Erlent

Trump hlýddi á lofræður ráðherra sinna um sig

Atli Ísleifsson skrifar
Eftir að hafa lokið sér af gaf Trump orðið laust þar sem hver ráðherrann á fætur öðrum tók til máls og lofaði Trump.
Eftir að hafa lokið sér af gaf Trump orðið laust þar sem hver ráðherrann á fætur öðrum tók til máls og lofaði Trump. Vísir/AFP
Lofræður ráðherra Bandaríkjastjórnar um Donald Trump forseta vöktu mikla athygli fjölmiðlamanna á fyrsta fullskipaða ríkisstjórnarfundi stjórnar Trump í gær.

Forsetinn byrjaði á því að segja frá afrekum stjórnarinnar á fyrstu 143 dögum sinnar við völd og sagði engan forseta [...] með fáum undantekningum [...] hafa komið eins miklu í verk og hann sjálfur.

Eftir að hafa lokið sér af gaf hann orðið laust þar sem hver ráðherrann á fætur öðrum tók til máls og lofaði Trump, sögðu það blessun og forréttindi að fá að starfa fyrir hann.

Fréttamaður CNN segir þetta „undarlegasta ríkisstjórnarfund sögunnar“ og sagði fréttamaður New York Times fundinn hafa helst líkst stjórnarfundi í raunveruleikaþætti.

Sjá má samanklippt myndbrot Guardian frá fundinum í spilaranum að neðan.

Fundurinn hefur vakið mikla athygli og var Chuck Schumer, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá New York, fljótur að gera grín að honum á Twitter-síðu sinni líkt og sjá má að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×