Skrautlegur fyrsti dagur hjá Ólafíu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. júní 2017 20:00 Ólafía Þórunn á hringnum í dag. vísir/getty Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. Ólafía byrjaði hringinn með látum og nældi sér í fugl á fyrstu holu. Draumabyrjun. Þessari byrjun var svo fylgt eftir með fimm pörum í röð. Á sjöundu holu fékk Ólafía annan fugl og var þá komin í hóp með efstu konum á mótinu. Mögnuð frammistaða. Á níundu holu byrjaði að síga á ógæfuhliðina. Þá fékk Ólafía sinn fyrsta skolla á hringnum og það var fyrsti skollinn af þremur á sex holum. Á fimmtándu fékk hún svo tvöfaldan skolla og var komin niður í kringum 100. sætið. Hún kláraði svo hringinn á þremur pörum. Vísir var með menn á staðnum í dag og var með ítarlega lýsingu af hringnum sem má sjá hér að neðan.
Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. Ólafía byrjaði hringinn með látum og nældi sér í fugl á fyrstu holu. Draumabyrjun. Þessari byrjun var svo fylgt eftir með fimm pörum í röð. Á sjöundu holu fékk Ólafía annan fugl og var þá komin í hóp með efstu konum á mótinu. Mögnuð frammistaða. Á níundu holu byrjaði að síga á ógæfuhliðina. Þá fékk Ólafía sinn fyrsta skolla á hringnum og það var fyrsti skollinn af þremur á sex holum. Á fimmtándu fékk hún svo tvöfaldan skolla og var komin niður í kringum 100. sætið. Hún kláraði svo hringinn á þremur pörum. Vísir var með menn á staðnum í dag og var með ítarlega lýsingu af hringnum sem má sjá hér að neðan.
Golf Tengdar fréttir Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16