Buðu vináttulandsleik í skiptum fyrir atkvæði 28. júní 2017 09:00 David Beckham var í stóru hlutverki þegar England vildi fá að halda HM 2018. Vísir/Getty Fyrrum stjórnarformaður enska knattspyrnusambandsins viðurkennir að það hafi verið ákveðin mútuboð að bjóða vináttulandsleik í skiptum fyrir atkvæði. Þetta kom fram í hinni svokölluðu Garcia-skýrslu sem hefur nú verið birt í heild sinni. Michael Garcia var fenginn til að rannsaka hvort að spilling hafi ráðið því hvaða lönd fengu HM 2018 og HM 2022. Rússland og Katar verða gestgjafar keppnanna eins og alkunna er en England sóttist einnig eftir því að halda HM 2018. Geoff Thompson, fyrrum stjórnarformaður enska sambandsins, viðurkennir í skýrslunni að boð enska sambandsins um að spila vináttulandsleik gegn Tælandi hafi eingöngu verið til afla Englandi stuðnings í baráttunni. Boðið um að spila vináttulandsleikinn barst átta dögum fyrir kosninguna en hætt var við leikinn þremur vikum síðar, enda hafði England tapað kosningunni og ekki notið stuðnings Tæliendinga. Enska knattspyrnusambandið fór ekki í felur með málið á sinum tíma en forráðamenn þess viðurkenna í skýrslunni að það væri óæskilegt að bjóða vináttulandsleiki í skiptum fyrir atkvæði. Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA birti skýrslu Garcia í heild sinni aðeins nokkrum dögum eftir að þýska blaðið Bild komst yfir hana, þremur árum eftir að hún var skrifuð. Í henni kom meðal annars fram að tíu ára dóttir forráðamanns FIFA fékk rúmar 212 milljónir króna inn á bankareikning sinn. Einnig kemur fram í skýrslunni að þremur háttsettum FIFA-mönnum hafi verið flogið í einkaþotu til Ríó en meðlimir knattspyrnusambands Katar áttu þotuna. Garcia hætti hjá siðanefnd FIFA eftir að sambandið ákvað að birta aðeins 42 síðna útdrátt úr skýrslunni, þar sem að Katar og Rússland voru hreinsuð af ásökunum um spillingu, í stað þess að birta skýrsluna alla sem nú hefur verið gert. Þó er ólíklegt að skýrslan verði til þess að skipt verði um gestgjafa á næstu heimsmeistarakeppnum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tíu ára dóttir fulltrúa FIFA fékk 212 milljónir Þýska blaðið Bild hefur komist yfir skýrslu FIFA sem var grafin fyrir þrem árum síðan en hún fjallar um hvernig forráðamenn frá Katar mútuðu forráðamönnum FIFA í von um að fá HM árið 2022. Það gekk upp. 26. júní 2017 22:07 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
Fyrrum stjórnarformaður enska knattspyrnusambandsins viðurkennir að það hafi verið ákveðin mútuboð að bjóða vináttulandsleik í skiptum fyrir atkvæði. Þetta kom fram í hinni svokölluðu Garcia-skýrslu sem hefur nú verið birt í heild sinni. Michael Garcia var fenginn til að rannsaka hvort að spilling hafi ráðið því hvaða lönd fengu HM 2018 og HM 2022. Rússland og Katar verða gestgjafar keppnanna eins og alkunna er en England sóttist einnig eftir því að halda HM 2018. Geoff Thompson, fyrrum stjórnarformaður enska sambandsins, viðurkennir í skýrslunni að boð enska sambandsins um að spila vináttulandsleik gegn Tælandi hafi eingöngu verið til afla Englandi stuðnings í baráttunni. Boðið um að spila vináttulandsleikinn barst átta dögum fyrir kosninguna en hætt var við leikinn þremur vikum síðar, enda hafði England tapað kosningunni og ekki notið stuðnings Tæliendinga. Enska knattspyrnusambandið fór ekki í felur með málið á sinum tíma en forráðamenn þess viðurkenna í skýrslunni að það væri óæskilegt að bjóða vináttulandsleiki í skiptum fyrir atkvæði. Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA birti skýrslu Garcia í heild sinni aðeins nokkrum dögum eftir að þýska blaðið Bild komst yfir hana, þremur árum eftir að hún var skrifuð. Í henni kom meðal annars fram að tíu ára dóttir forráðamanns FIFA fékk rúmar 212 milljónir króna inn á bankareikning sinn. Einnig kemur fram í skýrslunni að þremur háttsettum FIFA-mönnum hafi verið flogið í einkaþotu til Ríó en meðlimir knattspyrnusambands Katar áttu þotuna. Garcia hætti hjá siðanefnd FIFA eftir að sambandið ákvað að birta aðeins 42 síðna útdrátt úr skýrslunni, þar sem að Katar og Rússland voru hreinsuð af ásökunum um spillingu, í stað þess að birta skýrsluna alla sem nú hefur verið gert. Þó er ólíklegt að skýrslan verði til þess að skipt verði um gestgjafa á næstu heimsmeistarakeppnum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tíu ára dóttir fulltrúa FIFA fékk 212 milljónir Þýska blaðið Bild hefur komist yfir skýrslu FIFA sem var grafin fyrir þrem árum síðan en hún fjallar um hvernig forráðamenn frá Katar mútuðu forráðamönnum FIFA í von um að fá HM árið 2022. Það gekk upp. 26. júní 2017 22:07 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
Tíu ára dóttir fulltrúa FIFA fékk 212 milljónir Þýska blaðið Bild hefur komist yfir skýrslu FIFA sem var grafin fyrir þrem árum síðan en hún fjallar um hvernig forráðamenn frá Katar mútuðu forráðamönnum FIFA í von um að fá HM árið 2022. Það gekk upp. 26. júní 2017 22:07
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti