Skjálftahrina á Kolbeinseyjarhrygg í rénun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. júní 2017 18:45 Skjálftahrina sem hófst á Kolbeinseyjarhrygg í gær er í rénun. Tveir skjálftar, rúmlega fjórir að stærð urðu á svæðinu og á eftir fylgdi rúmur tugur skjálfta af stærðinni þrír. Jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að ekki sé hægt að útiloka stóran skjálfta norðanlands. Skjálftahrina sem staðið hefur yfir er á þekktu brotabelti á Kolbeinseyjarhrygg, 230 km. norður af Melrakkasléttu. Erfitt er að staðsetja skjálftana nákvæmlega vegna fjarlægðar en hrinur sem þessar eiga sér reglulega stað. „Þessar flekahreyfingar teljast eðlilegar. Ísland liggur á flekaskilum og þarna á þessum flekaskilum er þetta þverbrotabelti og þar á sér stað norður hreyfing sem myndar spennu og getur leyst út skjálftahrinu eins og þessa,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Einar segir að skjálftar á þessum slóðum hafi lítil sem engin áhrif hér á landi. Hann getur þó ekki ekki útilokað stóran skjálfta í náinni framtíð á Norðurlandi. „Það hafa orðið mjög stórir skjálftar fyrir norðan og það er ekki útilokað að það verði stórir skjálftar bæði fyrir norðan, á Tjörnesbrotabeltinu og líka á Suðurlandsbrotabeltinu,“ segir Einar. Í viðtali við Pressuna árið 2012 sagði Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræðingur að hann teldi miklar líkur á því að stór jarðskjálfti yrði undan strönd Norðurlands á næstu tuttugu árum og í viðtali við Kristján Má Unnarsson hér á Stöð 2 í maí síðast liðnum, sagði Ragnar að búast mætti við allt að sjö stiga jarðskjálfta í Rangárvallasýslu og öðrum, allt að 6,5 stig á Bláfjallasvæðinu, sitthvoru megin skjálftanna sem urðu á Suðurlandi á síðasta áratug. „Þessir skjálftar sem við sjáum nú eru mun norðar en þessir skjálftar sem að Ragnar var að spá um“ segir Einar. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Skjálftahrina sem hófst á Kolbeinseyjarhrygg í gær er í rénun. Tveir skjálftar, rúmlega fjórir að stærð urðu á svæðinu og á eftir fylgdi rúmur tugur skjálfta af stærðinni þrír. Jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að ekki sé hægt að útiloka stóran skjálfta norðanlands. Skjálftahrina sem staðið hefur yfir er á þekktu brotabelti á Kolbeinseyjarhrygg, 230 km. norður af Melrakkasléttu. Erfitt er að staðsetja skjálftana nákvæmlega vegna fjarlægðar en hrinur sem þessar eiga sér reglulega stað. „Þessar flekahreyfingar teljast eðlilegar. Ísland liggur á flekaskilum og þarna á þessum flekaskilum er þetta þverbrotabelti og þar á sér stað norður hreyfing sem myndar spennu og getur leyst út skjálftahrinu eins og þessa,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Einar segir að skjálftar á þessum slóðum hafi lítil sem engin áhrif hér á landi. Hann getur þó ekki ekki útilokað stóran skjálfta í náinni framtíð á Norðurlandi. „Það hafa orðið mjög stórir skjálftar fyrir norðan og það er ekki útilokað að það verði stórir skjálftar bæði fyrir norðan, á Tjörnesbrotabeltinu og líka á Suðurlandsbrotabeltinu,“ segir Einar. Í viðtali við Pressuna árið 2012 sagði Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræðingur að hann teldi miklar líkur á því að stór jarðskjálfti yrði undan strönd Norðurlands á næstu tuttugu árum og í viðtali við Kristján Má Unnarsson hér á Stöð 2 í maí síðast liðnum, sagði Ragnar að búast mætti við allt að sjö stiga jarðskjálfta í Rangárvallasýslu og öðrum, allt að 6,5 stig á Bláfjallasvæðinu, sitthvoru megin skjálftanna sem urðu á Suðurlandi á síðasta áratug. „Þessir skjálftar sem við sjáum nú eru mun norðar en þessir skjálftar sem að Ragnar var að spá um“ segir Einar.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira