Hjóla frá Kaupmannahöfn til Parísar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. júní 2017 19:01 Hópur fólks ætlar í júlí að hjóla frá Kaupmannahöfn til Parísar og um leið safna fé fyrir krabbameinssjúk börn og fjölskyldur þeirra. Leiðin sem verður hjóluð er um þrettán hundruð kílómetrar og tekur átta daga. Ferðin sem hópurinn er að fara í er samnorrænt verkefni sem hófst fyrir fimmtán árum síðan þar sem fé er safnað fyrir krabbameinssjúk börn. Hópurinn æfir stíft þessa dagana en 33 hjólreiðamenn koma til með að hjóla frá Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn og alla leið til Parísar. „Það var nú þannig að vina hjón okkar í Danmörku þau urði vitni af því þegar þetta fór af stað fyrir tveimur árum síðan og hringdu í okkur og sögðu að við yrðum að taka þátt. Ísland var þá eina Norðurlandaþjóðin sem ekki var með í þessu verkefni. Þannig að það var alveg kjörið að starta þessu hérna á Íslandi,“ segir Viðar Einarsson, hjólreiðamaður. Þetta er í sextándaskipti sem Team Rynkeby-viðburðurinn fer fram en hjólað verður til Parísar dagana 8. - 15. júlí. Um sautján hundruð hjólreiðarmenn taka þátt og fjörutíu og fjögur lið víða af Skandinavíu koma til með að taka þátt þar með talið Ísland sem tekur þátt í fyrsta skipti. Það reyndist ekki erfitt að fá fólk til þess að taka þátt í þessu verkefni. „Það voru rúmlega sjötíu manns sem sóttu um og við völdu þrjátíu og þrjá hjólreiðamenn sem eru að fara með okkur og svo verðum við með átta manna aðstoðarteymi,“ segir Guðbjörg Þórðardóttir, hjólreiðakona. Og það þarf töluvert til þess að koma hópnum hjólandi á milli Kaupmannahafnar og Parísar. Reikna má með að hver hjólamaður noti um hálfan lítra af vatni fyrir hverja 25 km. en það gerir 132 litra af vatni á dag eða 1.056 lítra alla ferðina ferðina. Þá borðar hverhjólamaður einn ávöxt á hverja 50 km en það gera 99 ávexti á dag eða 792 ávexti í ferðina alla. Hver hjólamaður mun borða um 2,5 samloku á dag. Það gerir 85 samlokur á dag eða 680 samlokur í alla ferðina. Til þess þar 1.360 brauðsneiðar. Af þessu má sjá að það þarf umtalsvert magn af mat en undirbúningur og skipulag er mikið og þarf að vera gott. Verkefni sem þetta væri því óframkvæmanlegt án góðs aðstoðarhóps sem leggur mikið á sig til að allt gangi upp. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Hópur fólks ætlar í júlí að hjóla frá Kaupmannahöfn til Parísar og um leið safna fé fyrir krabbameinssjúk börn og fjölskyldur þeirra. Leiðin sem verður hjóluð er um þrettán hundruð kílómetrar og tekur átta daga. Ferðin sem hópurinn er að fara í er samnorrænt verkefni sem hófst fyrir fimmtán árum síðan þar sem fé er safnað fyrir krabbameinssjúk börn. Hópurinn æfir stíft þessa dagana en 33 hjólreiðamenn koma til með að hjóla frá Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn og alla leið til Parísar. „Það var nú þannig að vina hjón okkar í Danmörku þau urði vitni af því þegar þetta fór af stað fyrir tveimur árum síðan og hringdu í okkur og sögðu að við yrðum að taka þátt. Ísland var þá eina Norðurlandaþjóðin sem ekki var með í þessu verkefni. Þannig að það var alveg kjörið að starta þessu hérna á Íslandi,“ segir Viðar Einarsson, hjólreiðamaður. Þetta er í sextándaskipti sem Team Rynkeby-viðburðurinn fer fram en hjólað verður til Parísar dagana 8. - 15. júlí. Um sautján hundruð hjólreiðarmenn taka þátt og fjörutíu og fjögur lið víða af Skandinavíu koma til með að taka þátt þar með talið Ísland sem tekur þátt í fyrsta skipti. Það reyndist ekki erfitt að fá fólk til þess að taka þátt í þessu verkefni. „Það voru rúmlega sjötíu manns sem sóttu um og við völdu þrjátíu og þrjá hjólreiðamenn sem eru að fara með okkur og svo verðum við með átta manna aðstoðarteymi,“ segir Guðbjörg Þórðardóttir, hjólreiðakona. Og það þarf töluvert til þess að koma hópnum hjólandi á milli Kaupmannahafnar og Parísar. Reikna má með að hver hjólamaður noti um hálfan lítra af vatni fyrir hverja 25 km. en það gerir 132 litra af vatni á dag eða 1.056 lítra alla ferðina ferðina. Þá borðar hverhjólamaður einn ávöxt á hverja 50 km en það gera 99 ávexti á dag eða 792 ávexti í ferðina alla. Hver hjólamaður mun borða um 2,5 samloku á dag. Það gerir 85 samlokur á dag eða 680 samlokur í alla ferðina. Til þess þar 1.360 brauðsneiðar. Af þessu má sjá að það þarf umtalsvert magn af mat en undirbúningur og skipulag er mikið og þarf að vera gott. Verkefni sem þetta væri því óframkvæmanlegt án góðs aðstoðarhóps sem leggur mikið á sig til að allt gangi upp.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira