Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2017 17:33 Maðurinn var dæmdur fyrir kynferðisbrot árið 2008. VÍSIR/GVA Hæstiréttur féllst á það í dag að svipting lögmannsréttinda kynferðisbrotamannsins Roberts Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson, yrði felld niður og því fær hann að halda réttindum sínum til að vera héraðsdómslögmaður. Robert hafði áður verið dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum og hafði héraðsdómur áður einnig fallist á beiðni hans um að hann fengi lögmannsréttindin aftur. Vísað var í dóm manns sem fékk lögmannsréttindi sín aftur árið 1980 þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp og af því ráðið að jafnvel svo alvarlegt brot standi ekki í vegi að svipting lögmannsréttinda verði felld niður. Í úrskurði Hæstaréttar segir að forseti Íslands hafi þann 16. september árið 2016 veitt Róberti uppreist æru og því hafi hann öðlast óflekkað mannorð samkvæmt lögum. Liðin séu níu ár frá því að hann braut af sér og þá hafi ekki hafi verið sýnt fram á að það sé varhugavert að hann öðlist lögmannsréttindi sín að nýju.Þóttist vera 17 ára táningur og nýtti sér yfirburði sínaÍ dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2007 kemur fram að Róbert hafi nýtt sér yfirburði sína til að tæla fjórar stúlkur, þrjár 15 ára og eina 14 ára gamla, með peningagreiðslum og blekkingum. Komst hann í samband við þær með blekkingum, og þóttist hann til að mynda vera 17 ára gamall táningspiltur að nafni Rikki í samskiptum við eina þeirra í gegnum netið. Þá hafi hann í 15 skipti tælt aðra stúlku, sem þá var 15 ára með peningagreiðslum og blekkingum til þess að hafa við sig kynferðismök í bifreið á ýmsum stöðum í Reykjavík. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Kompás um Róbert Árna en þátturinn er frá árinu 2007. Tengdar fréttir Starfar ekki sem lögmaður aftur Lögmannafélag Íslands hafði ekki hugmynd um að Róbert Árni Hreiðarsson væri grunaður um kynferðisbrot fyrr en fjallað var um málið í fjölmiðlum. Formaður félagsins segir að lögreglan ætti að hafa heimild til að tilkynna félaginu ef grunur leikur á að lögmaður hafi framið lögbrot. Róbert Árni mun að öllum líkindum aldrei starfa sem lögmaður á ný. 27. september 2007 18:57 Með 335 stúlkur á skrá Róbert Árni Hreiðarsson, sem í dag var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum, hafði í fórum sínum minnisbók með nöfnum, netföngum og símanúmerum 335 stúlkna, þegar lögregla gerði húsleit á heimili hans að Traðarlandi í september 2005. 26. september 2007 16:14 Þyrfti að fá uppreisn æru Ekki er útilokað að Róbert Árni Hreiðarsson fái lögmannsréttindi sín aftur, með því að honum yrði veitt uppreisn æru. Það mætti gera með forsetabréfi, eftir tillögu dómsmálaráðherra, eins og gert var í tilfelli Árna Johnsen alþingismanns. 30. september 2007 00:01 Kompáslögmaður í þriggja ára fangelsi Róbert Árni Hreiðarsson lögmaður var í dag dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart fjórum unglingsstúlkum. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir vörslu barnakláms. 26. september 2007 15:23 Eðlilegt að Róbert fái þyngri dóm en ella Atli Gíslason, alþingismaður og lögmaður segir að með brotum sínum hafi Róbert Árni Hreiðarsson varpað skugga á heiður lögmannastéttarinnar. 26. september 2007 16:47 Róbert Árni á leið heim til að loka lögmannstofunni Lögmaðurinn Róbert Árni Hreiðarsson, sem dæmdur var í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum er væntanlegur til landsins á næstunni. Hann hyggst loka lögmannsstofu sinni og koma þeim málum sem hann hefur verið með yfir á aðra lögmenn. 2. október 2007 13:11 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Hæstiréttur féllst á það í dag að svipting lögmannsréttinda kynferðisbrotamannsins Roberts Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson, yrði felld niður og því fær hann að halda réttindum sínum til að vera héraðsdómslögmaður. Robert hafði áður verið dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum og hafði héraðsdómur áður einnig fallist á beiðni hans um að hann fengi lögmannsréttindin aftur. Vísað var í dóm manns sem fékk lögmannsréttindi sín aftur árið 1980 þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp og af því ráðið að jafnvel svo alvarlegt brot standi ekki í vegi að svipting lögmannsréttinda verði felld niður. Í úrskurði Hæstaréttar segir að forseti Íslands hafi þann 16. september árið 2016 veitt Róberti uppreist æru og því hafi hann öðlast óflekkað mannorð samkvæmt lögum. Liðin séu níu ár frá því að hann braut af sér og þá hafi ekki hafi verið sýnt fram á að það sé varhugavert að hann öðlist lögmannsréttindi sín að nýju.Þóttist vera 17 ára táningur og nýtti sér yfirburði sínaÍ dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2007 kemur fram að Róbert hafi nýtt sér yfirburði sína til að tæla fjórar stúlkur, þrjár 15 ára og eina 14 ára gamla, með peningagreiðslum og blekkingum. Komst hann í samband við þær með blekkingum, og þóttist hann til að mynda vera 17 ára gamall táningspiltur að nafni Rikki í samskiptum við eina þeirra í gegnum netið. Þá hafi hann í 15 skipti tælt aðra stúlku, sem þá var 15 ára með peningagreiðslum og blekkingum til þess að hafa við sig kynferðismök í bifreið á ýmsum stöðum í Reykjavík. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Kompás um Róbert Árna en þátturinn er frá árinu 2007.
Tengdar fréttir Starfar ekki sem lögmaður aftur Lögmannafélag Íslands hafði ekki hugmynd um að Róbert Árni Hreiðarsson væri grunaður um kynferðisbrot fyrr en fjallað var um málið í fjölmiðlum. Formaður félagsins segir að lögreglan ætti að hafa heimild til að tilkynna félaginu ef grunur leikur á að lögmaður hafi framið lögbrot. Róbert Árni mun að öllum líkindum aldrei starfa sem lögmaður á ný. 27. september 2007 18:57 Með 335 stúlkur á skrá Róbert Árni Hreiðarsson, sem í dag var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum, hafði í fórum sínum minnisbók með nöfnum, netföngum og símanúmerum 335 stúlkna, þegar lögregla gerði húsleit á heimili hans að Traðarlandi í september 2005. 26. september 2007 16:14 Þyrfti að fá uppreisn æru Ekki er útilokað að Róbert Árni Hreiðarsson fái lögmannsréttindi sín aftur, með því að honum yrði veitt uppreisn æru. Það mætti gera með forsetabréfi, eftir tillögu dómsmálaráðherra, eins og gert var í tilfelli Árna Johnsen alþingismanns. 30. september 2007 00:01 Kompáslögmaður í þriggja ára fangelsi Róbert Árni Hreiðarsson lögmaður var í dag dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart fjórum unglingsstúlkum. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir vörslu barnakláms. 26. september 2007 15:23 Eðlilegt að Róbert fái þyngri dóm en ella Atli Gíslason, alþingismaður og lögmaður segir að með brotum sínum hafi Róbert Árni Hreiðarsson varpað skugga á heiður lögmannastéttarinnar. 26. september 2007 16:47 Róbert Árni á leið heim til að loka lögmannstofunni Lögmaðurinn Róbert Árni Hreiðarsson, sem dæmdur var í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum er væntanlegur til landsins á næstunni. Hann hyggst loka lögmannsstofu sinni og koma þeim málum sem hann hefur verið með yfir á aðra lögmenn. 2. október 2007 13:11 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Starfar ekki sem lögmaður aftur Lögmannafélag Íslands hafði ekki hugmynd um að Róbert Árni Hreiðarsson væri grunaður um kynferðisbrot fyrr en fjallað var um málið í fjölmiðlum. Formaður félagsins segir að lögreglan ætti að hafa heimild til að tilkynna félaginu ef grunur leikur á að lögmaður hafi framið lögbrot. Róbert Árni mun að öllum líkindum aldrei starfa sem lögmaður á ný. 27. september 2007 18:57
Með 335 stúlkur á skrá Róbert Árni Hreiðarsson, sem í dag var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum, hafði í fórum sínum minnisbók með nöfnum, netföngum og símanúmerum 335 stúlkna, þegar lögregla gerði húsleit á heimili hans að Traðarlandi í september 2005. 26. september 2007 16:14
Þyrfti að fá uppreisn æru Ekki er útilokað að Róbert Árni Hreiðarsson fái lögmannsréttindi sín aftur, með því að honum yrði veitt uppreisn æru. Það mætti gera með forsetabréfi, eftir tillögu dómsmálaráðherra, eins og gert var í tilfelli Árna Johnsen alþingismanns. 30. september 2007 00:01
Kompáslögmaður í þriggja ára fangelsi Róbert Árni Hreiðarsson lögmaður var í dag dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart fjórum unglingsstúlkum. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir vörslu barnakláms. 26. september 2007 15:23
Eðlilegt að Róbert fái þyngri dóm en ella Atli Gíslason, alþingismaður og lögmaður segir að með brotum sínum hafi Róbert Árni Hreiðarsson varpað skugga á heiður lögmannastéttarinnar. 26. september 2007 16:47
Róbert Árni á leið heim til að loka lögmannstofunni Lögmaðurinn Róbert Árni Hreiðarsson, sem dæmdur var í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum er væntanlegur til landsins á næstunni. Hann hyggst loka lögmannsstofu sinni og koma þeim málum sem hann hefur verið með yfir á aðra lögmenn. 2. október 2007 13:11