Íslandsmótið í holukeppni aðeins leikið á 13 holum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. júní 2017 11:00 Svona verður þetta í Eyjum. vísir/GSÍ Íslandsmótið í holukeppni í Vestmannaeyjum verður sögulegt því í fyrsta sinn verður ekki leikið á 18 holum heldur aðeins 13. „Golfsamband Íslands hefur ákveðið, í samstarfi við Golfklúbb Vestmannaeyja, að fylgja eftir nýlegu afnámi á 18-holna kröfunni úr mótsreglugerðum GSÍ með því að leika 13 holur í stað 18 í KPMG-bikarnum - Íslandsmótinu í holukeppni, sem fram fer í Eyjum 23. - 25. júní nk. Þetta verður í fyrsta sinn, svo vitað sé, sem landskeppni rótgróinnar golfþjóðar fer fram á velli með færri en 18 holur,“ segir í tilkynningu frá GSÍ. Afnám GSÍ á 18 holna kröfunni vakti talsverða athygli í golfheiminum og segir Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, að rætt hefði verið lauslega um að fylgja þeirri ákvörðun eftir með því að halda Íslandsmótið í holukeppni á velli með færri en átján holur. „Við ákváðum ásamt Eyjamönnum að láta slag standa núna, frekar en að bíða færis síðar, eftir að nokkrar flatanna í Eyjum virtust hafa mátt þola óvenju mikla sjávarseltu. Við gerum þetta til að hlífa umræddum flötum og af virðingu við keppendur, sem eiga skilið að leika við bestu mögulegu aðstæður. Enn fremur er þetta táknræn aðgerð til að vekja golfhreyfinguna til umhugsunar um það hversu mikla áherslu við eigum að leggja á 18 holur. Þar höfum við tekið forystu á alþjóðavettvangi og finnum fyrir meðbyr vegna þess,“ segir Haukur.Nánar má lesa um málið hér. Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Íslandsmótið í holukeppni í Vestmannaeyjum verður sögulegt því í fyrsta sinn verður ekki leikið á 18 holum heldur aðeins 13. „Golfsamband Íslands hefur ákveðið, í samstarfi við Golfklúbb Vestmannaeyja, að fylgja eftir nýlegu afnámi á 18-holna kröfunni úr mótsreglugerðum GSÍ með því að leika 13 holur í stað 18 í KPMG-bikarnum - Íslandsmótinu í holukeppni, sem fram fer í Eyjum 23. - 25. júní nk. Þetta verður í fyrsta sinn, svo vitað sé, sem landskeppni rótgróinnar golfþjóðar fer fram á velli með færri en 18 holur,“ segir í tilkynningu frá GSÍ. Afnám GSÍ á 18 holna kröfunni vakti talsverða athygli í golfheiminum og segir Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, að rætt hefði verið lauslega um að fylgja þeirri ákvörðun eftir með því að halda Íslandsmótið í holukeppni á velli með færri en átján holur. „Við ákváðum ásamt Eyjamönnum að láta slag standa núna, frekar en að bíða færis síðar, eftir að nokkrar flatanna í Eyjum virtust hafa mátt þola óvenju mikla sjávarseltu. Við gerum þetta til að hlífa umræddum flötum og af virðingu við keppendur, sem eiga skilið að leika við bestu mögulegu aðstæður. Enn fremur er þetta táknræn aðgerð til að vekja golfhreyfinguna til umhugsunar um það hversu mikla áherslu við eigum að leggja á 18 holur. Þar höfum við tekið forystu á alþjóðavettvangi og finnum fyrir meðbyr vegna þess,“ segir Haukur.Nánar má lesa um málið hér.
Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira