Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. júní 2017 18:00 Um hundrað og tuttugu lögreglumenn koma að löggæslu á leik Íslands og Króatíu sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir sérstöku áhættumati frá greiningardeild Ríkislögreglustjóra vegna leiksins líkt og gert var fyrir fjölmenna fjölskylduhátíð sem fram fór í miðbænum í gær en þá vakti mikla athygli að sérsveitarmenn báru skotvopn við almennt eftirlit. Ákvörðun ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skuli bera skotvopn við almennt eftirlit á viðburðum þar sem fjölmenni kemur saman hefur vakið mikla athygli en ákvörðunin er byggð á áhættumati vegna hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópu. Ákvörðunin ætti kannski ekki að koma á óvart því heimildin er til staðar í sérstökum vopnareglum sem Ólöf Nordal heitin, þáverandi Innanríkisráðherra gerði opinberar árið 2015. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir ákvörðun Ríkislögreglustjóra ekki hafa áhrif á viðbúnað almennra lögreglumanna. „Við hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erum almenn lögregla og það hefur ekkert breyst vopnaburður hjá okkur,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Sigríður segir að árið 2016 hafi verið tekin sú ákvörðun að vopn skyldu vera til staðar í lögreglubílum almennra lögreglumanna og sú ákvörðun hafi verið tekin til þess að stytta viðbragðstímann komi til þess að lögregla þurfi að vopnast. Sömu reglur gilda þó um hvenær almenn lögreglan megi vopnast. Í áhættumati Ríkislögreglustjóra sem gefið var út í desember síðast liðnum með fram að áhættan á því að hryðjuverk verði farið hér á landi sé í meðal lagi og miðað við það segir lögreglustjóri ekki ástæðu til þess að lögregla beri skotvopn. „Ég get ekki talað fyrir sérsveitina. Það er Ríkislögreglustóri sem rekur sérsveit og það er allt annarskonar þjálfun og verkefni sem sinna heldur en almenn löggæsla. En miðað við þann viðbúnaðarstig sem við erum á núna þá er engin ástæða til breytinga,“ segir Sigríður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun njóta liðsinnis Ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á Norðurlandi eystra og lögreglunnar á Suðurnesjum við löggæslu á leik Íslands og Króatíu sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld og að auki munu lögreglumenn frá Króatíu standa við hlið íslenskra lögreglumanna. Í heildina koma um 120 lögreglumenn að löggæslu á leiknum í kvöld og 140 björgunarsveitarmenn. Það er enn í fersku minni þegar þessi tvö lið mættust síðast en spilað var á tómum velli vegna framkomu stuðningsmanna króatíska landsliðsins í öðrum leik. „Það hefur verið gert sérstakt hættumat og upplýsingaöflun um þá mögulega stuðningsmenn sem að eru á bannlista í heimalandinu,“ segir Sigríður. Verður gert sérstakt hættumat fyrir alla þá viðburði sem verða haldnir eða er eitt hættumat sem gildir? „Við höfum óskað eftir sérstöku hættumati núna í ljósi þeirra hræðilegu atburða sem hafa verið í nágrannalöndum okkar. Þá höfum við talið mikilvægt að það sé gert hættumat fyrir stóra viðburði í borginni,“ segir Sigríður. Ljóst er að lögreglan er farin að beita mun öflugri úrræðum til þess að tryggja öryggi almennings á fjölmennum samkomum. Ríkislögreglustjóri hefur ekki svarað fyrirspurn fréttastofu í dag um hvort sérsveitarmenn muni bera skotvopn við löggæslu á landsleiknum í kvöld. Tengdar fréttir Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26 Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Um hundrað og tuttugu lögreglumenn koma að löggæslu á leik Íslands og Króatíu sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir sérstöku áhættumati frá greiningardeild Ríkislögreglustjóra vegna leiksins líkt og gert var fyrir fjölmenna fjölskylduhátíð sem fram fór í miðbænum í gær en þá vakti mikla athygli að sérsveitarmenn báru skotvopn við almennt eftirlit. Ákvörðun ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skuli bera skotvopn við almennt eftirlit á viðburðum þar sem fjölmenni kemur saman hefur vakið mikla athygli en ákvörðunin er byggð á áhættumati vegna hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópu. Ákvörðunin ætti kannski ekki að koma á óvart því heimildin er til staðar í sérstökum vopnareglum sem Ólöf Nordal heitin, þáverandi Innanríkisráðherra gerði opinberar árið 2015. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir ákvörðun Ríkislögreglustjóra ekki hafa áhrif á viðbúnað almennra lögreglumanna. „Við hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erum almenn lögregla og það hefur ekkert breyst vopnaburður hjá okkur,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Sigríður segir að árið 2016 hafi verið tekin sú ákvörðun að vopn skyldu vera til staðar í lögreglubílum almennra lögreglumanna og sú ákvörðun hafi verið tekin til þess að stytta viðbragðstímann komi til þess að lögregla þurfi að vopnast. Sömu reglur gilda þó um hvenær almenn lögreglan megi vopnast. Í áhættumati Ríkislögreglustjóra sem gefið var út í desember síðast liðnum með fram að áhættan á því að hryðjuverk verði farið hér á landi sé í meðal lagi og miðað við það segir lögreglustjóri ekki ástæðu til þess að lögregla beri skotvopn. „Ég get ekki talað fyrir sérsveitina. Það er Ríkislögreglustóri sem rekur sérsveit og það er allt annarskonar þjálfun og verkefni sem sinna heldur en almenn löggæsla. En miðað við þann viðbúnaðarstig sem við erum á núna þá er engin ástæða til breytinga,“ segir Sigríður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun njóta liðsinnis Ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á Norðurlandi eystra og lögreglunnar á Suðurnesjum við löggæslu á leik Íslands og Króatíu sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld og að auki munu lögreglumenn frá Króatíu standa við hlið íslenskra lögreglumanna. Í heildina koma um 120 lögreglumenn að löggæslu á leiknum í kvöld og 140 björgunarsveitarmenn. Það er enn í fersku minni þegar þessi tvö lið mættust síðast en spilað var á tómum velli vegna framkomu stuðningsmanna króatíska landsliðsins í öðrum leik. „Það hefur verið gert sérstakt hættumat og upplýsingaöflun um þá mögulega stuðningsmenn sem að eru á bannlista í heimalandinu,“ segir Sigríður. Verður gert sérstakt hættumat fyrir alla þá viðburði sem verða haldnir eða er eitt hættumat sem gildir? „Við höfum óskað eftir sérstöku hættumati núna í ljósi þeirra hræðilegu atburða sem hafa verið í nágrannalöndum okkar. Þá höfum við talið mikilvægt að það sé gert hættumat fyrir stóra viðburði í borginni,“ segir Sigríður. Ljóst er að lögreglan er farin að beita mun öflugri úrræðum til þess að tryggja öryggi almennings á fjölmennum samkomum. Ríkislögreglustjóri hefur ekki svarað fyrirspurn fréttastofu í dag um hvort sérsveitarmenn muni bera skotvopn við löggæslu á landsleiknum í kvöld.
Tengdar fréttir Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26 Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26
Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30