Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2017 17:33 Maðurinn var dæmdur fyrir kynferðisbrot árið 2008. VÍSIR/GVA Hæstiréttur féllst á það í dag að svipting lögmannsréttinda kynferðisbrotamannsins Roberts Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson, yrði felld niður og því fær hann að halda réttindum sínum til að vera héraðsdómslögmaður. Robert hafði áður verið dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum og hafði héraðsdómur áður einnig fallist á beiðni hans um að hann fengi lögmannsréttindin aftur. Vísað var í dóm manns sem fékk lögmannsréttindi sín aftur árið 1980 þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp og af því ráðið að jafnvel svo alvarlegt brot standi ekki í vegi að svipting lögmannsréttinda verði felld niður. Í úrskurði Hæstaréttar segir að forseti Íslands hafi þann 16. september árið 2016 veitt Róberti uppreist æru og því hafi hann öðlast óflekkað mannorð samkvæmt lögum. Liðin séu níu ár frá því að hann braut af sér og þá hafi ekki hafi verið sýnt fram á að það sé varhugavert að hann öðlist lögmannsréttindi sín að nýju.Þóttist vera 17 ára táningur og nýtti sér yfirburði sínaÍ dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2007 kemur fram að Róbert hafi nýtt sér yfirburði sína til að tæla fjórar stúlkur, þrjár 15 ára og eina 14 ára gamla, með peningagreiðslum og blekkingum. Komst hann í samband við þær með blekkingum, og þóttist hann til að mynda vera 17 ára gamall táningspiltur að nafni Rikki í samskiptum við eina þeirra í gegnum netið. Þá hafi hann í 15 skipti tælt aðra stúlku, sem þá var 15 ára með peningagreiðslum og blekkingum til þess að hafa við sig kynferðismök í bifreið á ýmsum stöðum í Reykjavík. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Kompás um Róbert Árna en þátturinn er frá árinu 2007. Tengdar fréttir Starfar ekki sem lögmaður aftur Lögmannafélag Íslands hafði ekki hugmynd um að Róbert Árni Hreiðarsson væri grunaður um kynferðisbrot fyrr en fjallað var um málið í fjölmiðlum. Formaður félagsins segir að lögreglan ætti að hafa heimild til að tilkynna félaginu ef grunur leikur á að lögmaður hafi framið lögbrot. Róbert Árni mun að öllum líkindum aldrei starfa sem lögmaður á ný. 27. september 2007 18:57 Með 335 stúlkur á skrá Róbert Árni Hreiðarsson, sem í dag var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum, hafði í fórum sínum minnisbók með nöfnum, netföngum og símanúmerum 335 stúlkna, þegar lögregla gerði húsleit á heimili hans að Traðarlandi í september 2005. 26. september 2007 16:14 Þyrfti að fá uppreisn æru Ekki er útilokað að Róbert Árni Hreiðarsson fái lögmannsréttindi sín aftur, með því að honum yrði veitt uppreisn æru. Það mætti gera með forsetabréfi, eftir tillögu dómsmálaráðherra, eins og gert var í tilfelli Árna Johnsen alþingismanns. 30. september 2007 00:01 Kompáslögmaður í þriggja ára fangelsi Róbert Árni Hreiðarsson lögmaður var í dag dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart fjórum unglingsstúlkum. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir vörslu barnakláms. 26. september 2007 15:23 Eðlilegt að Róbert fái þyngri dóm en ella Atli Gíslason, alþingismaður og lögmaður segir að með brotum sínum hafi Róbert Árni Hreiðarsson varpað skugga á heiður lögmannastéttarinnar. 26. september 2007 16:47 Róbert Árni á leið heim til að loka lögmannstofunni Lögmaðurinn Róbert Árni Hreiðarsson, sem dæmdur var í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum er væntanlegur til landsins á næstunni. Hann hyggst loka lögmannsstofu sinni og koma þeim málum sem hann hefur verið með yfir á aðra lögmenn. 2. október 2007 13:11 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Hæstiréttur féllst á það í dag að svipting lögmannsréttinda kynferðisbrotamannsins Roberts Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson, yrði felld niður og því fær hann að halda réttindum sínum til að vera héraðsdómslögmaður. Robert hafði áður verið dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum og hafði héraðsdómur áður einnig fallist á beiðni hans um að hann fengi lögmannsréttindin aftur. Vísað var í dóm manns sem fékk lögmannsréttindi sín aftur árið 1980 þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp og af því ráðið að jafnvel svo alvarlegt brot standi ekki í vegi að svipting lögmannsréttinda verði felld niður. Í úrskurði Hæstaréttar segir að forseti Íslands hafi þann 16. september árið 2016 veitt Róberti uppreist æru og því hafi hann öðlast óflekkað mannorð samkvæmt lögum. Liðin séu níu ár frá því að hann braut af sér og þá hafi ekki hafi verið sýnt fram á að það sé varhugavert að hann öðlist lögmannsréttindi sín að nýju.Þóttist vera 17 ára táningur og nýtti sér yfirburði sínaÍ dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2007 kemur fram að Róbert hafi nýtt sér yfirburði sína til að tæla fjórar stúlkur, þrjár 15 ára og eina 14 ára gamla, með peningagreiðslum og blekkingum. Komst hann í samband við þær með blekkingum, og þóttist hann til að mynda vera 17 ára gamall táningspiltur að nafni Rikki í samskiptum við eina þeirra í gegnum netið. Þá hafi hann í 15 skipti tælt aðra stúlku, sem þá var 15 ára með peningagreiðslum og blekkingum til þess að hafa við sig kynferðismök í bifreið á ýmsum stöðum í Reykjavík. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Kompás um Róbert Árna en þátturinn er frá árinu 2007.
Tengdar fréttir Starfar ekki sem lögmaður aftur Lögmannafélag Íslands hafði ekki hugmynd um að Róbert Árni Hreiðarsson væri grunaður um kynferðisbrot fyrr en fjallað var um málið í fjölmiðlum. Formaður félagsins segir að lögreglan ætti að hafa heimild til að tilkynna félaginu ef grunur leikur á að lögmaður hafi framið lögbrot. Róbert Árni mun að öllum líkindum aldrei starfa sem lögmaður á ný. 27. september 2007 18:57 Með 335 stúlkur á skrá Róbert Árni Hreiðarsson, sem í dag var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum, hafði í fórum sínum minnisbók með nöfnum, netföngum og símanúmerum 335 stúlkna, þegar lögregla gerði húsleit á heimili hans að Traðarlandi í september 2005. 26. september 2007 16:14 Þyrfti að fá uppreisn æru Ekki er útilokað að Róbert Árni Hreiðarsson fái lögmannsréttindi sín aftur, með því að honum yrði veitt uppreisn æru. Það mætti gera með forsetabréfi, eftir tillögu dómsmálaráðherra, eins og gert var í tilfelli Árna Johnsen alþingismanns. 30. september 2007 00:01 Kompáslögmaður í þriggja ára fangelsi Róbert Árni Hreiðarsson lögmaður var í dag dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart fjórum unglingsstúlkum. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir vörslu barnakláms. 26. september 2007 15:23 Eðlilegt að Róbert fái þyngri dóm en ella Atli Gíslason, alþingismaður og lögmaður segir að með brotum sínum hafi Róbert Árni Hreiðarsson varpað skugga á heiður lögmannastéttarinnar. 26. september 2007 16:47 Róbert Árni á leið heim til að loka lögmannstofunni Lögmaðurinn Róbert Árni Hreiðarsson, sem dæmdur var í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum er væntanlegur til landsins á næstunni. Hann hyggst loka lögmannsstofu sinni og koma þeim málum sem hann hefur verið með yfir á aðra lögmenn. 2. október 2007 13:11 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Starfar ekki sem lögmaður aftur Lögmannafélag Íslands hafði ekki hugmynd um að Róbert Árni Hreiðarsson væri grunaður um kynferðisbrot fyrr en fjallað var um málið í fjölmiðlum. Formaður félagsins segir að lögreglan ætti að hafa heimild til að tilkynna félaginu ef grunur leikur á að lögmaður hafi framið lögbrot. Róbert Árni mun að öllum líkindum aldrei starfa sem lögmaður á ný. 27. september 2007 18:57
Með 335 stúlkur á skrá Róbert Árni Hreiðarsson, sem í dag var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum, hafði í fórum sínum minnisbók með nöfnum, netföngum og símanúmerum 335 stúlkna, þegar lögregla gerði húsleit á heimili hans að Traðarlandi í september 2005. 26. september 2007 16:14
Þyrfti að fá uppreisn æru Ekki er útilokað að Róbert Árni Hreiðarsson fái lögmannsréttindi sín aftur, með því að honum yrði veitt uppreisn æru. Það mætti gera með forsetabréfi, eftir tillögu dómsmálaráðherra, eins og gert var í tilfelli Árna Johnsen alþingismanns. 30. september 2007 00:01
Kompáslögmaður í þriggja ára fangelsi Róbert Árni Hreiðarsson lögmaður var í dag dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart fjórum unglingsstúlkum. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir vörslu barnakláms. 26. september 2007 15:23
Eðlilegt að Róbert fái þyngri dóm en ella Atli Gíslason, alþingismaður og lögmaður segir að með brotum sínum hafi Róbert Árni Hreiðarsson varpað skugga á heiður lögmannastéttarinnar. 26. september 2007 16:47
Róbert Árni á leið heim til að loka lögmannstofunni Lögmaðurinn Róbert Árni Hreiðarsson, sem dæmdur var í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum er væntanlegur til landsins á næstunni. Hann hyggst loka lögmannsstofu sinni og koma þeim málum sem hann hefur verið með yfir á aðra lögmenn. 2. október 2007 13:11