Ferðaþjónustan segir nánast ógerlegt að gera framtíðaráætlanir Heimir Már Pétursson skrifar 29. júní 2017 19:30 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar VÍSIR/ERNIR Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir nánast ógerlegt að gera framtíðaráætlanir við núverandi ástand í gjaldmiðilsmálum. Þá segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ekki ljóst hvaða leikreglum Seðlabankinn vinni eftir þegar hann bregðist við veikingu krónunnar í síðustu viku með milljarða kaupum á krónum. Ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn hafa borið sig illa undanfarin misseri vegna styrkingar krónunnar. Krónan tók hins vegar að veikjast í síðustu viku en þá brá svo við að Seðlabankinn tók að kaupa krónur til að vinna gegn veikingu hennar. Krónan hefur verið að styrkjast mikið undanfarin misseri sem þýðir að útflutningsgreinar fá færri krónur fyrir erlendar myntir sem þær fá fyrir vörur sínar og þjónustu. Seðlabankinn hefur ekki gert mikið að því að kaupa krónur en keypti hins vegar fyrir tæpa 1,8 milljarða mars í kringum afléttingu gjaldeyrishafta. Þegar gengið fór að veikjast í síðustu viku, keypti bankinn tæpa 2,5 milljarða af krónum, sem eru mestu einstöku krónukaup bankans frá efnahagshruninu árið 2008. Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir hana kalla eftir meiri stöðugleika í gjaldmiðilsmálum. „Þó maður hafi að hluta til skilning á þessu sveiflujöfnunartæki þá auðvitað veltir maður vöngum yfir þessari aðgerð þar sem gengið hefur verið að styrkjast mjög mikið undanfarin misseri. Svo kemur loksins veikingarfasi og þá er brugðist við með inngripum. Ferðaþjónustan eins og aðrar útflutningsatvinnugreinar eru að berjast í bökkum og þess vegna auðvitað veltum við fyrir okkur þessum aðgerðum núna þessa síðustu daga,“ segir Helga. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir eðlilegt að gera þá kröfu að Seðlabankinn vinni eftir þekktum leikreglum í gjaldmiðilsmálum. Íslandi sé útflutningsdrifið hagkerfi. Og ég hef talað um svikalogn í þessu samhengi. Það er ljóst ef útflutningsatvinnuvegirnir standa illa mun það hafa áhrif um allt hagkerfið. Hvað varðar inngrip Seðlabankans er ég þeirrar skoðunar að við eigum fyrst og fremst að kalla eftir gagnsæi. Leikreglurnar þurfa að vera öllum skýrar. Þannig að við vitum eftir hvaða viðmiðum Seðlabankinn er að stunda inngrip sín á gjaldeyrismarkaði,“ segir Halldór Benjamín. Helga segir ferðaþjónustuna óska eftir því að gengisþróunin nái jafnvægi og dregið verði úr sveiflum á genginu. „Þessar svakalegu sveiflur sem við höfum verið að eiga við, sérstaklega útflutningsatvinnugreinarnar núna í þessari miklu styrkingu, eru og hafa verið greinunum mjög erfiðar síðustu misseri.“Gerir áætlanagerðir erfiðar? „Þær eru eiginlega ómögulegar eða ógerlegar, segir Helga Árnadóttir. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir nánast ógerlegt að gera framtíðaráætlanir við núverandi ástand í gjaldmiðilsmálum. Þá segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ekki ljóst hvaða leikreglum Seðlabankinn vinni eftir þegar hann bregðist við veikingu krónunnar í síðustu viku með milljarða kaupum á krónum. Ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn hafa borið sig illa undanfarin misseri vegna styrkingar krónunnar. Krónan tók hins vegar að veikjast í síðustu viku en þá brá svo við að Seðlabankinn tók að kaupa krónur til að vinna gegn veikingu hennar. Krónan hefur verið að styrkjast mikið undanfarin misseri sem þýðir að útflutningsgreinar fá færri krónur fyrir erlendar myntir sem þær fá fyrir vörur sínar og þjónustu. Seðlabankinn hefur ekki gert mikið að því að kaupa krónur en keypti hins vegar fyrir tæpa 1,8 milljarða mars í kringum afléttingu gjaldeyrishafta. Þegar gengið fór að veikjast í síðustu viku, keypti bankinn tæpa 2,5 milljarða af krónum, sem eru mestu einstöku krónukaup bankans frá efnahagshruninu árið 2008. Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir hana kalla eftir meiri stöðugleika í gjaldmiðilsmálum. „Þó maður hafi að hluta til skilning á þessu sveiflujöfnunartæki þá auðvitað veltir maður vöngum yfir þessari aðgerð þar sem gengið hefur verið að styrkjast mjög mikið undanfarin misseri. Svo kemur loksins veikingarfasi og þá er brugðist við með inngripum. Ferðaþjónustan eins og aðrar útflutningsatvinnugreinar eru að berjast í bökkum og þess vegna auðvitað veltum við fyrir okkur þessum aðgerðum núna þessa síðustu daga,“ segir Helga. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir eðlilegt að gera þá kröfu að Seðlabankinn vinni eftir þekktum leikreglum í gjaldmiðilsmálum. Íslandi sé útflutningsdrifið hagkerfi. Og ég hef talað um svikalogn í þessu samhengi. Það er ljóst ef útflutningsatvinnuvegirnir standa illa mun það hafa áhrif um allt hagkerfið. Hvað varðar inngrip Seðlabankans er ég þeirrar skoðunar að við eigum fyrst og fremst að kalla eftir gagnsæi. Leikreglurnar þurfa að vera öllum skýrar. Þannig að við vitum eftir hvaða viðmiðum Seðlabankinn er að stunda inngrip sín á gjaldeyrismarkaði,“ segir Halldór Benjamín. Helga segir ferðaþjónustuna óska eftir því að gengisþróunin nái jafnvægi og dregið verði úr sveiflum á genginu. „Þessar svakalegu sveiflur sem við höfum verið að eiga við, sérstaklega útflutningsatvinnugreinarnar núna í þessari miklu styrkingu, eru og hafa verið greinunum mjög erfiðar síðustu misseri.“Gerir áætlanagerðir erfiðar? „Þær eru eiginlega ómögulegar eða ógerlegar, segir Helga Árnadóttir.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira