Gylfi Zoëga kemur fjármálaráðherra til varnar í Stóra-seðlamálinu Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 28. júní 2017 18:48 Gylfi Zoëga, hagfræðingur segir hugmyndina um afnám seðla ekki hafa komið upphaflega frá fjármálaráðherra. Vísir/Pjetur Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og meðlimur í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, segir að hugmynd Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um að takmarka notkun seðla sé ekki ný af nálinni. Gylfi segist skilja hugmyndina sem liggur að baki tillögunni og ver ráðherrann í nýrri grein sem hann skrifar í tímaritið Vísbendingu. RÚV greinir frá. Gylfi gagnrýnir í greininni umræðuna sem myndaðist í þjóðfélaginu í kjölfar málsins. Ekki sé gerður greinarmunur á hugmyndinni sjálfri og þeim sem standi að baki henni. Hann gagnrýnir einnig að önnur hlið málsins hafi aðeins fengið athygli. Hugmyndina um takmörkun seðla má, að sögn Gylfa, rekja til hagfræðinga sem hafi löngum stungið upp á því að afnema seðla og mynt til að lækka nafnvexti niður fyrir núll. Nafnvextir eru vextir af fjárfestingum, lánum og öðrum fjárhagslegum skuldbindingum. Talið var að lækkun nafnvaxta gæti haft áhrif á örvun hagkerfisins. Gylfi segist skilja hugmynd Benedikts þar sem stóran hluta af hinu svarta hagkerfi megi rekja til notkun seðla. Svört starfsemi sé algeng hér á landi og telur Gylfi að skattsvik megi meðal annars rekja til erlends vinnuafls sem ekki sé skráð en einnig til smáfyrirtækja í ferðaþjónustu. Hann telur að Benedikt eigi hrós skilið fyrir að koma fram með þessa hugmynd og telur að jafnvel hefði verið hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þannig að öll þjóðin gæti tekið raunverulega afstöðu til málsins. Efnahagsmál Stj.mál Tengdar fréttir Æsingurinn í Stóra-Seðlamálinu grundvallast á misskilningi Jón Steinsson hagfræðingur segir ódýran greiðslumáta fylgja tillögunum um að afleggja fimm og tíu þúsund króna seðlana. 26. júní 2017 13:33 Lagt til að 10.000 og 5.000 krónu seðlar verði afnumdir Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. 22. júní 2017 11:53 Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00 Stjórnvöld segja skattsvikurum stríð á hendur Fjármálaráðherra segir vel hægt að ná til þeirra sem svíkja undan skatti með samræmdu átaki, meðal annars með því að minnka seðlamagn í umferð. 22. júní 2017 18:58 Benedikt segist vera búinn að læra sína lexíu eftir stóra seðlamálið "Stóra markmiðið er baráttan gegn skattsvikum, gegn kennitöluflökkurum, gegn þessum skattaskjólseigendum þannig að við skulum ekki eyða tíma í það sem nefnt var í framhjáhlaupi,“ sagði Benedikt. 25. júní 2017 13:19 Fjármálaráðherra segir mikilvægt að sameinast gegn skattsvikum Benedikt Jóhannesson telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. 23. júní 2017 18:31 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og meðlimur í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, segir að hugmynd Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um að takmarka notkun seðla sé ekki ný af nálinni. Gylfi segist skilja hugmyndina sem liggur að baki tillögunni og ver ráðherrann í nýrri grein sem hann skrifar í tímaritið Vísbendingu. RÚV greinir frá. Gylfi gagnrýnir í greininni umræðuna sem myndaðist í þjóðfélaginu í kjölfar málsins. Ekki sé gerður greinarmunur á hugmyndinni sjálfri og þeim sem standi að baki henni. Hann gagnrýnir einnig að önnur hlið málsins hafi aðeins fengið athygli. Hugmyndina um takmörkun seðla má, að sögn Gylfa, rekja til hagfræðinga sem hafi löngum stungið upp á því að afnema seðla og mynt til að lækka nafnvexti niður fyrir núll. Nafnvextir eru vextir af fjárfestingum, lánum og öðrum fjárhagslegum skuldbindingum. Talið var að lækkun nafnvaxta gæti haft áhrif á örvun hagkerfisins. Gylfi segist skilja hugmynd Benedikts þar sem stóran hluta af hinu svarta hagkerfi megi rekja til notkun seðla. Svört starfsemi sé algeng hér á landi og telur Gylfi að skattsvik megi meðal annars rekja til erlends vinnuafls sem ekki sé skráð en einnig til smáfyrirtækja í ferðaþjónustu. Hann telur að Benedikt eigi hrós skilið fyrir að koma fram með þessa hugmynd og telur að jafnvel hefði verið hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þannig að öll þjóðin gæti tekið raunverulega afstöðu til málsins.
Efnahagsmál Stj.mál Tengdar fréttir Æsingurinn í Stóra-Seðlamálinu grundvallast á misskilningi Jón Steinsson hagfræðingur segir ódýran greiðslumáta fylgja tillögunum um að afleggja fimm og tíu þúsund króna seðlana. 26. júní 2017 13:33 Lagt til að 10.000 og 5.000 krónu seðlar verði afnumdir Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. 22. júní 2017 11:53 Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00 Stjórnvöld segja skattsvikurum stríð á hendur Fjármálaráðherra segir vel hægt að ná til þeirra sem svíkja undan skatti með samræmdu átaki, meðal annars með því að minnka seðlamagn í umferð. 22. júní 2017 18:58 Benedikt segist vera búinn að læra sína lexíu eftir stóra seðlamálið "Stóra markmiðið er baráttan gegn skattsvikum, gegn kennitöluflökkurum, gegn þessum skattaskjólseigendum þannig að við skulum ekki eyða tíma í það sem nefnt var í framhjáhlaupi,“ sagði Benedikt. 25. júní 2017 13:19 Fjármálaráðherra segir mikilvægt að sameinast gegn skattsvikum Benedikt Jóhannesson telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. 23. júní 2017 18:31 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Æsingurinn í Stóra-Seðlamálinu grundvallast á misskilningi Jón Steinsson hagfræðingur segir ódýran greiðslumáta fylgja tillögunum um að afleggja fimm og tíu þúsund króna seðlana. 26. júní 2017 13:33
Lagt til að 10.000 og 5.000 krónu seðlar verði afnumdir Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. 22. júní 2017 11:53
Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00
Stjórnvöld segja skattsvikurum stríð á hendur Fjármálaráðherra segir vel hægt að ná til þeirra sem svíkja undan skatti með samræmdu átaki, meðal annars með því að minnka seðlamagn í umferð. 22. júní 2017 18:58
Benedikt segist vera búinn að læra sína lexíu eftir stóra seðlamálið "Stóra markmiðið er baráttan gegn skattsvikum, gegn kennitöluflökkurum, gegn þessum skattaskjólseigendum þannig að við skulum ekki eyða tíma í það sem nefnt var í framhjáhlaupi,“ sagði Benedikt. 25. júní 2017 13:19
Fjármálaráðherra segir mikilvægt að sameinast gegn skattsvikum Benedikt Jóhannesson telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. 23. júní 2017 18:31