Samir Nasri gæti kostað City skildinginn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. júní 2017 09:00 Nasri sagði sjálfur frá heimsókn sinni til Drip Doctors í desember. Hann hefði betur sleppt því. mynd/twitter Saga Samir Nasri, leikmanns Manchester City, er áhugaverð en svo gæti farið að félagið myndi tapa stórfé á kappanum næstu tvö árin. Nasri, sem var í láni hjá Sevilla á síðustu leiktíð, er ekki í náðinni hjá Pep Guardiola, stjóra City, auk þess sem að hann gæti verið á leiðinni í langt keppnisbann. Frakkinn fór í desember síðastliðnum á læknastofu í Los Angeles í Bandaríkjunum sem nefnist Drip Doctors, þar sem honum var veittur vökvi í æð. Slíkt gæti verið brot á lyfjareglum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem er með málið til skoðunar hjá sér. Meðferð eins og Nasri fékk eru bannaðar hjá Alþjóðalyfjaeftirlitinu WADA en hann hefði þurft sérstaka undanþágu til að mega fá hana. Nasri greindi sjálfur frá heimsókninni til Drip Doctors á Twitter-síðu sinni. City vill helst selja Nasri en eins og gefur að skilja gæti það reynst erfitt í ljósi þessara tíðinda. Félög í Kína og Tyrklandi hafa áhuga á honum samkvæmt frétt Daily Mail.Samir Nasri fékk rautt eftir viðskipti sín við Jamie Vardy, leikmann Leicester, í Meistaradeild Evrópu í vetur.vísir/gettyÞað hefur gengið á ýmsu hjá Nasri og Manchester City en frægt er þegar Roberto Mancini, þáverandi stjóri City, sakaði hann um að leggja sig ekki fram á æfingum og vera of þungur. Nasri náði þó að spila vel undir stjórn Manuel Pellegrini og skrifaði árið 2014 undir fimm ára samning sem tryggir honum 120 þúsund pund í vikulaun. Hann á því 12,5 milljónir punda inni í launum hjá Manchester City sem metur leikmanninn á 12 milljónir punda. Það gera um 3,3 milljarða króna sem City gæti orðið af vegna heimsóknar Frakkans í Los Angeles. Þess má einnig geta að á Twitter-síðu Nasri, skömmu eftir að hann fór á stofuna í Los Angeles, birtust staðhæfingar þess efnis að hann hafi sængað hjá konu sem starfaði á stofunni. Í ljós kom að það var unnusta Nasri sem stóð á bak við uppákomuna en sjálfur sagði hann að brotist hefði verið inn á Twitter reikning hans. Sjá einnig: Greindi frá framhjáhaldi Nasri á hans eigin Twitter-síðu Enski boltinn Tengdar fréttir Shakespeare: Vardy er enginn svindlari Craig Shakespeare, knattspyrnustjóri Leicester City, hefur komið framherja sínum til varnar eftir að franski leikmaðurinn Samir Nasri kallaði Jamie Vardy svindlara. 16. mars 2017 20:30 Nasri: Vardy er svindlari Franski miðjumaðurinn Samir Nasri hjá Sevilla var allt annað en sáttur við framherja Leicester, Jamie Vardy, eftir að sá síðarnefndi fiskaði Nasri af velli í leik liðanna í Meistaradeildinni. 16. mars 2017 09:30 Leicester City komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar Englandsmeistarar Leicester City tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-0 sigur á spænska liðinu Sevilla í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitunum. 14. mars 2017 21:30 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sjá meira
Saga Samir Nasri, leikmanns Manchester City, er áhugaverð en svo gæti farið að félagið myndi tapa stórfé á kappanum næstu tvö árin. Nasri, sem var í láni hjá Sevilla á síðustu leiktíð, er ekki í náðinni hjá Pep Guardiola, stjóra City, auk þess sem að hann gæti verið á leiðinni í langt keppnisbann. Frakkinn fór í desember síðastliðnum á læknastofu í Los Angeles í Bandaríkjunum sem nefnist Drip Doctors, þar sem honum var veittur vökvi í æð. Slíkt gæti verið brot á lyfjareglum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem er með málið til skoðunar hjá sér. Meðferð eins og Nasri fékk eru bannaðar hjá Alþjóðalyfjaeftirlitinu WADA en hann hefði þurft sérstaka undanþágu til að mega fá hana. Nasri greindi sjálfur frá heimsókninni til Drip Doctors á Twitter-síðu sinni. City vill helst selja Nasri en eins og gefur að skilja gæti það reynst erfitt í ljósi þessara tíðinda. Félög í Kína og Tyrklandi hafa áhuga á honum samkvæmt frétt Daily Mail.Samir Nasri fékk rautt eftir viðskipti sín við Jamie Vardy, leikmann Leicester, í Meistaradeild Evrópu í vetur.vísir/gettyÞað hefur gengið á ýmsu hjá Nasri og Manchester City en frægt er þegar Roberto Mancini, þáverandi stjóri City, sakaði hann um að leggja sig ekki fram á æfingum og vera of þungur. Nasri náði þó að spila vel undir stjórn Manuel Pellegrini og skrifaði árið 2014 undir fimm ára samning sem tryggir honum 120 þúsund pund í vikulaun. Hann á því 12,5 milljónir punda inni í launum hjá Manchester City sem metur leikmanninn á 12 milljónir punda. Það gera um 3,3 milljarða króna sem City gæti orðið af vegna heimsóknar Frakkans í Los Angeles. Þess má einnig geta að á Twitter-síðu Nasri, skömmu eftir að hann fór á stofuna í Los Angeles, birtust staðhæfingar þess efnis að hann hafi sængað hjá konu sem starfaði á stofunni. Í ljós kom að það var unnusta Nasri sem stóð á bak við uppákomuna en sjálfur sagði hann að brotist hefði verið inn á Twitter reikning hans. Sjá einnig: Greindi frá framhjáhaldi Nasri á hans eigin Twitter-síðu
Enski boltinn Tengdar fréttir Shakespeare: Vardy er enginn svindlari Craig Shakespeare, knattspyrnustjóri Leicester City, hefur komið framherja sínum til varnar eftir að franski leikmaðurinn Samir Nasri kallaði Jamie Vardy svindlara. 16. mars 2017 20:30 Nasri: Vardy er svindlari Franski miðjumaðurinn Samir Nasri hjá Sevilla var allt annað en sáttur við framherja Leicester, Jamie Vardy, eftir að sá síðarnefndi fiskaði Nasri af velli í leik liðanna í Meistaradeildinni. 16. mars 2017 09:30 Leicester City komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar Englandsmeistarar Leicester City tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-0 sigur á spænska liðinu Sevilla í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitunum. 14. mars 2017 21:30 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sjá meira
Shakespeare: Vardy er enginn svindlari Craig Shakespeare, knattspyrnustjóri Leicester City, hefur komið framherja sínum til varnar eftir að franski leikmaðurinn Samir Nasri kallaði Jamie Vardy svindlara. 16. mars 2017 20:30
Nasri: Vardy er svindlari Franski miðjumaðurinn Samir Nasri hjá Sevilla var allt annað en sáttur við framherja Leicester, Jamie Vardy, eftir að sá síðarnefndi fiskaði Nasri af velli í leik liðanna í Meistaradeildinni. 16. mars 2017 09:30
Leicester City komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar Englandsmeistarar Leicester City tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-0 sigur á spænska liðinu Sevilla í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitunum. 14. mars 2017 21:30