Tíu ráð í átt að sykurlitlum lífsstíl Guðný Hrönn skrifar 29. júní 2017 19:15 Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur veit hvernig er hægt að losa sig við sykurpúkann. Vísir/VALli Margt fólk dreymir um að minnka sykurneyslu og koma mataræðinu í lag í leiðinni. Næringarfræðingurinn Geir Gunnar Markússon lumar á góðum ráðum fyrir þá sem vilja segja skilið við sykurinn og deilir hér með lesendum tíu skotheldum ráðum í átt að sykurlitlum lífsstíl.Borðaðu alvöru mat og drekktu vatn Ekki drekka sykur í formi gosdrykkja eða ávaxtasafa, því þannig innbyrðum við of mikið magn sykurs á stuttum tíma. Við fæddumst með tennur til mauka næringarríka fæða en ekki bara drekka fæðuna. Alvöru matur er matur úr náttúrunni en ekki úr verksmiðjunni. Ef líkaminn fær alvöru næringu þá minnkar sætuþörfin.Ávextir geta slegið á nammiþörfina.NORDICPHOTOS/GETTYSkerðu niður ávexti og neyttu í stað sælgætis Ávextir eru nammi náttúrunnar en innihalda bara 10% sykur en ekki 100% eins og viðbættur sykur er. Auk þess eru ávextir stútfullir af vítamínum, steinefnum og trefjum.Lærðu að þekkja sykurinn og sykurmagnið á umbúðum matvæla Viðbættur sykur er oft falinn í matvörum sem við teljum hollar í grunninn eins og mjólkurvörur. Því er um að gera að öðlast þekkingu á því hvernig lesa megi út sykurmagnið úr innihaldslýsingu og næringargildi. Það eru okkar leiðarvísar að hollustu vörunnar.Hreyfðu þig daglega Sykurþörf er oft eirðarleysi og vöntun á hreyfingu. Líkami okkar var hannaður til að hreyfa sig og getur þessi hreyfiþörf hans komið fram í eirðarleysi og leiða sem við túlkum sem sætindaþörf.Hentu kexi, kökum og sætindum úr skápum heimilisins „Out of sight – out of mind,“ er stundum sagt. Ef sykurmiklu matvörurnar liggja ekki fyrir framan okkur þá borðum við þær ekki. Því er um að gera að tæma heimilið af sykurjukkinu sem freistar okkar, sérstaklega á kvöldin.Borðaðu reglulega yfir daginn Að minnsta kosti þrjár máltíðir á dag og helst 1-2 millibitar. Þetta heldur blóðsykri jöfnum, eykur orku, minnkar ofát og sykurneyslu.Það er ekki vænlegt til vinnings að fara svangur/svöng í matvörubúðina því þá eru meiri líkur á að fólk freistist í sykur.Borðaðu í meðvitund Ekki borða fyrir framan sjónvarp, tölvu, í bílnum eða annars staðar þar sem þú ert að gera allt annað en að einbeita þér að því að borða. Meðvitundarlaust át veldur því að maður borðar mjög mikið og oft mjög sykurmiklar matvörur.Næringarríkur morgunverður, alla daga, er lykillinn Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem borða morgunmat, borða síður óhollustu eins og sykurmiklar matvörur er líður á daginn og eru frekar í kjörþyngd.Ekki kaupa í matinn svöng/svangur, stressuð/aður eða í vondu skapi Freistingar í sætindi og óhollan mat verða meiri ef fólk fer illa fyrir kallað í búðina.Nærðu sálina og mundu eftir brosinu – það er sykur sálarinnar Mataræði okkar stjórnast mikið af stjórnstöðinni/hausnum. Ef við erum hamingjusöm, með sjálfstraustið í lagi og okkur líður vel eru minni líkur á því að við höfum þörf fyrir sykur og sætindi. Heilsa Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Sjá meira
Margt fólk dreymir um að minnka sykurneyslu og koma mataræðinu í lag í leiðinni. Næringarfræðingurinn Geir Gunnar Markússon lumar á góðum ráðum fyrir þá sem vilja segja skilið við sykurinn og deilir hér með lesendum tíu skotheldum ráðum í átt að sykurlitlum lífsstíl.Borðaðu alvöru mat og drekktu vatn Ekki drekka sykur í formi gosdrykkja eða ávaxtasafa, því þannig innbyrðum við of mikið magn sykurs á stuttum tíma. Við fæddumst með tennur til mauka næringarríka fæða en ekki bara drekka fæðuna. Alvöru matur er matur úr náttúrunni en ekki úr verksmiðjunni. Ef líkaminn fær alvöru næringu þá minnkar sætuþörfin.Ávextir geta slegið á nammiþörfina.NORDICPHOTOS/GETTYSkerðu niður ávexti og neyttu í stað sælgætis Ávextir eru nammi náttúrunnar en innihalda bara 10% sykur en ekki 100% eins og viðbættur sykur er. Auk þess eru ávextir stútfullir af vítamínum, steinefnum og trefjum.Lærðu að þekkja sykurinn og sykurmagnið á umbúðum matvæla Viðbættur sykur er oft falinn í matvörum sem við teljum hollar í grunninn eins og mjólkurvörur. Því er um að gera að öðlast þekkingu á því hvernig lesa megi út sykurmagnið úr innihaldslýsingu og næringargildi. Það eru okkar leiðarvísar að hollustu vörunnar.Hreyfðu þig daglega Sykurþörf er oft eirðarleysi og vöntun á hreyfingu. Líkami okkar var hannaður til að hreyfa sig og getur þessi hreyfiþörf hans komið fram í eirðarleysi og leiða sem við túlkum sem sætindaþörf.Hentu kexi, kökum og sætindum úr skápum heimilisins „Out of sight – out of mind,“ er stundum sagt. Ef sykurmiklu matvörurnar liggja ekki fyrir framan okkur þá borðum við þær ekki. Því er um að gera að tæma heimilið af sykurjukkinu sem freistar okkar, sérstaklega á kvöldin.Borðaðu reglulega yfir daginn Að minnsta kosti þrjár máltíðir á dag og helst 1-2 millibitar. Þetta heldur blóðsykri jöfnum, eykur orku, minnkar ofát og sykurneyslu.Það er ekki vænlegt til vinnings að fara svangur/svöng í matvörubúðina því þá eru meiri líkur á að fólk freistist í sykur.Borðaðu í meðvitund Ekki borða fyrir framan sjónvarp, tölvu, í bílnum eða annars staðar þar sem þú ert að gera allt annað en að einbeita þér að því að borða. Meðvitundarlaust át veldur því að maður borðar mjög mikið og oft mjög sykurmiklar matvörur.Næringarríkur morgunverður, alla daga, er lykillinn Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem borða morgunmat, borða síður óhollustu eins og sykurmiklar matvörur er líður á daginn og eru frekar í kjörþyngd.Ekki kaupa í matinn svöng/svangur, stressuð/aður eða í vondu skapi Freistingar í sætindi og óhollan mat verða meiri ef fólk fer illa fyrir kallað í búðina.Nærðu sálina og mundu eftir brosinu – það er sykur sálarinnar Mataræði okkar stjórnast mikið af stjórnstöðinni/hausnum. Ef við erum hamingjusöm, með sjálfstraustið í lagi og okkur líður vel eru minni líkur á því að við höfum þörf fyrir sykur og sætindi.
Heilsa Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Sjá meira