Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júní 2017 18:28 Sveinn Gestur Tryggvason leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Hæstaréttar yfir Sveini Gesti Tryggvasyni sem grunaður er um að hafa tekið Arnar hálstakinu. Þá eru upptökur af árásinni úr snjallsímaforritinu Snapchat á meðal gagna málsins. „Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu krufningar leiddi þvinguð frambeygð staða brotaþola í langan tíma til mikillar minnkunar öndunargetu, sem að lokum leiddi til stöðutengdrar köfnunar og láts hans. Sagði í niðurstöðunni að við þessar kringumstæður væri hægt að líta á hálstakið sem aðalþáttinn „í því sem leiddi til láts“ brotaþola,“ segir í úrskurðinum, en Sveinn Gestur var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21.júlí næstkomandi.Upptökur á Snapchat Upptökur sem Sveinn Gestur og Jón Trausti Lúthersson tóku á farsíma sína í gegnum Snapchat eru á meðal gagna málsins en þær sýna Arnar liggja hreyfingarlausan, blóðugan og bláan í framan. Þar má einnig heyra hvernig þeir tala á niðrandi hátt til Arnars og að svona fari fyrir þeim sem „ráðist að sér.“ Jóni Trausta hefur verið sleppt úr haldi, en sem fyrr segir er Sveinn Gestur áfram í gæsluvarðhaldi. Þeir neita báðir sök.Hvatti Svein áfram Þá kemur fram í úrskurðinum að Sveinn Gestur hafi ítrekað slegið Arnar, haldið honum á maganum í jörðinni og haldið honum í hálstaki í umtalsverðan tíma. Á meðan hafi Jón Trausti staðið hjá og hvatt Svein Gest áfram. Það hafi að endingu verið Sveinn og Jón Trausti sem hafi hringt á aðstoð Neyðarlínunnar, eftir að Arnar missti meðvitund. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Sjá meira
Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Hæstaréttar yfir Sveini Gesti Tryggvasyni sem grunaður er um að hafa tekið Arnar hálstakinu. Þá eru upptökur af árásinni úr snjallsímaforritinu Snapchat á meðal gagna málsins. „Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu krufningar leiddi þvinguð frambeygð staða brotaþola í langan tíma til mikillar minnkunar öndunargetu, sem að lokum leiddi til stöðutengdrar köfnunar og láts hans. Sagði í niðurstöðunni að við þessar kringumstæður væri hægt að líta á hálstakið sem aðalþáttinn „í því sem leiddi til láts“ brotaþola,“ segir í úrskurðinum, en Sveinn Gestur var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21.júlí næstkomandi.Upptökur á Snapchat Upptökur sem Sveinn Gestur og Jón Trausti Lúthersson tóku á farsíma sína í gegnum Snapchat eru á meðal gagna málsins en þær sýna Arnar liggja hreyfingarlausan, blóðugan og bláan í framan. Þar má einnig heyra hvernig þeir tala á niðrandi hátt til Arnars og að svona fari fyrir þeim sem „ráðist að sér.“ Jóni Trausta hefur verið sleppt úr haldi, en sem fyrr segir er Sveinn Gestur áfram í gæsluvarðhaldi. Þeir neita báðir sök.Hvatti Svein áfram Þá kemur fram í úrskurðinum að Sveinn Gestur hafi ítrekað slegið Arnar, haldið honum á maganum í jörðinni og haldið honum í hálstaki í umtalsverðan tíma. Á meðan hafi Jón Trausti staðið hjá og hvatt Svein Gest áfram. Það hafi að endingu verið Sveinn og Jón Trausti sem hafi hringt á aðstoð Neyðarlínunnar, eftir að Arnar missti meðvitund.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir