Vilja að Kársnesskóli verði rifinn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. júní 2017 13:16 Starfshópur um húsnæðismál Kársnesskóla í Kópavogi vill að skólinn verði rifinn vegna myglu. Bæjarstjórn Kópavogs hittist á þriðjudaginn til að taka ákvörðun um hvort sú leið verði farin. Um fimmtán hundruð milljónir kostar að reisa nýtt hús. Starfshópurinn var skipaður eftir að vart varð við myglu í húsnæði skólans við Skólagerði. Sú bygging hefur hýst nemendur í 1.-4. bekk skólans en eldri nemendur eru í annarri byggingu. Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að á fimmtudaginn var hafi tillaga starfshópsins um að húsið verði rifið verið samþykkt. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi segir að starfshópurinn hafi farið vel yfir alla valkosti. „Þetta er reyndar mjög slæmt tilvik og hérna, þegar búið var að fara vel ofan í málið, var svona stillt upp valkostum. Hvað kostaði að gera við skólann og hvað myndi þá kosta að byggja. Í þessu tilviki þá erum við að horfa á hvað myndi þá kosta að byggja eins skóla, og þar í rauninni munar um það bil 300 milljónum. Það er að segja að það voru sirka 1.250 milljónir sem kostar að endurbyggja skólann en ríflega einn og hálfan að byggja nýjan eins skóla. Þannig að starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að það væri skynsamlegast að rífa skólann og byggja nýjan og leggur það til. Það á hins vegar eftir að fara fyrir bæjarstjórn. Þetta er auðvitað gríðarlega stór ákvörðun,“ segir Ármann Kr. Bæjarstjórnin fundar á þriðjudaginn um málið og segir Ármann að hann eigi sjálfur enn eftir að taka afstöðu til tillögu starfshópsins. Hann segir að fyrr í vetur hafi verið farið að kanna hvort að myglu væri að finna í húsinu og öll börn færð í önnur hús. Starfsmenn voru þá farnir að finna fyrir einkennum vegna myglu og sumir voru jafnvel frá vinnu. „Myglan var þarna til staðar og húsið þótti ekki heilsusamlegt enda þetta er 60 ára gamalt hús sem hefur ekki fengið nógu gott viðhald í gengum tíðina,“ segir Ármann. Tengdar fréttir Mygla í tveimur nýuppgerðum stofum og skólanum lokað Verið er að setja upp kennslutöflu, skjávarpa og annan kennslubúnað í matsal vestast á skólalóð Kársnesskóla. 21. apríl 2017 15:42 Útbúa kennslustofur í bæjarstjórnarsal Kópavogs vegna rakaskemmda Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa í samráði við skólastjórnendur í Kársnesskóla ákveðið að flytja nemendur úr vesturálmu hússins á meðan á viðgerð vegna rakaskemmda í byggingu skólans stendur yfir. 22. febrúar 2017 20:28 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Sjá meira
Starfshópur um húsnæðismál Kársnesskóla í Kópavogi vill að skólinn verði rifinn vegna myglu. Bæjarstjórn Kópavogs hittist á þriðjudaginn til að taka ákvörðun um hvort sú leið verði farin. Um fimmtán hundruð milljónir kostar að reisa nýtt hús. Starfshópurinn var skipaður eftir að vart varð við myglu í húsnæði skólans við Skólagerði. Sú bygging hefur hýst nemendur í 1.-4. bekk skólans en eldri nemendur eru í annarri byggingu. Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að á fimmtudaginn var hafi tillaga starfshópsins um að húsið verði rifið verið samþykkt. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi segir að starfshópurinn hafi farið vel yfir alla valkosti. „Þetta er reyndar mjög slæmt tilvik og hérna, þegar búið var að fara vel ofan í málið, var svona stillt upp valkostum. Hvað kostaði að gera við skólann og hvað myndi þá kosta að byggja. Í þessu tilviki þá erum við að horfa á hvað myndi þá kosta að byggja eins skóla, og þar í rauninni munar um það bil 300 milljónum. Það er að segja að það voru sirka 1.250 milljónir sem kostar að endurbyggja skólann en ríflega einn og hálfan að byggja nýjan eins skóla. Þannig að starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að það væri skynsamlegast að rífa skólann og byggja nýjan og leggur það til. Það á hins vegar eftir að fara fyrir bæjarstjórn. Þetta er auðvitað gríðarlega stór ákvörðun,“ segir Ármann Kr. Bæjarstjórnin fundar á þriðjudaginn um málið og segir Ármann að hann eigi sjálfur enn eftir að taka afstöðu til tillögu starfshópsins. Hann segir að fyrr í vetur hafi verið farið að kanna hvort að myglu væri að finna í húsinu og öll börn færð í önnur hús. Starfsmenn voru þá farnir að finna fyrir einkennum vegna myglu og sumir voru jafnvel frá vinnu. „Myglan var þarna til staðar og húsið þótti ekki heilsusamlegt enda þetta er 60 ára gamalt hús sem hefur ekki fengið nógu gott viðhald í gengum tíðina,“ segir Ármann.
Tengdar fréttir Mygla í tveimur nýuppgerðum stofum og skólanum lokað Verið er að setja upp kennslutöflu, skjávarpa og annan kennslubúnað í matsal vestast á skólalóð Kársnesskóla. 21. apríl 2017 15:42 Útbúa kennslustofur í bæjarstjórnarsal Kópavogs vegna rakaskemmda Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa í samráði við skólastjórnendur í Kársnesskóla ákveðið að flytja nemendur úr vesturálmu hússins á meðan á viðgerð vegna rakaskemmda í byggingu skólans stendur yfir. 22. febrúar 2017 20:28 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Sjá meira
Mygla í tveimur nýuppgerðum stofum og skólanum lokað Verið er að setja upp kennslutöflu, skjávarpa og annan kennslubúnað í matsal vestast á skólalóð Kársnesskóla. 21. apríl 2017 15:42
Útbúa kennslustofur í bæjarstjórnarsal Kópavogs vegna rakaskemmda Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa í samráði við skólastjórnendur í Kársnesskóla ákveðið að flytja nemendur úr vesturálmu hússins á meðan á viðgerð vegna rakaskemmda í byggingu skólans stendur yfir. 22. febrúar 2017 20:28