Erlenda pressan: Hinn mikli sigurvegari þennan sunnudag er Ísland Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júní 2017 22:18 Okkar menn fögnuðu vel og innilega með stuðningsmönnum eftir leik. Vísir/Ernir Sigur strákanna okkar á Króötum í Laugardalnum í kvöld vekur eðlilega mikla athygli úti í heimi. Knattspyrna er langvinsælasta íþróttagrein heimsins og okkar menn vöktu heimsathygli í Frakklandi síðasta sumar og unnu hug og hjörtu margra. „Háspenna er í I-riðli. Hinn mikli sigurvegari þennan sunnudag er Ísland,“ segir í umfjöllun þýska miðilsins Kicker. Í toppslagnum slógu Íslendingar toppliðinu Króatíu ref fyrir rass. „Ótrúlegur sigur hjá Íslandi þar sem liðin á hæla þeirra unnu einnig sigur.“ „Skalli Harðar Magnússonar skapar enn einn óvæntan sigur Íslands sem deila nú toppsætinu í undankeppni heimsmeistaramótsins,“ segir í fyrirsögn Daily Mail. „Lukkumark af öxl Harðar Magnússonar tryggði íslenskan sigur.“ „Ísland vinnur dramatískan sigur með marki undir lokin,“ segir í umfjöllun Fox Sports. Berlingske Tidende slá upp fyrirsögninni: „Huh! Huh! Huh! Íslendingar á HM-braut eftir síðbúið mark gegn Króatíu“. Er augljóslega verið að vísa í Víkingaklappið sem tekið var tvisvar í Laugardalnum í kvöld. Króatískir miðlar eru eðli málsins samkvæmt ekki í skýjunum með frammistöðu sinna manna. Á einum þeirra mest lesnu miðlum, 24sata.hr, er talað um svartan júní. Leikur króatíska liðsins hafi verið of flókinn, sumir hafi verið ósjáanlegir og leik Luka Modric er lýst á einfaldan veg: „Luka spilaði“. Þá er færaleysi þeirra í leiknum gagnrýnt en Króatarnir fengu tvö færi með skömmu millibili í seinni hálfleik en reyndi ekkert á Hannes í markinu.Á heimasíðu evrópska knattspyrnusambandsins UEFA stendur einfaldlega: „Ísland sökkti Króatíu“ Fréttin hefur verið uppfærð eftir ábendingu um ranga þýðingu úr króatísku. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Raggi Sig sussar á efasemdaraddirnar með pítsusneið í hendi „Formið var vist i lagi..“ segir miðvörðurinn sem átti fínan leik í kvöld. 11. júní 2017 21:48 Ragnar um pítsumyndina: „Ég varð að gera þetta“ Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslendinga, notaði bæði Laugardalsvöllinn og samfélagsmiðla til þess að þagga niður í þeim sem töldu hann ekki vera í nægilega góðu formi til að mæta Króatíu í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:57 Kári: Einn af bestu sigrum sem íslenskt landslið hefur unnið Kári Árnason, varnarmaður Íslands, segir að sigur Ísland gegn Króatíu hafi verið einn besti sigur sem íslenskt landslið hefur unnið. 11. júní 2017 21:36 Það skýrðist eftir leik hvers vegna Viðar Örn var ekki valinn Heimir Hallgrímsson valdi aðeins þrjá framherja enda ætlaði hann bara að byrja með einn gegn Króötum. 11. júní 2017 21:30 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Sigur strákanna okkar á Króötum í Laugardalnum í kvöld vekur eðlilega mikla athygli úti í heimi. Knattspyrna er langvinsælasta íþróttagrein heimsins og okkar menn vöktu heimsathygli í Frakklandi síðasta sumar og unnu hug og hjörtu margra. „Háspenna er í I-riðli. Hinn mikli sigurvegari þennan sunnudag er Ísland,“ segir í umfjöllun þýska miðilsins Kicker. Í toppslagnum slógu Íslendingar toppliðinu Króatíu ref fyrir rass. „Ótrúlegur sigur hjá Íslandi þar sem liðin á hæla þeirra unnu einnig sigur.“ „Skalli Harðar Magnússonar skapar enn einn óvæntan sigur Íslands sem deila nú toppsætinu í undankeppni heimsmeistaramótsins,“ segir í fyrirsögn Daily Mail. „Lukkumark af öxl Harðar Magnússonar tryggði íslenskan sigur.“ „Ísland vinnur dramatískan sigur með marki undir lokin,“ segir í umfjöllun Fox Sports. Berlingske Tidende slá upp fyrirsögninni: „Huh! Huh! Huh! Íslendingar á HM-braut eftir síðbúið mark gegn Króatíu“. Er augljóslega verið að vísa í Víkingaklappið sem tekið var tvisvar í Laugardalnum í kvöld. Króatískir miðlar eru eðli málsins samkvæmt ekki í skýjunum með frammistöðu sinna manna. Á einum þeirra mest lesnu miðlum, 24sata.hr, er talað um svartan júní. Leikur króatíska liðsins hafi verið of flókinn, sumir hafi verið ósjáanlegir og leik Luka Modric er lýst á einfaldan veg: „Luka spilaði“. Þá er færaleysi þeirra í leiknum gagnrýnt en Króatarnir fengu tvö færi með skömmu millibili í seinni hálfleik en reyndi ekkert á Hannes í markinu.Á heimasíðu evrópska knattspyrnusambandsins UEFA stendur einfaldlega: „Ísland sökkti Króatíu“ Fréttin hefur verið uppfærð eftir ábendingu um ranga þýðingu úr króatísku.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Raggi Sig sussar á efasemdaraddirnar með pítsusneið í hendi „Formið var vist i lagi..“ segir miðvörðurinn sem átti fínan leik í kvöld. 11. júní 2017 21:48 Ragnar um pítsumyndina: „Ég varð að gera þetta“ Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslendinga, notaði bæði Laugardalsvöllinn og samfélagsmiðla til þess að þagga niður í þeim sem töldu hann ekki vera í nægilega góðu formi til að mæta Króatíu í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:57 Kári: Einn af bestu sigrum sem íslenskt landslið hefur unnið Kári Árnason, varnarmaður Íslands, segir að sigur Ísland gegn Króatíu hafi verið einn besti sigur sem íslenskt landslið hefur unnið. 11. júní 2017 21:36 Það skýrðist eftir leik hvers vegna Viðar Örn var ekki valinn Heimir Hallgrímsson valdi aðeins þrjá framherja enda ætlaði hann bara að byrja með einn gegn Króötum. 11. júní 2017 21:30 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Raggi Sig sussar á efasemdaraddirnar með pítsusneið í hendi „Formið var vist i lagi..“ segir miðvörðurinn sem átti fínan leik í kvöld. 11. júní 2017 21:48
Ragnar um pítsumyndina: „Ég varð að gera þetta“ Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslendinga, notaði bæði Laugardalsvöllinn og samfélagsmiðla til þess að þagga niður í þeim sem töldu hann ekki vera í nægilega góðu formi til að mæta Króatíu í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:57
Kári: Einn af bestu sigrum sem íslenskt landslið hefur unnið Kári Árnason, varnarmaður Íslands, segir að sigur Ísland gegn Króatíu hafi verið einn besti sigur sem íslenskt landslið hefur unnið. 11. júní 2017 21:36
Það skýrðist eftir leik hvers vegna Viðar Örn var ekki valinn Heimir Hallgrímsson valdi aðeins þrjá framherja enda ætlaði hann bara að byrja með einn gegn Króötum. 11. júní 2017 21:30