf úr skugga um að það hafi ekki verið nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem létu fjölmiðlum í té upplýsingar um mat á hæfni umsækjenda um dómarastarf í Landsrétti. 1. júní 2017 07:00