Fornleifauppgröfturinn á Dysnesi merkilegur fyrir margar sakir Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2017 14:00 Fornleifafræðingar að störfum á Dysnesi í byrjun vikunnar. Vísir/Auðunn Tvö bátskuml og víkingasverð eru á meðal þess sem fundist hefur við fornleifauppgröft á Dysnesi norðan Akureyrar í vikunni. Hinn eiginlegi uppgröftur hefst þó í dag en hingað til hefur jarðvegi aðeins verið lyft af nesinu. Fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni segir fundinn merkilegan fyrir margar sakir. „Hinn eiginlegi fornleifauppgröftur er í raun ekki hafinn. Við erum bara að mestu búin að vera að hreinsa svæðið. Við fundum svo fyrsta kumlið því að á einhverjum tímapunkti hefur það verið rænt, það hefur semsagt verið opnað aftur,“ segir Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni. Vísir flutti fréttir af uppgreftrinum í byrjun vikunnar en þá höfðu fræðingar komið niður á eitt kuml. Eftir að staðfesting fékkst á því að um kuml væri að ræða var uppgreftrarsvæðið stækkað. Nú hefur nær allt Dysnesið verið „opnað,“ þ.e. grasið á svæðinu hefur verið tekið ofan af jarðveginum.Sverðið verður flutt á ÞjóðminjasafniðVið opnunina komu þrjú kuml í ljós til viðbótar við það sem fannst fyrst. Tvö kumlanna eru bátskuml en að sögn Hildar hafa þau orðið nokkuð illa fyrir barðinu á sjávarrofi. Í öðru þessara bátskumla fannst sverð. „Í öðru þeirra fannst sverðið, sem við lyftum í gær með jarðveginum sem það lá í. Það kom forvörður hingað í gær og gerði það. Sverðið fer svo á Þjóðminjasafnið samkvæmt lögum, þar sem fleiri forverðir taka við því. Það verður í raun grafið upp á rannsóknarstofu,“ segir Hildur. Sverðið er mjög brotið og úr því vantar stóran part. Hildur segir ásigkomulag sverðsins af náttúrunnar völdum. „Það er ofboðslega illa farið og kom í raun beint undan sverðinum þegar grasið var tekið ofan af. Sjórinn hefur rofið stærstan hluta kumlsins og á einhverjum tímapunkti hefur sverðið því legið á yfirborði eða rétt undir yfirborðinu í einhverja áratugi.“Nær allt gras hefur nú verið fjarlægt af nesinu. Eiginlegur uppgröftur hefst í dag.Hildur GestsdóttirFundurinn um margt óvenjulegurHildur segir uppgröftinn á Dysnesi þýðingarmikinn fyrir fornleifarannsóknir á Íslandi. „Stærsti uppgrafni kumlateigurinn sem hefur fundist á landinu er um 14 kuml og fyrir nokkrum árum fundust svo 10 saman. Það sem er merkilegast við þennan fund er að þarna eru tveir bátar, að minnsta kosti enn sem komið er, en þetta er bara í annað skiptið sem tvö bátakuml finnast á sama stað. Hitt dæmið var í Dalvík.“ Auk bátskumlanna tveggja, sem eru sjaldgæfur fundur, er sverðið einnig mjög merkilegt en aðeins hafa fundist um 15-20 sverð við fornleifauppgröft á Íslandi. Hildur segir einnig að stærðin á haugnum, eða kumlinu, sem fannst fyrst sé mjög óvenjuleg. „Hann er mjög stór virðist vera, kannski svona 5 eða 6 metrar á lengd. Sem er óvenjustórt. Það er því ekki fjöldinn heldur skalinn sem er óvenjulegur í þessum fornleifauppgreftri.“ Hinn eiginlegi uppgröftur á svæðinu, þar sem grafið verður í kumlin, hefst í dag. Hildur segir að rannsakendur muni vinna að uppgreftrinum út næstu viku í það minnsta en þau eru vongóð um að hafa fleiri fornleifar upp úr krafsinu. Fornminjar Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Tvö bátskuml og víkingasverð eru á meðal þess sem fundist hefur við fornleifauppgröft á Dysnesi norðan Akureyrar í vikunni. Hinn eiginlegi uppgröftur hefst þó í dag en hingað til hefur jarðvegi aðeins verið lyft af nesinu. Fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni segir fundinn merkilegan fyrir margar sakir. „Hinn eiginlegi fornleifauppgröftur er í raun ekki hafinn. Við erum bara að mestu búin að vera að hreinsa svæðið. Við fundum svo fyrsta kumlið því að á einhverjum tímapunkti hefur það verið rænt, það hefur semsagt verið opnað aftur,“ segir Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni. Vísir flutti fréttir af uppgreftrinum í byrjun vikunnar en þá höfðu fræðingar komið niður á eitt kuml. Eftir að staðfesting fékkst á því að um kuml væri að ræða var uppgreftrarsvæðið stækkað. Nú hefur nær allt Dysnesið verið „opnað,“ þ.e. grasið á svæðinu hefur verið tekið ofan af jarðveginum.Sverðið verður flutt á ÞjóðminjasafniðVið opnunina komu þrjú kuml í ljós til viðbótar við það sem fannst fyrst. Tvö kumlanna eru bátskuml en að sögn Hildar hafa þau orðið nokkuð illa fyrir barðinu á sjávarrofi. Í öðru þessara bátskumla fannst sverð. „Í öðru þeirra fannst sverðið, sem við lyftum í gær með jarðveginum sem það lá í. Það kom forvörður hingað í gær og gerði það. Sverðið fer svo á Þjóðminjasafnið samkvæmt lögum, þar sem fleiri forverðir taka við því. Það verður í raun grafið upp á rannsóknarstofu,“ segir Hildur. Sverðið er mjög brotið og úr því vantar stóran part. Hildur segir ásigkomulag sverðsins af náttúrunnar völdum. „Það er ofboðslega illa farið og kom í raun beint undan sverðinum þegar grasið var tekið ofan af. Sjórinn hefur rofið stærstan hluta kumlsins og á einhverjum tímapunkti hefur sverðið því legið á yfirborði eða rétt undir yfirborðinu í einhverja áratugi.“Nær allt gras hefur nú verið fjarlægt af nesinu. Eiginlegur uppgröftur hefst í dag.Hildur GestsdóttirFundurinn um margt óvenjulegurHildur segir uppgröftinn á Dysnesi þýðingarmikinn fyrir fornleifarannsóknir á Íslandi. „Stærsti uppgrafni kumlateigurinn sem hefur fundist á landinu er um 14 kuml og fyrir nokkrum árum fundust svo 10 saman. Það sem er merkilegast við þennan fund er að þarna eru tveir bátar, að minnsta kosti enn sem komið er, en þetta er bara í annað skiptið sem tvö bátakuml finnast á sama stað. Hitt dæmið var í Dalvík.“ Auk bátskumlanna tveggja, sem eru sjaldgæfur fundur, er sverðið einnig mjög merkilegt en aðeins hafa fundist um 15-20 sverð við fornleifauppgröft á Íslandi. Hildur segir einnig að stærðin á haugnum, eða kumlinu, sem fannst fyrst sé mjög óvenjuleg. „Hann er mjög stór virðist vera, kannski svona 5 eða 6 metrar á lengd. Sem er óvenjustórt. Það er því ekki fjöldinn heldur skalinn sem er óvenjulegur í þessum fornleifauppgreftri.“ Hinn eiginlegi uppgröftur á svæðinu, þar sem grafið verður í kumlin, hefst í dag. Hildur segir að rannsakendur muni vinna að uppgreftrinum út næstu viku í það minnsta en þau eru vongóð um að hafa fleiri fornleifar upp úr krafsinu.
Fornminjar Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira